Fótbolti

Kjartan Henry semur við ungverskt stórveldi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Kjartan Henry Finnbogason var í baráttu um sæti í HM-hópnum en varð eftir.
Kjartan Henry Finnbogason var í baráttu um sæti í HM-hópnum en varð eftir. vísir/getty
Knattspyrnumaðurinn Kjartan Henry Finnbogason er búinn að semja við ungverska stórveldið Ferencvaros en hann kemur til félagsins frá Horsens í Danmörku.

Fótbolti.net greinir frá þessu.

Ferencvaros er stórveldi í ungverskum fótbolta en um er að ræða sigursælasta félag í sögu Ungverjalands.  Félagið hefur 29 sinnum unnið deildina, síðast árið 2016 og 23 sinnum orðið bikarmeistari. Liðið hafnaði í 2.sæti deildarinnar á síðustu leiktíð.

Eitt af fyrstu verkefnum Kjartans hjá félaginu verður að hjálpa liðinu áfram í forkeppni Evrópudeildarinnar þar sem Ferencvaros bíður krefjandi verkefni gegn Viðari Erni Kjartanssyni og félögum í Maccabi Tel Aviv.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×