Yfirlæknir segir mikið þrýst á lækna að skrifa út lyfjaávísanir Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 27. júní 2018 06:00 "Það þarf að bregðast strax við og draga úr ávísunum þessara lyfja og einnig að draga úr því magni sem er í umferð,“ segir Sigurður Örn Hektorsson yfirlæknir og vísar til sölu lyfjanna á svörtum markaði. Fréttablaðið/Sigtryggur ari „Sístækkandi hópur fólks sem misnotar róandi ávanabindandi lyf og sterk verkjalyf er áhyggjuefni. Fólk þróar fljótt með sér vanabindingu í lyfin,“ segir Sigurður Örn Hektorsson, yfirlæknir á fíknigeðdeild Landspítalans. Sigurður Örn greinir ákveðna þróun í neyslu vímugjafa. Aukinni neyslu á harðari vímugjöfum fylgi ofnotkun á róandi lyfjum. „Við sjáum vaxandi sprautuneyslu hjá yngra fólki á síðustu misserum og meiri neyslu harðari vímuefna á borð við kókaín, amfetamín og rítalín,“ segir hann. „Aukningunni fylgir ofnotkun á róandi lyfjum, það er töluvert breytt mynstur sem við sjáum sem þarf að bregðast strax við.“ Ellefu prósent nemenda í 10. bekk segjast hafa notað róandi lyf eða svefntöflur í nýrri könnun Rannsókna & greiningar. Álfgeir Kristjánsson, dósent í sálfræði, sagðist í samtali við Fréttablaðið í gær greina mikla aukningu á neyslu slíkra lyfja.Sjá einnig: Stóraukin neysla róandi lyfja í 10. bekk Sigurður Örn er meðal sérfræðinga í starfshópi skipuðum af heilbrigðisráðherra um gerð tillagna til að stemma stigu við mis- og ofnotkun geð- og verkjalyfja. Hópurinn skilaði tillögum í níu liðum í lok maí. Meðal annars lagði starfshópurinn til að aðgangur að ávanabindandi lyfjum yrði takmarkaður, fræðsla aukin bæði hjá fagstéttum og almenningi og eftirlit hert með ávísanavenjum lækna. „Það þarf að bregðast strax við og draga úr ávísunum þessara lyfja og einnig að draga úr því magni sem er í umferð,“ segir hann og vísar til sölu lyfjanna á svörtum markaði. „Við skerum okkur úr meðal þjóða hvað varðar mikla lyfjanotkun. Hér hafa skapast væntingar um lyf sem alhliða lausn,“ segir Sigurður Örn. „Þegar slíkar væntingar eru ráðandi og mikið magn lyfjanna í umferð eykst hættan á rangri notkun þeirra,“ segir hann. „Við þurfum nauðsynlega að opna umræðuna um þessi lyf og lyfjamenningu. Ég starfaði lengi sem heimilislæknir og það er mikill þrýstingur á lækna að skrifa út þessi lyf,“ segir hann. „Við þurfum að gæta að góðum meðferðarúrræðum fyrir þá sem glíma við fíkn. Í Bandaríkjunum hefur verið mikil herferð gegn ópíóðalyfjum og lyfjaávísunum. Þeir hafa náð umtalsverðum árangri. En á sama tíma eru dauðsföll vegna ólöglegra lyfja fleiri,“ segir Sigurður Örn. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Þú ferð yfir línuna og þá er þetta bara búið“ Hvers vegna eykst misnotkun á róandi ávanabindandi lyfjum á borð við Xanax? Að minnsta kosti nítján lyfjatengd dauðsföll hafa orðið á árinu. Mæður, sem hafa misst börn sín, lýsa reynslu sinni. 23. júní 2018 11:00 Réði ekkert við þessi lyf Kristján Ernir Björgvinsson lýsir reynslu sinni af svonefndu bensólyfi. 23. júní 2018 14:45 Stóraukin neysla róandi lyfja í 10. bekk Ellefu prósent nemenda í 10. bekk segjast hafa notað róandi lyf eða svefntöflur í nýrri könnun Rannsókna & greiningar. Dósent í sálfræði segist greina mikla aukningu á neyslu slíkra lyfja á meðan neysla á öðrum dregst saman. 26. júní 2018 06:00 Gríðarlegt framboð af sterkum róandi lyfjum á svörtum markaði hérlendis Gríðarlegt framboð er af svonefndum Xanax töflum hér á landi um þessar mundir samkvæmt heimildum fréttastofu. Efnið ku njóta vaxandi vinsælda og er misnotað í sífellt meira mæli. 19. júní 2018 14:56 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira
„Sístækkandi hópur fólks sem misnotar róandi ávanabindandi lyf og sterk verkjalyf er áhyggjuefni. Fólk þróar fljótt með sér vanabindingu í lyfin,“ segir Sigurður Örn Hektorsson, yfirlæknir á fíknigeðdeild Landspítalans. Sigurður Örn greinir ákveðna þróun í neyslu vímugjafa. Aukinni neyslu á harðari vímugjöfum fylgi ofnotkun á róandi lyfjum. „Við sjáum vaxandi sprautuneyslu hjá yngra fólki á síðustu misserum og meiri neyslu harðari vímuefna á borð við kókaín, amfetamín og rítalín,“ segir hann. „Aukningunni fylgir ofnotkun á róandi lyfjum, það er töluvert breytt mynstur sem við sjáum sem þarf að bregðast strax við.“ Ellefu prósent nemenda í 10. bekk segjast hafa notað róandi lyf eða svefntöflur í nýrri könnun Rannsókna & greiningar. Álfgeir Kristjánsson, dósent í sálfræði, sagðist í samtali við Fréttablaðið í gær greina mikla aukningu á neyslu slíkra lyfja.Sjá einnig: Stóraukin neysla róandi lyfja í 10. bekk Sigurður Örn er meðal sérfræðinga í starfshópi skipuðum af heilbrigðisráðherra um gerð tillagna til að stemma stigu við mis- og ofnotkun geð- og verkjalyfja. Hópurinn skilaði tillögum í níu liðum í lok maí. Meðal annars lagði starfshópurinn til að aðgangur að ávanabindandi lyfjum yrði takmarkaður, fræðsla aukin bæði hjá fagstéttum og almenningi og eftirlit hert með ávísanavenjum lækna. „Það þarf að bregðast strax við og draga úr ávísunum þessara lyfja og einnig að draga úr því magni sem er í umferð,“ segir hann og vísar til sölu lyfjanna á svörtum markaði. „Við skerum okkur úr meðal þjóða hvað varðar mikla lyfjanotkun. Hér hafa skapast væntingar um lyf sem alhliða lausn,“ segir Sigurður Örn. „Þegar slíkar væntingar eru ráðandi og mikið magn lyfjanna í umferð eykst hættan á rangri notkun þeirra,“ segir hann. „Við þurfum nauðsynlega að opna umræðuna um þessi lyf og lyfjamenningu. Ég starfaði lengi sem heimilislæknir og það er mikill þrýstingur á lækna að skrifa út þessi lyf,“ segir hann. „Við þurfum að gæta að góðum meðferðarúrræðum fyrir þá sem glíma við fíkn. Í Bandaríkjunum hefur verið mikil herferð gegn ópíóðalyfjum og lyfjaávísunum. Þeir hafa náð umtalsverðum árangri. En á sama tíma eru dauðsföll vegna ólöglegra lyfja fleiri,“ segir Sigurður Örn.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Þú ferð yfir línuna og þá er þetta bara búið“ Hvers vegna eykst misnotkun á róandi ávanabindandi lyfjum á borð við Xanax? Að minnsta kosti nítján lyfjatengd dauðsföll hafa orðið á árinu. Mæður, sem hafa misst börn sín, lýsa reynslu sinni. 23. júní 2018 11:00 Réði ekkert við þessi lyf Kristján Ernir Björgvinsson lýsir reynslu sinni af svonefndu bensólyfi. 23. júní 2018 14:45 Stóraukin neysla róandi lyfja í 10. bekk Ellefu prósent nemenda í 10. bekk segjast hafa notað róandi lyf eða svefntöflur í nýrri könnun Rannsókna & greiningar. Dósent í sálfræði segist greina mikla aukningu á neyslu slíkra lyfja á meðan neysla á öðrum dregst saman. 26. júní 2018 06:00 Gríðarlegt framboð af sterkum róandi lyfjum á svörtum markaði hérlendis Gríðarlegt framboð er af svonefndum Xanax töflum hér á landi um þessar mundir samkvæmt heimildum fréttastofu. Efnið ku njóta vaxandi vinsælda og er misnotað í sífellt meira mæli. 19. júní 2018 14:56 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira
„Þú ferð yfir línuna og þá er þetta bara búið“ Hvers vegna eykst misnotkun á róandi ávanabindandi lyfjum á borð við Xanax? Að minnsta kosti nítján lyfjatengd dauðsföll hafa orðið á árinu. Mæður, sem hafa misst börn sín, lýsa reynslu sinni. 23. júní 2018 11:00
Réði ekkert við þessi lyf Kristján Ernir Björgvinsson lýsir reynslu sinni af svonefndu bensólyfi. 23. júní 2018 14:45
Stóraukin neysla róandi lyfja í 10. bekk Ellefu prósent nemenda í 10. bekk segjast hafa notað róandi lyf eða svefntöflur í nýrri könnun Rannsókna & greiningar. Dósent í sálfræði segist greina mikla aukningu á neyslu slíkra lyfja á meðan neysla á öðrum dregst saman. 26. júní 2018 06:00
Gríðarlegt framboð af sterkum róandi lyfjum á svörtum markaði hérlendis Gríðarlegt framboð er af svonefndum Xanax töflum hér á landi um þessar mundir samkvæmt heimildum fréttastofu. Efnið ku njóta vaxandi vinsælda og er misnotað í sífellt meira mæli. 19. júní 2018 14:56