Guðni segir dýrmætt að fagna tímamótunum við góða heilsu með yndislega fjölskyldu og vini nærri. Afmælisdagurinn hafi hafist með göngu upp á Helgafell ofan Hafnarfjarðar. Heima á Bessastöðum beiði forsetans karlakórinn Fjallabræður sem söng meðal annars „Ég er kominn heim“ sem hefur orðið að einkennislagi landsliða Íslands síðustu árin.
Notaði forsetinn tækifærið til að senda landsliðinu kveðjur frá sér og Elizu Reid eiginkonu hans.
„Allt getur gerst! Þetta er bara eins og fjallganga: Tindurinn er þarna og leiðin er löng en hún styttist með hverju skrefi. Og ef maður þykist alltaf vita sín takmörk nær maður aldrei að fara skrefinu lengra en síðast. Koma svo, áfram Ísland!“ skrifar Guðni á Facebook.