Körfubolti

Hlynur er níu árum eldri en sjá þriðji elsti í landsliðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tryggvi Snær Hlinason og Hlynur Bæringsson. Það munar fimmtán árum á þeim.
Tryggvi Snær Hlinason og Hlynur Bæringsson. Það munar fimmtán árum á þeim. Vísir/Bára
Ísland fer með ungt körfuboltalandslið inn í mikilvæga leiki á móti Búlgaríu og Finnlandi í undankeppni HM en landsliðið lagði af stað til Búlgaríu í morgun.

Jón Arnór Stefánsson varð að segja sig út úr hópnum vegna meiðsla en þá er enginn Pavel Ermolinskij, Logi Gunnarsson eða Jakob Örn Sigurðarson í hópnum.

Næsta kynslóð hefur verið að taka við í körfuboltalandsliðinu á síðustu árum og nú er landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson langreyndasti leikmaður hópsins.

Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karla, valdi í gær tólf manna hóp fyrir leikina og þar er Hlynur sex árum eldri en næstelsti leikmaður liðsins og níu árum eldri en sá sem er þriðji elstur.

Tveir nýliðar eru í hópnum en þeir Breki Gylfason og Hjálmar Stefánsson en þessir strákar léku báðir með deildarmeisturum Hauka á síðasta tímabilið.

Ísland þarf að minnta kosti einn sigur í þessum tveimur útileikjum til að tryggja sig áfram í milliriðla.



Lið Íslands á móti  Búlgaríu og Finnlandi:

21 árs (fæddir 1997)

Tryggvi Snær Hlinason - Valencia, Spánn (27)

Kári Jónsson - Haukar (7)

Breki Gylfason – Appalachian State/Haukar, USA (Nýliði)

22 ára (fæddir 1996)

Jón Axel Guðmundsson – Davidson/Grindavík, USA (5)

Hjálmar Stefánsson - Haukar (Nýliði)

24 ára (fæddir 1994)

Elvar Már Friðriksson – Denain Voltaire, Frakkland (32)

Martin Hermannsson - Châlons-Reims, Frakkland (60)

25 ára (fæddur 1993)

Kristófer Acox - KR (34)

26 ára (fæddur 1992)

Haukur Helgi Pálsson Briem - Cholet Basket, Frakkland (65)

27 ára (fæddur 1991)

Ægir Þór Steinarsson - Tau Castelló, Spánn (53)

30 ára (fæddur 1988)

Hörður Axel Vilhjálmsson - Kymis, Grikkland (72)

36 ára (fæddur 1982)

Hlynur Bæringsson - Stjarnan (120)

Þjálfari: Craig Pedersen

Aðstoðarþjálfari: Finnur Freyr Stefánsson

Aðstoðarþjálfari: Baldur Þór Ragnarsson






Fleiri fréttir

Sjá meira


×