Segir persónu Erdogans hafa runnið inn í ríkið Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 25. júní 2018 19:30 „Við höfum nú gegnið í gegn um kosningar sem munu hafa djúp áhrif á lýðræðið og líf okkar allra til framtíðar,“ sagði Muharrem Ince, frambjóðandi Lýðveldisflokksins, á blaðamannafundi í dag þar sem hann viðurkenndi ósigur í tyrknesku forsetakosningunum í gær. „Þessar kosningar hafa verið afar ósanngjarnar.“ Ince var sá frambjóðandi sem kom á eftir Erdogan í kosningunum með um 31 prósent atkvæða. Kosningaeftirlitsnefnd á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu - ÖSE tekur undir gagnrýni Ince og vísar til þess að ríkisfjölmiðlar og einkafjölmiðlar hafi ekki veitt öllum frambjóðendum jöfn tækifæri. „Kjósendur höfðu raunverulega valkosti í þessum kosningum,“ sagði Ignacio Sanchez Amor, formaður eftirlitsnefndar ÖSE í Tyrklandi, á blaðamannafundi í dag. „Þrátt fyrir það naut sitjandi forseti og flokkur hans töluverðs forskots vegna umfjöllunar ríkis- og einkafjölmiðla. Þá hefur lagaumgjörð og ríkjandi neyðarlög skert frelsi til samkomu og tjáningarfrelsi fólks og fjölmiðla.“ Eftir nýlegar stjórnarskrárbreytingar mun Erdogan taka við töluvert valdameira embætti en áður. Meðal annars getur hann nú skipað dómara, hlutast til í löggjafarferlinu og lýst yfir neyðarástandi í landinu. Ince og aðrir frambjóðendur höfðu heitið því að draga til baka stjórnarskrárbreytingarnar næðu þau kjöri. Hann segir Erdogan beina ógn við tyrkneskt lýðræði. „stjórnvöldin sem taka við í dag eru meiriháttar hætta fyrir lýðræði í Tyrklandi. Einn flokkur, eða ein manneskja rennur saman við ríkið og framkvæmdar- löggjafar- og dómsvaldið eru nú komin í tilvistarkreppu.“ Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Sjá meira
„Við höfum nú gegnið í gegn um kosningar sem munu hafa djúp áhrif á lýðræðið og líf okkar allra til framtíðar,“ sagði Muharrem Ince, frambjóðandi Lýðveldisflokksins, á blaðamannafundi í dag þar sem hann viðurkenndi ósigur í tyrknesku forsetakosningunum í gær. „Þessar kosningar hafa verið afar ósanngjarnar.“ Ince var sá frambjóðandi sem kom á eftir Erdogan í kosningunum með um 31 prósent atkvæða. Kosningaeftirlitsnefnd á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu - ÖSE tekur undir gagnrýni Ince og vísar til þess að ríkisfjölmiðlar og einkafjölmiðlar hafi ekki veitt öllum frambjóðendum jöfn tækifæri. „Kjósendur höfðu raunverulega valkosti í þessum kosningum,“ sagði Ignacio Sanchez Amor, formaður eftirlitsnefndar ÖSE í Tyrklandi, á blaðamannafundi í dag. „Þrátt fyrir það naut sitjandi forseti og flokkur hans töluverðs forskots vegna umfjöllunar ríkis- og einkafjölmiðla. Þá hefur lagaumgjörð og ríkjandi neyðarlög skert frelsi til samkomu og tjáningarfrelsi fólks og fjölmiðla.“ Eftir nýlegar stjórnarskrárbreytingar mun Erdogan taka við töluvert valdameira embætti en áður. Meðal annars getur hann nú skipað dómara, hlutast til í löggjafarferlinu og lýst yfir neyðarástandi í landinu. Ince og aðrir frambjóðendur höfðu heitið því að draga til baka stjórnarskrárbreytingarnar næðu þau kjöri. Hann segir Erdogan beina ógn við tyrkneskt lýðræði. „stjórnvöldin sem taka við í dag eru meiriháttar hætta fyrir lýðræði í Tyrklandi. Einn flokkur, eða ein manneskja rennur saman við ríkið og framkvæmdar- löggjafar- og dómsvaldið eru nú komin í tilvistarkreppu.“
Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Sjá meira