Búa vinnumarkaðinn undir fjórðu iðnbyltinguna Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. júní 2018 20:00 Töluverð endurýjunarþörf er í kennarastéttinni og í ýmsum iðngreinum þar sem starfsfólk er að eldast en nýútskrifaðir háskólanemar flykkjast í sérfæðistörf tengd líftækni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri greiningu á vinnumarkaðnum sem verður notuð í stefnumótun í menntakerfinu. Skýrsla sérfræðingahóps Vinnumálastofnunar, ASÍ, Hagstofu Íslands og Samtaka atvinnulífsins um færni- og menntunarþörf á íslenskum vinnumarkaði var kynnt í velferðarráðuneytinu í morgun. Þar er lagt til að settur verði á fót sérfræðingahópur um færnispár og landfærniráð að erlendri fyrirmynd sem myndu fylgjast með þróuninni og nýta til stefnumótunar í menntakerfinu og víðar. „Það er gríðarlega mikilvægt að við sem samfélag horfum til framtíðar í þessum efnum og kortleggum til framtíðar hvernig vinnumarkaðurinn mun breytast," segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra.Skýrslan verður lögð fyrir menntamálaráðherra og er einnig fyrsta skrefið í undirbúningi fyrir fjórðu iðnbyltinguna svokölluðu, þar sem talið er að aukin tæknivæðing muni leysa viss störf af hólmi á næstu árum. Í skýrslunni er farið yfir menntunarstig ýmissa stétta og fram kemur að mesta ofmenntunin sé hjá starfsfólki í fiskveiðum. Meiri menntunar er hins vegar þörf í eðlisfræði, stærðfræði og verkfræði. Þá virðast nýútskrifaðir háskólanemar nú helst flykkjast í sérfræðistörf er tengjast heilbrigðisvísindum. „Þar er mikið stökk bara á síðustu árum og við höfum tengt það aðeins við vöxt líftæknifyrirtækja; Alvogen og Alvotech, Íslenska erfðagreiningu og fleiri fyrirtæki," segir Sigurður Björnsson, hagfræðingur hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Þá sýnir greiningin fram á endurnýjunarþörf í vissum stéttum, líkt og hjá kennurum en meðalaldur þeirra hefur hækkað um ríflega tvö ár frá 2008. Svipuð staða er uppi í ýmsum iðngreinum. „Líkt og í pípulögnum til dæmis og málmiðnaði og víðar. Það er ekki ólíklegt að þar sé orðin meiri endurnýjunarþörf en víða annars staðar," segir Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun. Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Töluverð endurýjunarþörf er í kennarastéttinni og í ýmsum iðngreinum þar sem starfsfólk er að eldast en nýútskrifaðir háskólanemar flykkjast í sérfæðistörf tengd líftækni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri greiningu á vinnumarkaðnum sem verður notuð í stefnumótun í menntakerfinu. Skýrsla sérfræðingahóps Vinnumálastofnunar, ASÍ, Hagstofu Íslands og Samtaka atvinnulífsins um færni- og menntunarþörf á íslenskum vinnumarkaði var kynnt í velferðarráðuneytinu í morgun. Þar er lagt til að settur verði á fót sérfræðingahópur um færnispár og landfærniráð að erlendri fyrirmynd sem myndu fylgjast með þróuninni og nýta til stefnumótunar í menntakerfinu og víðar. „Það er gríðarlega mikilvægt að við sem samfélag horfum til framtíðar í þessum efnum og kortleggum til framtíðar hvernig vinnumarkaðurinn mun breytast," segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra.Skýrslan verður lögð fyrir menntamálaráðherra og er einnig fyrsta skrefið í undirbúningi fyrir fjórðu iðnbyltinguna svokölluðu, þar sem talið er að aukin tæknivæðing muni leysa viss störf af hólmi á næstu árum. Í skýrslunni er farið yfir menntunarstig ýmissa stétta og fram kemur að mesta ofmenntunin sé hjá starfsfólki í fiskveiðum. Meiri menntunar er hins vegar þörf í eðlisfræði, stærðfræði og verkfræði. Þá virðast nýútskrifaðir háskólanemar nú helst flykkjast í sérfræðistörf er tengjast heilbrigðisvísindum. „Þar er mikið stökk bara á síðustu árum og við höfum tengt það aðeins við vöxt líftæknifyrirtækja; Alvogen og Alvotech, Íslenska erfðagreiningu og fleiri fyrirtæki," segir Sigurður Björnsson, hagfræðingur hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Þá sýnir greiningin fram á endurnýjunarþörf í vissum stéttum, líkt og hjá kennurum en meðalaldur þeirra hefur hækkað um ríflega tvö ár frá 2008. Svipuð staða er uppi í ýmsum iðngreinum. „Líkt og í pípulögnum til dæmis og málmiðnaði og víðar. Það er ekki ólíklegt að þar sé orðin meiri endurnýjunarþörf en víða annars staðar," segir Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun.
Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira