Hviður víða farið yfir 35 metra á sekúndu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. júní 2018 10:44 Vindaspá Veðurstofunnar fyrir klukkan 12 á hádegi í dag. veðurstofa íslands Veðrið sem gengið hefur yfir Norðaustur- og Austurland í nótt og í morgun er heldur haustlegt segir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Stormviðvörun hefur verið í gildi frá því í nótt en henni verður aflétt um klukkan tvö víðast hvar þar sem kröpp lægð norður af Melrakkasléttu og Langanesi fjarlægist nú landið. Veðrið hefur því náð hámarki sínu að sögn Birtu og dregur nú úr vindi jafnt og þétt. Hviður hafa víða farið yfir 35 metra á sekúndu. Á Hófaskarði mældist hviða upp á 43 metra á sekúndu, á Eyjabökkum og Gagnheiði hafa hviður farið í allt að 40 metra á sekúndu, á Hallormsstaðahálsi upp í 38 metra á sekúndu og á Möðrudalsöræfum upp í 37 metra á sekúndu. Birta segir að svona veður sé ekki algengt á þessum árstíma. „Það er það ekki. Það má eiginlega segja að upp úr sumardeginum fyrsta þá fari nú að slaka á veðrakerfunum hjá okkur, þar á meðal vindinum. Það er frekar að maður myndi búast við mikilli úrkomu heldur en svona miklum vindi yfir sumarið. En þetta getur að sjálfsögðu alltaf gerst, við erum alltaf að fá lægðir á okkur annars slagið allt árið.“ Hún segir ekki lægðir eins og þessa í kortunum á næstunni. „Næstu daga eru suðlægar áttir, einhver rigning eða skúrir sunnan- og vestanlands en norðaustan til á að vera nokkuð þurrt og jafnvel bjart í vikunni og mun hægari vindur. Þannig að við erum ekki að sjá neitt í líkingu við þetta á næstunni,“ segir Birta. En er ekkert að koma sumar hérna í Reykjavík? „Það er mjög góð spurning,“ segir Birta hlæjandi og bætir við: „Það er allavega ekki útlit fyrir 20 stiga hita og sól á næstunni.“ Veður Tengdar fréttir Vegagerðin varar við vindi Vegagerðin segir fulla ástæðu til að hafa varann á vegna vinds framan af deginum í dag. 25. júní 2018 06:00 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Vilja hvalkjöt af matseðlinum Innlent Fleiri fréttir Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sjá meira
Veðrið sem gengið hefur yfir Norðaustur- og Austurland í nótt og í morgun er heldur haustlegt segir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Stormviðvörun hefur verið í gildi frá því í nótt en henni verður aflétt um klukkan tvö víðast hvar þar sem kröpp lægð norður af Melrakkasléttu og Langanesi fjarlægist nú landið. Veðrið hefur því náð hámarki sínu að sögn Birtu og dregur nú úr vindi jafnt og þétt. Hviður hafa víða farið yfir 35 metra á sekúndu. Á Hófaskarði mældist hviða upp á 43 metra á sekúndu, á Eyjabökkum og Gagnheiði hafa hviður farið í allt að 40 metra á sekúndu, á Hallormsstaðahálsi upp í 38 metra á sekúndu og á Möðrudalsöræfum upp í 37 metra á sekúndu. Birta segir að svona veður sé ekki algengt á þessum árstíma. „Það er það ekki. Það má eiginlega segja að upp úr sumardeginum fyrsta þá fari nú að slaka á veðrakerfunum hjá okkur, þar á meðal vindinum. Það er frekar að maður myndi búast við mikilli úrkomu heldur en svona miklum vindi yfir sumarið. En þetta getur að sjálfsögðu alltaf gerst, við erum alltaf að fá lægðir á okkur annars slagið allt árið.“ Hún segir ekki lægðir eins og þessa í kortunum á næstunni. „Næstu daga eru suðlægar áttir, einhver rigning eða skúrir sunnan- og vestanlands en norðaustan til á að vera nokkuð þurrt og jafnvel bjart í vikunni og mun hægari vindur. Þannig að við erum ekki að sjá neitt í líkingu við þetta á næstunni,“ segir Birta. En er ekkert að koma sumar hérna í Reykjavík? „Það er mjög góð spurning,“ segir Birta hlæjandi og bætir við: „Það er allavega ekki útlit fyrir 20 stiga hita og sól á næstunni.“
Veður Tengdar fréttir Vegagerðin varar við vindi Vegagerðin segir fulla ástæðu til að hafa varann á vegna vinds framan af deginum í dag. 25. júní 2018 06:00 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Vilja hvalkjöt af matseðlinum Innlent Fleiri fréttir Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sjá meira
Vegagerðin varar við vindi Vegagerðin segir fulla ástæðu til að hafa varann á vegna vinds framan af deginum í dag. 25. júní 2018 06:00