Breskir ráðherrar ósáttir við viðvaranir fyrirtækja um Brexit Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2018 14:47 Brexit var mótmælt í London í gær á tveggja ára afmæli þjóðaratkvæðagreiðslunnar örlagaríku. Vísir/Getty Viðvaranir stórfyrirtækja um afleiðingar þess ef Bretar segja skilið við Evrópusambandsins án þess að fyrir liggi samningur um framtíðarsamband þeirra eru „fullkomlega óviðeigandi“ að mati Jeremy Hunt, heilbrigðisráðherra Bretlands. Hann segir viðvaranirnar grafa undan Theresu May, forsætisráðherra, í viðræðum hennar við fulltrúa ESB. Merki eru um að gjá sé að myndast á milli stjórnenda fyrirtækja og forystu Íhaldsflokksins vegna Brexit. Flugvélaframleiðandinn Airbus varaði við því að framtíð fyrirtækisins á Bretlandi gæti verið í uppnámi ef svonefnt hart Brexit verður ofan á með engum samningi á milli Breta og ESB. Fyrirtækið framleiðir alla vængi á farþegaflugvélar sínar á Bretlandi. Fleiri fyrirtæki hafa lýst áhyggjum sínum af stöðunni en lítið hefur þokast í samkomulagsátt á milli breska stjórnvalda og ESB. Harðlínumenn í Íhaldsflokknum hafa ennfremur þrýst á May að útiloka ekki að segja skilið við sambandið án nokkurs samnings ef kjörin sem ESB býður eru ekki Bretum þóknanleg. Hunt, sem er talinn áhrifamikill innan Íhaldsflokksins, er ekki sáttur við viðvaranir fyrirtækjanna. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC vísaði hann til viðkvæmrar stöðu í Brexit-samningaviðræðunum og mikilvægis þess að Bretar fylktu sér að baki May. „Því meira sem við gröfum undan Theresu May því líklegra er að við endum með graut sem verður alger hörmung fyrir alla,“ sagði Hunt. Liam Fox, alþjóðaviðskiptaráðherrann, tók í sama streng og sagði viðvörunarorð fyrirtækjanna grafa undan samningsstöðu Breta, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Fólkið sem setur þessi ummæli fram verður að skilja að það gæti verið að setja Bretland í krappa stöðu með því að setja þau fram,“ sagði Fox. Þá bárust fréttir af því um helgina að Boris Johnson, utanríkisráðherra, hefði hafnað áhyggjum viðskiptalífsins með fúkyrði á fundi með evrópskum erindrekum. Brexit Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Viðvaranir stórfyrirtækja um afleiðingar þess ef Bretar segja skilið við Evrópusambandsins án þess að fyrir liggi samningur um framtíðarsamband þeirra eru „fullkomlega óviðeigandi“ að mati Jeremy Hunt, heilbrigðisráðherra Bretlands. Hann segir viðvaranirnar grafa undan Theresu May, forsætisráðherra, í viðræðum hennar við fulltrúa ESB. Merki eru um að gjá sé að myndast á milli stjórnenda fyrirtækja og forystu Íhaldsflokksins vegna Brexit. Flugvélaframleiðandinn Airbus varaði við því að framtíð fyrirtækisins á Bretlandi gæti verið í uppnámi ef svonefnt hart Brexit verður ofan á með engum samningi á milli Breta og ESB. Fyrirtækið framleiðir alla vængi á farþegaflugvélar sínar á Bretlandi. Fleiri fyrirtæki hafa lýst áhyggjum sínum af stöðunni en lítið hefur þokast í samkomulagsátt á milli breska stjórnvalda og ESB. Harðlínumenn í Íhaldsflokknum hafa ennfremur þrýst á May að útiloka ekki að segja skilið við sambandið án nokkurs samnings ef kjörin sem ESB býður eru ekki Bretum þóknanleg. Hunt, sem er talinn áhrifamikill innan Íhaldsflokksins, er ekki sáttur við viðvaranir fyrirtækjanna. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC vísaði hann til viðkvæmrar stöðu í Brexit-samningaviðræðunum og mikilvægis þess að Bretar fylktu sér að baki May. „Því meira sem við gröfum undan Theresu May því líklegra er að við endum með graut sem verður alger hörmung fyrir alla,“ sagði Hunt. Liam Fox, alþjóðaviðskiptaráðherrann, tók í sama streng og sagði viðvörunarorð fyrirtækjanna grafa undan samningsstöðu Breta, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Fólkið sem setur þessi ummæli fram verður að skilja að það gæti verið að setja Bretland í krappa stöðu með því að setja þau fram,“ sagði Fox. Þá bárust fréttir af því um helgina að Boris Johnson, utanríkisráðherra, hefði hafnað áhyggjum viðskiptalífsins með fúkyrði á fundi með evrópskum erindrekum.
Brexit Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira