Engin bænastund enn þá hjá íslenska landsliðinu Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar 24. júní 2018 10:00 Emil Hallfreðsson ásamt fjölskyldunni eftir jafnteflið gegn Argentínu. Emil átti frábæran leik á miðjunni en þurfti að sætta sig við það hlutskipti að verma bekkinn gegn Nígeríu. Vísir/Vilhelm Emil Hallfreðsson, miðjumaður íslenska liðsins, segir að liðinu hafi gengið vel að gera upp 2-0 tapið gegn Nígeríu. Hann sagði í viðtali við Vísi eftir leikinn, þar sem hann þurfti að sitja á varamannabekknum, að jákvæða orku og trú þyrfti til að leikmenn ættu möguleika á að ná sigri gegn Króatíu í Rostov á þriðjudaginn. Emil er trúaður maður, er í Fíladelfíu, og var spurður að því á blaðamannafundi þeirra Kára Árnasonar fyrir hönd íslenska landsliðsins í morgun hvort trú hans hefði eitthvað nýst í undirbúningnum fyrir Króatíuleikinn. „Við höfum allavega ekki tekið bænastund saman enn þá, hópurinn,“ sagði Emil við spurningu blaðamanns og sló á létta strengi. Trú hans skipti ekki máli, heldur trúin á verkefnið bætti Hafnfirðingurinn við. Emil Hallfreðsson á blaðamannafundinum í morgun.Vísir/Vilhelm Emil fékk þau skilaboð frá Heimi Hallgrímssyni í aðdraganda leiksins gegn Nígeríu að hann yrði á bekknum. Spilað yrði með tvo framherja í leikkerfinu 4-4-2. Því væri bara pláss fyrir tvo miðjumenn, Aron Einar Gunnarsson og Gylfa Þór Sigurðsson. Emil hitaði að vísu vel upp í hálfleik í Volgograd þar sem Aron Einar fékk högg á síðuna. Fyrirliðinn hristi það af sér og spilaði nánast allt til enda. „Við þekkjum hann, hann náði að komast í gegnum þennan leik.“ Emil Hallfreðsson í baráttunni gegn Luka Modric á Laugardalsvelli í fyrra.Fréttablaðið/Ernir Emil er bjartsýnn fyrir lokaleikinn gegn Króatíu. Telur okkar menn vel geta unnið þann leik og komist áfram. „Við ætlum að trúa því að það gerist,“ sagði Emil. Lykilatriði í því hafi verið að gera upp Nígeríuleikinn sem fyrst. „Það þýðir ekkert að staldra við þann leik. Það er bara strax næsta verkefni,“ segir Emil. Það þurfi jákvæðni og jákvæða orku allt í kringum liðið í aðdragandanum fyrir Króatíu. „Til að við fáum enn þá meiri fíling og trú á verkefninu. Það er það sem getur skipt sköpum.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Sjá meira
Emil Hallfreðsson, miðjumaður íslenska liðsins, segir að liðinu hafi gengið vel að gera upp 2-0 tapið gegn Nígeríu. Hann sagði í viðtali við Vísi eftir leikinn, þar sem hann þurfti að sitja á varamannabekknum, að jákvæða orku og trú þyrfti til að leikmenn ættu möguleika á að ná sigri gegn Króatíu í Rostov á þriðjudaginn. Emil er trúaður maður, er í Fíladelfíu, og var spurður að því á blaðamannafundi þeirra Kára Árnasonar fyrir hönd íslenska landsliðsins í morgun hvort trú hans hefði eitthvað nýst í undirbúningnum fyrir Króatíuleikinn. „Við höfum allavega ekki tekið bænastund saman enn þá, hópurinn,“ sagði Emil við spurningu blaðamanns og sló á létta strengi. Trú hans skipti ekki máli, heldur trúin á verkefnið bætti Hafnfirðingurinn við. Emil Hallfreðsson á blaðamannafundinum í morgun.Vísir/Vilhelm Emil fékk þau skilaboð frá Heimi Hallgrímssyni í aðdraganda leiksins gegn Nígeríu að hann yrði á bekknum. Spilað yrði með tvo framherja í leikkerfinu 4-4-2. Því væri bara pláss fyrir tvo miðjumenn, Aron Einar Gunnarsson og Gylfa Þór Sigurðsson. Emil hitaði að vísu vel upp í hálfleik í Volgograd þar sem Aron Einar fékk högg á síðuna. Fyrirliðinn hristi það af sér og spilaði nánast allt til enda. „Við þekkjum hann, hann náði að komast í gegnum þennan leik.“ Emil Hallfreðsson í baráttunni gegn Luka Modric á Laugardalsvelli í fyrra.Fréttablaðið/Ernir Emil er bjartsýnn fyrir lokaleikinn gegn Króatíu. Telur okkar menn vel geta unnið þann leik og komist áfram. „Við ætlum að trúa því að það gerist,“ sagði Emil. Lykilatriði í því hafi verið að gera upp Nígeríuleikinn sem fyrst. „Það þýðir ekkert að staldra við þann leik. Það er bara strax næsta verkefni,“ segir Emil. Það þurfi jákvæðni og jákvæða orku allt í kringum liðið í aðdragandanum fyrir Króatíu. „Til að við fáum enn þá meiri fíling og trú á verkefninu. Það er það sem getur skipt sköpum.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Sjá meira