Bakkusbræður Lára G. Sigurðardóttir skrifar 3. desember 2018 07:30 Myndir þú skilja barnið þitt eftir hjá dagmömmu sem angar af áfengi? Stíga upp í flugvél í umsjá flugmanns sem er orðinn léttur? ...eða leggjast undir hnífinn hjá ölvuðum skurðlækni? Hvað með að treysta blekuðum þingmanni til að stjórna landinu? Bakkus hefur lengi loðað við Alþingi en í gegnum tíðina hefur merkilega lítið verið agnúast út í það. Bakkus er jú vinsæll því hann fyllir okkur af sæluvímu enda var hann lengi vel best þekktur sem vínguð Rómverja. Bakkus karlinn er nefnilega klókur. Þegar hann sendir okkur inn í sæluheim vellíðunar er hann rétt að undirbúa vinnu sína. Það eru ekki margir jafnskæðir og hann, að eiga þátt í að valda yfir 200 kvillum sem hrjá okkur mennina. Og hann hlífir ekki heilanum. Rannsóknir sýna að heili alkóhólista skreppur saman sem hefur meðal annars í för með sér að þeir eiga erfitt með að tileinka sér nýja þekkingu og þjást af minnistruflunum. Framheilinn er aðalskotmarkið – blóðflæði þar mælist allt að 65% minna – en það er sá hluti heilans sem bremsar okkur af í að gera einhverja vitleysu sem við myndum sjá eftir, leysir flókin vandamál, skipuleggur framtíðina og tekur vitrænar ákvarðanir. Sem betur fer geta þessar breytingar gengið til baka hjá stórum hluta þeirra sem segja skilið við Bakkus. Það er fyrir neðan virðingu Alþingis, og í raun hvaða vinnustaðar sem er, að starfsmenn þess lítilsvirði samstarfsmenn sína með niðrandi baktali og kynferðislegum athugasemdum. Það er ekki hægt að skella skuldinni á boðsgestinn Bakkus. Áfengisneysla á alls ekki að líðast á vinnutíma. Hvorki hjá mér eða þér – né þingmönnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Myndir þú skilja barnið þitt eftir hjá dagmömmu sem angar af áfengi? Stíga upp í flugvél í umsjá flugmanns sem er orðinn léttur? ...eða leggjast undir hnífinn hjá ölvuðum skurðlækni? Hvað með að treysta blekuðum þingmanni til að stjórna landinu? Bakkus hefur lengi loðað við Alþingi en í gegnum tíðina hefur merkilega lítið verið agnúast út í það. Bakkus er jú vinsæll því hann fyllir okkur af sæluvímu enda var hann lengi vel best þekktur sem vínguð Rómverja. Bakkus karlinn er nefnilega klókur. Þegar hann sendir okkur inn í sæluheim vellíðunar er hann rétt að undirbúa vinnu sína. Það eru ekki margir jafnskæðir og hann, að eiga þátt í að valda yfir 200 kvillum sem hrjá okkur mennina. Og hann hlífir ekki heilanum. Rannsóknir sýna að heili alkóhólista skreppur saman sem hefur meðal annars í för með sér að þeir eiga erfitt með að tileinka sér nýja þekkingu og þjást af minnistruflunum. Framheilinn er aðalskotmarkið – blóðflæði þar mælist allt að 65% minna – en það er sá hluti heilans sem bremsar okkur af í að gera einhverja vitleysu sem við myndum sjá eftir, leysir flókin vandamál, skipuleggur framtíðina og tekur vitrænar ákvarðanir. Sem betur fer geta þessar breytingar gengið til baka hjá stórum hluta þeirra sem segja skilið við Bakkus. Það er fyrir neðan virðingu Alþingis, og í raun hvaða vinnustaðar sem er, að starfsmenn þess lítilsvirði samstarfsmenn sína með niðrandi baktali og kynferðislegum athugasemdum. Það er ekki hægt að skella skuldinni á boðsgestinn Bakkus. Áfengisneysla á alls ekki að líðast á vinnutíma. Hvorki hjá mér eða þér – né þingmönnum.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun