Brasilíumenn nýttu sér uppbótartímann vel og unnu mikilvægan sigur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júní 2018 14:00 Neymar fagnar marki sínu. Vísir/Getty Brasilíumenn þurftu að skjóta oft og bíða lengi eftir mörkunum sínum á móti Kosta Ríka á HM í fótbolta í Rússlandi í dag en þau komu loksins í uppbótartíma. Mörk frá Philippe Coutinho og Neymar björguðu Brasilíumönnum frá mjög erfiðri stöðu í lokaumferðinni. Philippe Coutinho skoraði markið sem braut ísinn á fyrstu mínútu í uppbótartíma og Neymar innsiglaði sigurinn í blálokin. Leikmenn Kosta Ríka börðust hetjulega allan leikinn og héldu út í 90 mínútur. Það var ekki nóg því Brasilíumenn nýttu sér uppbótartímann vel. Keylor Navas hafði oft varið mjög vel í marki Kosta Ríka og boltinn skall líka í slánni á marki liðsins. Neymar hélt líka að hann hefði fiskað vítaspyrnu en nú sáu myndbandadómararnir til þess að vítið var tekið til baka. Björn Kuipers, dómari leiksins, fór og skoðaði atvikið og hætti í framhaldinu við að dæma víti. Neymar var ítrekað sparkaður niður í leiknum og fór líka illa með nokkur góð tækifæri. Eftir markið hans í lokin brotnaði hann niður og grét enda pressan á honum rosaleg. Brasilíumenn hafa ekki spilað nógu vel í upphafi mótsins en nú er spurning hvort þessi endasprettur kveiki í liðinu. Neymar náði inn langþráðu marki og Brasilía er nú með fjögur stig fyrir lokaumferðina. Kosta Ríka er enn án stiga og þeir eru því úr leik.Neymar's goal was his 56th for #BRA, which puts him alone in 3rd on Brazil's all-time scoring list. He trails 2 pretty good players: pic.twitter.com/E2z08FOmRM — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 22, 2018 HM 2018 í Rússlandi
Brasilíumenn þurftu að skjóta oft og bíða lengi eftir mörkunum sínum á móti Kosta Ríka á HM í fótbolta í Rússlandi í dag en þau komu loksins í uppbótartíma. Mörk frá Philippe Coutinho og Neymar björguðu Brasilíumönnum frá mjög erfiðri stöðu í lokaumferðinni. Philippe Coutinho skoraði markið sem braut ísinn á fyrstu mínútu í uppbótartíma og Neymar innsiglaði sigurinn í blálokin. Leikmenn Kosta Ríka börðust hetjulega allan leikinn og héldu út í 90 mínútur. Það var ekki nóg því Brasilíumenn nýttu sér uppbótartímann vel. Keylor Navas hafði oft varið mjög vel í marki Kosta Ríka og boltinn skall líka í slánni á marki liðsins. Neymar hélt líka að hann hefði fiskað vítaspyrnu en nú sáu myndbandadómararnir til þess að vítið var tekið til baka. Björn Kuipers, dómari leiksins, fór og skoðaði atvikið og hætti í framhaldinu við að dæma víti. Neymar var ítrekað sparkaður niður í leiknum og fór líka illa með nokkur góð tækifæri. Eftir markið hans í lokin brotnaði hann niður og grét enda pressan á honum rosaleg. Brasilíumenn hafa ekki spilað nógu vel í upphafi mótsins en nú er spurning hvort þessi endasprettur kveiki í liðinu. Neymar náði inn langþráðu marki og Brasilía er nú með fjögur stig fyrir lokaumferðina. Kosta Ríka er enn án stiga og þeir eru því úr leik.Neymar's goal was his 56th for #BRA, which puts him alone in 3rd on Brazil's all-time scoring list. He trails 2 pretty good players: pic.twitter.com/E2z08FOmRM — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 22, 2018
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti