Þjálfari Nígeríu býst við 20 þúsund Íslendingum á leikinn Henry Birgir Gunnarsson í Volgograd skrifar 21. júní 2018 14:47 Rohr var hress á fundinum. vísir/getty Gernot Rohr, þjálfari Nígeríu, var algerlega úti að aka á blaðamannafundi Nígeríu áðan því hann sagði að sitt lið væri á útivelli því von væri á 20 þúsund Íslendingum á leikinn. Það er auðvitað víðs fjarri sannleikanum því þeir eru nærri 3.000. Rohr sagði að von væri á 250 Nígeríumönnum en þeir verða reyndar álíka margir og Íslendingarnir. Annars vildi hann ekkert gefa upp um hernaðartaktík sína fyrir leikinn á morgun. „Ég mun ekki gefa neitt upp um það. Við vorum vel skipulagður gegn Króatíu en töpuðum samt. Gáfum heimskuleg mörk. Þetta verður allt öðruvísi leikur,“ sagði Rohr en hann ber virðingu fyrir íslenska liðinu. „Ég ber mikla virðingu fyrir íslenska liðinu sem hefur verið að standa sig frábærlega og gerði góða hluti gegn Argentínu. Það er mjög erfitt að vinna Ísland. Þeir hafa góða leikmenn og spila sem lið. Það verður gaman að sjá okkur gegn þeim.“ Rohr hefur verið gagnrýndur fyrir að gera of miklar breytingar á liðinu og svo var Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, á meðal þeirra sem ganrýndu hann fyrir að spila John Obi Mikel í tíunni. „Mér er alveg sama hvað menn segja um þetta. Ég tók eftir því að þekktur þjálfari gagnrýndi mig en þetta hefur gengið vel svona. Ef ég hefði frekar spilað honum í sexunni og við tapað þá hefði ég líka verið gagnrýndur,“ sagði Rohr en hann var mjög duglegur að tala sitt lið niður á fundinum. „Við erum með yngsta lið mótsins og því engar stórar stjörnur. Við eigum Obi Mikel sem er enn mjög góður og svo Victor Moses sem allir þekkja. Svo erum við vonandi með framtíðarstjörnur. Við verðum með frábært lið árið 2022. Við erum að byggja upp til framtíðar.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Sjá meira
Gernot Rohr, þjálfari Nígeríu, var algerlega úti að aka á blaðamannafundi Nígeríu áðan því hann sagði að sitt lið væri á útivelli því von væri á 20 þúsund Íslendingum á leikinn. Það er auðvitað víðs fjarri sannleikanum því þeir eru nærri 3.000. Rohr sagði að von væri á 250 Nígeríumönnum en þeir verða reyndar álíka margir og Íslendingarnir. Annars vildi hann ekkert gefa upp um hernaðartaktík sína fyrir leikinn á morgun. „Ég mun ekki gefa neitt upp um það. Við vorum vel skipulagður gegn Króatíu en töpuðum samt. Gáfum heimskuleg mörk. Þetta verður allt öðruvísi leikur,“ sagði Rohr en hann ber virðingu fyrir íslenska liðinu. „Ég ber mikla virðingu fyrir íslenska liðinu sem hefur verið að standa sig frábærlega og gerði góða hluti gegn Argentínu. Það er mjög erfitt að vinna Ísland. Þeir hafa góða leikmenn og spila sem lið. Það verður gaman að sjá okkur gegn þeim.“ Rohr hefur verið gagnrýndur fyrir að gera of miklar breytingar á liðinu og svo var Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, á meðal þeirra sem ganrýndu hann fyrir að spila John Obi Mikel í tíunni. „Mér er alveg sama hvað menn segja um þetta. Ég tók eftir því að þekktur þjálfari gagnrýndi mig en þetta hefur gengið vel svona. Ef ég hefði frekar spilað honum í sexunni og við tapað þá hefði ég líka verið gagnrýndur,“ sagði Rohr en hann var mjög duglegur að tala sitt lið niður á fundinum. „Við erum með yngsta lið mótsins og því engar stórar stjörnur. Við eigum Obi Mikel sem er enn mjög góður og svo Victor Moses sem allir þekkja. Svo erum við vonandi með framtíðarstjörnur. Við verðum með frábært lið árið 2022. Við erum að byggja upp til framtíðar.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Sjá meira