Nýtti tækifærið og þakkaði strákunum okkar fyrir kveðjuna fallegu Tómas Þór Þórðarson í Volgograd skrifar 21. júní 2018 17:45 Öll liðin á HM eru með 23 manna leikmannahópa en Nígería bætti heiðurssæti við fyrir markvörðinn Carl Ikeme sem glímir við krabbamein og getur ekki spilað fótbolta. Ikeme var samherji Jóns Daða Böðvarssonar, framherja íslenska liðsins, hjá Úlfunum tímabilið 2016/2017 en hann greindist með krabbamein í júlí á síðasta ári. Jón Daði fór svo til Reading. Strákarnir okkar létu merkja íslenska treyju númer eitt með nafni Ikeme og sendu honum fallega baráttukveðju sem Jón Daði birti á Twitter-síðu sinni. „Þetta kom frá liðinu. Jón Daði spilaði með honum hjá Úlfunum. Við óskum honum alls hins besta. Við vildum bara sýna að fótbolti er bara ein stór fjölskylda. Við stöndum allir saman,“ segir Aron Einar, landsliðsfyrirliði, um þennan gjörning og Heimir Hallgrímsson tekur undir.All of us in @footballiceland are with you @Carl_Ikeme pic.twitter.com/LMy4fumDj5 — Jon Dadi Bodvarsson (@jondadi) June 17, 2018 „Þetta er stór fjölskylda. Alveg sama þó svo að við séum að fara að spila á móti Nígeríu er þetta miklu stærra en fótbolti. Við óskum honum því alls hins besta,“ segir hann. Heimurinn er ekki stór og þrátt fyrir að 190 milljónir manna búi í Nígeríu var næsti blaðamaður sem fékk að spyrja vinur Ikeme og hann nýtti tækifærið til að þakka fyrir sig og vin sinn fyrst hann sat til móts við Heimi og Aron. „Ég vil þakka ykkur fyrir kveðju til Carl Ikeme. Hann er persónulegur vinur minn. Þetta var fallega gert,“ sagði sá nígeríski.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hoppað í hitanum við Volgu | Myndasyrpa Vilhelm Gunnarsson myndaði strákanna okkar í steikjandi hita á Volgorad Arena 21. júní 2018 13:15 Landsliðsfyrirliðinn kom ljósmyndara Fréttablaðsins til bjargar Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltlandsliðsins, er heimsþekktur fyrir það að stjórna Víkingaklappinu og stýra íslenska landsliðinu til afreka á stórmótum. Hann vakir hinsvegar yfir öllum Íslendingum í kringum sig eins og kom í ljós í dag. 21. júní 2018 10:54 Heimir hefur ekkert talað við Lars Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur ekkert talað við Lars Lagerback, fyrrum þjálfara íslenska landsliðsins. 21. júní 2018 10:32 Ætlaði að mæla grasið sem strákarnir spila á en hitti á gervigras Rússneskur blaðamaður spurði svo strákana okkar út í grasið út frá röngum upplýsingum. 21. júní 2018 15:00 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Sjá meira
Öll liðin á HM eru með 23 manna leikmannahópa en Nígería bætti heiðurssæti við fyrir markvörðinn Carl Ikeme sem glímir við krabbamein og getur ekki spilað fótbolta. Ikeme var samherji Jóns Daða Böðvarssonar, framherja íslenska liðsins, hjá Úlfunum tímabilið 2016/2017 en hann greindist með krabbamein í júlí á síðasta ári. Jón Daði fór svo til Reading. Strákarnir okkar létu merkja íslenska treyju númer eitt með nafni Ikeme og sendu honum fallega baráttukveðju sem Jón Daði birti á Twitter-síðu sinni. „Þetta kom frá liðinu. Jón Daði spilaði með honum hjá Úlfunum. Við óskum honum alls hins besta. Við vildum bara sýna að fótbolti er bara ein stór fjölskylda. Við stöndum allir saman,“ segir Aron Einar, landsliðsfyrirliði, um þennan gjörning og Heimir Hallgrímsson tekur undir.All of us in @footballiceland are with you @Carl_Ikeme pic.twitter.com/LMy4fumDj5 — Jon Dadi Bodvarsson (@jondadi) June 17, 2018 „Þetta er stór fjölskylda. Alveg sama þó svo að við séum að fara að spila á móti Nígeríu er þetta miklu stærra en fótbolti. Við óskum honum því alls hins besta,“ segir hann. Heimurinn er ekki stór og þrátt fyrir að 190 milljónir manna búi í Nígeríu var næsti blaðamaður sem fékk að spyrja vinur Ikeme og hann nýtti tækifærið til að þakka fyrir sig og vin sinn fyrst hann sat til móts við Heimi og Aron. „Ég vil þakka ykkur fyrir kveðju til Carl Ikeme. Hann er persónulegur vinur minn. Þetta var fallega gert,“ sagði sá nígeríski.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hoppað í hitanum við Volgu | Myndasyrpa Vilhelm Gunnarsson myndaði strákanna okkar í steikjandi hita á Volgorad Arena 21. júní 2018 13:15 Landsliðsfyrirliðinn kom ljósmyndara Fréttablaðsins til bjargar Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltlandsliðsins, er heimsþekktur fyrir það að stjórna Víkingaklappinu og stýra íslenska landsliðinu til afreka á stórmótum. Hann vakir hinsvegar yfir öllum Íslendingum í kringum sig eins og kom í ljós í dag. 21. júní 2018 10:54 Heimir hefur ekkert talað við Lars Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur ekkert talað við Lars Lagerback, fyrrum þjálfara íslenska landsliðsins. 21. júní 2018 10:32 Ætlaði að mæla grasið sem strákarnir spila á en hitti á gervigras Rússneskur blaðamaður spurði svo strákana okkar út í grasið út frá röngum upplýsingum. 21. júní 2018 15:00 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Sjá meira
Hoppað í hitanum við Volgu | Myndasyrpa Vilhelm Gunnarsson myndaði strákanna okkar í steikjandi hita á Volgorad Arena 21. júní 2018 13:15
Landsliðsfyrirliðinn kom ljósmyndara Fréttablaðsins til bjargar Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltlandsliðsins, er heimsþekktur fyrir það að stjórna Víkingaklappinu og stýra íslenska landsliðinu til afreka á stórmótum. Hann vakir hinsvegar yfir öllum Íslendingum í kringum sig eins og kom í ljós í dag. 21. júní 2018 10:54
Heimir hefur ekkert talað við Lars Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur ekkert talað við Lars Lagerback, fyrrum þjálfara íslenska landsliðsins. 21. júní 2018 10:32
Ætlaði að mæla grasið sem strákarnir spila á en hitti á gervigras Rússneskur blaðamaður spurði svo strákana okkar út í grasið út frá röngum upplýsingum. 21. júní 2018 15:00