Lífið

Fyrsti dagur Secret Solstice

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
GKR og Óttarr Proppé áttu skemmtilegt spjall til að hita upp fyrir hátíðina.
GKR og Óttarr Proppé áttu skemmtilegt spjall til að hita upp fyrir hátíðina. Secret Solstice
Secret Solstice hátíðin hefst í dag og er dagskráin ekki af verri endanum. Hliðið opnar klukkan fimm í dag og er það Sylvía Erla sem opnar hátíðina í ár. Eins og kom fram á Vísi í gær var gerð breyting á dagskránni. JóiP og Króli sem áttu að koma fram í kvöld verða þess í stað á hátíðinni á laugardaginn. Um 500 manns, þar af 50 til 100 sjálfboðaliðar, koma að undirbúningi hátíðarinnar með einum eða öðrum hætti. 

Dagskrá fyrsta dagsins lítur svona út: 

17:30 Sylvía 

18:25 Reykjavíkurdætur 

19:20 Steve Aoki 

20:00 Biggi Veira (GusGus) b2b Cosmic Bullshit 

21:10 Jet Black Joe

22:30 Bonny Tyler

00:00 Charlotte De Witte

Hér að neðan má sjá GKR og Óttarr Proppé gefa hvor öðrum góð ráð en þeir koma báðir fram á hátíðinni. Þar ræða þeir mikilvæg málefni eins og hjólabuxur, sólarvörn, að nota sólgleraugu inni, Glow Stick, Gucci Mane og fleira. 


Tengdar fréttir

Heita betri umgengni á Secret Solstice með sérhæfðu tiltektarfyrirtæki

Um 500 manns, þar af 50-100 sjálfboðaliðar, koma að undirbúningi hátíðarinnar með einum eða öðrum hætti, að sögn Jóns. Mikil spenna ríkir í undirbúningshópnum og þá má ætla að gestir hátíðarinnar séu einnig spenntir, nú þegar herlegheitin eru rétt handan við hornið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.