Óvíst hvað verður um börnin Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. júní 2018 11:33 Það er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum. Vísir/AP Forsetatilskipunin sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, undirritaði í gær, sem í felst að Bandaríkjastjórn hverfi frá þeirri stefnu að skilja að börn ólöglegra innflytjenda og foreldra þeirra, hefur vakið upp margar spurningar sem enn er ósvarað. Þá er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum. Embættismenn hafa sagt að unnið sé að því að koma þeim aftur til fjölskyldna sinna eins fljótt og auðið er en hafa ekki veitt nein skýr svör um hvernig það komi til með að gerast. Tilskipunin, sem er fjögurra blaðsíðna plagg, kveður á um að fjölskyldur, sem koma ólöglega til landsins, verða ekki aðskildar við komuna heldur haldið saman í að minnsta kosti tuttugu daga. Stefnan er ennþá hörð og verða ólöglegir innflytjendur áfram hnepptir í varðhald eins og verið hefur síðustu vikur en ekki aðskildir frá börnum sínum.Í gær skrifaði Donald Trump undir forsetatilskipunina.vísir/APStefnubreyting Trumps gerðist með óvæntum hætti og, að því er virðist, félögum hans í Repúblikanaflokknum að óvörum því margir þeirra fréttu af undirritun forsetatilskipunarinnar í gegnum fjölmiðla, nánar tiltekið í frétt AP sem sagði fyrst frá fyrirætlunum hans síðdegis í gær. Peter Schey, lögmaður sem hefur aðstoðað börn ólöglegra innflytjenda, segist fagna stefnubreytingu yfirvalda. Stefnan sem nefnist „ekkert umburðarlyndi“ hafi verið með öllu ómannúðleg. Hann segir aftur á móti að hann hafi miklar áhyggjur af þeim börnum – sem eru fleiri en 2000 talsins – sem hafa þegar verið aðskilin frá foreldrum sínum. Tom Carper, þingmaður Demókrataflokksins, lýsti í dag yfir áhyggjum sínum af stöðu mála. Hann segir að það sé ekki ljóst að foreldrar geti yfir höfuð haft uppi á börnum sínum. Hart hefur verið sótt að Bandaríkjastjórn fyrir hina umdeildu innflytjendastefnu sem skilur börn frá foreldrum sínum.vísir/apFangelsi enginn staður fyrir börnÞá hefur Kay Bellor, varaforseti innflytjendasamtaka sagt: „Börn munu nú ekki verða hrifsuð frá foreldrum sínum í þeim eina tilgangi að hræða innflytjendur en verða þess í stað sett í fangelsi með foreldrum sínum. Fangelsi er aldrei viðeigandi staður fyrir barn.“ Upphaflega lýsti forsetinn því yfir að hann væri algjörlega valdalaus gagnvart ástandinu og vísaði ábyrgðinni á þingið. Það var ekki fyrr en alþjóðasamfélagið lagðist á eitt og fordæmdi meðferðina á börnunum sem Trump brást við og skrifaði undir forsetatilskipunina, sem sýnir auðvitað að hann var sannarlega ekki valdalaus yfir örlögum barnanna eins og hann hafði áður haldið fram.Konurnar á bakvið tjöldinRáðherra heimavarna, Kirstjen Nielsen, varð eins konar andlit stefnu aðskilnaðar út á við eftir harðsnúinn blaðamannafund á mánudaginn þar sem hún varði aðskilnaðinn með kjafti og klóm. Hún sagði staðföst: „Við biðjumst ekki afsökunar á því að vinna vinnuna okkar.“ Eftir fundinn var hart sótt að Nielsen og var meðal annars mótmælt fyrir utan heimili hennar og þá varð mikil uppákoma þegar hún snæddi kvöldverð á mexíkóskum veitingastað skammt frá Hvíta húsinu og hópur fólks hrópaði ókvæðisorð að henni og sagði henni að skammast sín fyrir framgöngu sína. Melania Trump hefur þrýst á Donald Trump að bæta úr ástandinu.Vísir/apÞá rituðu fyrrverandi skólasystkini hennar úr Berkley opið bréf, stílað á Nielsen þar sem meðferðin á innflytjendabörnum var fordæmd. Heimildir AP fréttastofunnar herma að Nielsen hafi í kjölfarið beitt sér fyrir því að Trump mildaði stefnuna til þess að ná tökum á ástandinu. Svo virðist sem Nielsen hafi haft erindi sem erfiði því í gær skrifaði forsetinn undir tilskipunina. Þá hefur komið fram í erlendum fjölmiðlum að Melania Trump, forsetafrú, hafi þrýst á eiginmann sinn „á bak við tjöldin“ að gera allt sem í hans valdi stæði að aftra því að börn verði tekin frá foreldrum sínum. Þetta á einnig við um elstu dóttur Trumps „Eiginkona mín hefur sterkar skoðanir á þessu,“ sagði Trump í Hvíta húsinu við undirritunina. Bandaríkin Tengdar fréttir Gefa lítið fyrir ákvörðun Trump: „Eins og að vilja þakkir fyrir að leysa glæpinn sem þú framdir“ Spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum virðast gefa lítið fyrir ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna aðskilnað barna frá foreldrum sínum á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 21. júní 2018 10:15 Trump bannar aðskilnað barna frá foreldrum sínum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skrifað undir tilskipun sem stöðvar aðskilnað barna frá foreldrum sínum við landamæri landsins. 20. júní 2018 19:37 Trump ætlar að „skrifa undir eitthvað“ varðandi aðskilnað barna frá foreldrum sínum Heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, Kirstjen Nielsen, hefur unnið drög að tilskipun um að börn verði ekki aðskilin frá foreldrum sínum. 20. júní 2018 16:36 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Forsetatilskipunin sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, undirritaði í gær, sem í felst að Bandaríkjastjórn hverfi frá þeirri stefnu að skilja að börn ólöglegra innflytjenda og foreldra þeirra, hefur vakið upp margar spurningar sem enn er ósvarað. Þá er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum. Embættismenn hafa sagt að unnið sé að því að koma þeim aftur til fjölskyldna sinna eins fljótt og auðið er en hafa ekki veitt nein skýr svör um hvernig það komi til með að gerast. Tilskipunin, sem er fjögurra blaðsíðna plagg, kveður á um að fjölskyldur, sem koma ólöglega til landsins, verða ekki aðskildar við komuna heldur haldið saman í að minnsta kosti tuttugu daga. Stefnan er ennþá hörð og verða ólöglegir innflytjendur áfram hnepptir í varðhald eins og verið hefur síðustu vikur en ekki aðskildir frá börnum sínum.Í gær skrifaði Donald Trump undir forsetatilskipunina.vísir/APStefnubreyting Trumps gerðist með óvæntum hætti og, að því er virðist, félögum hans í Repúblikanaflokknum að óvörum því margir þeirra fréttu af undirritun forsetatilskipunarinnar í gegnum fjölmiðla, nánar tiltekið í frétt AP sem sagði fyrst frá fyrirætlunum hans síðdegis í gær. Peter Schey, lögmaður sem hefur aðstoðað börn ólöglegra innflytjenda, segist fagna stefnubreytingu yfirvalda. Stefnan sem nefnist „ekkert umburðarlyndi“ hafi verið með öllu ómannúðleg. Hann segir aftur á móti að hann hafi miklar áhyggjur af þeim börnum – sem eru fleiri en 2000 talsins – sem hafa þegar verið aðskilin frá foreldrum sínum. Tom Carper, þingmaður Demókrataflokksins, lýsti í dag yfir áhyggjum sínum af stöðu mála. Hann segir að það sé ekki ljóst að foreldrar geti yfir höfuð haft uppi á börnum sínum. Hart hefur verið sótt að Bandaríkjastjórn fyrir hina umdeildu innflytjendastefnu sem skilur börn frá foreldrum sínum.vísir/apFangelsi enginn staður fyrir börnÞá hefur Kay Bellor, varaforseti innflytjendasamtaka sagt: „Börn munu nú ekki verða hrifsuð frá foreldrum sínum í þeim eina tilgangi að hræða innflytjendur en verða þess í stað sett í fangelsi með foreldrum sínum. Fangelsi er aldrei viðeigandi staður fyrir barn.“ Upphaflega lýsti forsetinn því yfir að hann væri algjörlega valdalaus gagnvart ástandinu og vísaði ábyrgðinni á þingið. Það var ekki fyrr en alþjóðasamfélagið lagðist á eitt og fordæmdi meðferðina á börnunum sem Trump brást við og skrifaði undir forsetatilskipunina, sem sýnir auðvitað að hann var sannarlega ekki valdalaus yfir örlögum barnanna eins og hann hafði áður haldið fram.Konurnar á bakvið tjöldinRáðherra heimavarna, Kirstjen Nielsen, varð eins konar andlit stefnu aðskilnaðar út á við eftir harðsnúinn blaðamannafund á mánudaginn þar sem hún varði aðskilnaðinn með kjafti og klóm. Hún sagði staðföst: „Við biðjumst ekki afsökunar á því að vinna vinnuna okkar.“ Eftir fundinn var hart sótt að Nielsen og var meðal annars mótmælt fyrir utan heimili hennar og þá varð mikil uppákoma þegar hún snæddi kvöldverð á mexíkóskum veitingastað skammt frá Hvíta húsinu og hópur fólks hrópaði ókvæðisorð að henni og sagði henni að skammast sín fyrir framgöngu sína. Melania Trump hefur þrýst á Donald Trump að bæta úr ástandinu.Vísir/apÞá rituðu fyrrverandi skólasystkini hennar úr Berkley opið bréf, stílað á Nielsen þar sem meðferðin á innflytjendabörnum var fordæmd. Heimildir AP fréttastofunnar herma að Nielsen hafi í kjölfarið beitt sér fyrir því að Trump mildaði stefnuna til þess að ná tökum á ástandinu. Svo virðist sem Nielsen hafi haft erindi sem erfiði því í gær skrifaði forsetinn undir tilskipunina. Þá hefur komið fram í erlendum fjölmiðlum að Melania Trump, forsetafrú, hafi þrýst á eiginmann sinn „á bak við tjöldin“ að gera allt sem í hans valdi stæði að aftra því að börn verði tekin frá foreldrum sínum. Þetta á einnig við um elstu dóttur Trumps „Eiginkona mín hefur sterkar skoðanir á þessu,“ sagði Trump í Hvíta húsinu við undirritunina.
Bandaríkin Tengdar fréttir Gefa lítið fyrir ákvörðun Trump: „Eins og að vilja þakkir fyrir að leysa glæpinn sem þú framdir“ Spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum virðast gefa lítið fyrir ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna aðskilnað barna frá foreldrum sínum á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 21. júní 2018 10:15 Trump bannar aðskilnað barna frá foreldrum sínum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skrifað undir tilskipun sem stöðvar aðskilnað barna frá foreldrum sínum við landamæri landsins. 20. júní 2018 19:37 Trump ætlar að „skrifa undir eitthvað“ varðandi aðskilnað barna frá foreldrum sínum Heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, Kirstjen Nielsen, hefur unnið drög að tilskipun um að börn verði ekki aðskilin frá foreldrum sínum. 20. júní 2018 16:36 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Gefa lítið fyrir ákvörðun Trump: „Eins og að vilja þakkir fyrir að leysa glæpinn sem þú framdir“ Spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum virðast gefa lítið fyrir ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna aðskilnað barna frá foreldrum sínum á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 21. júní 2018 10:15
Trump bannar aðskilnað barna frá foreldrum sínum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skrifað undir tilskipun sem stöðvar aðskilnað barna frá foreldrum sínum við landamæri landsins. 20. júní 2018 19:37
Trump ætlar að „skrifa undir eitthvað“ varðandi aðskilnað barna frá foreldrum sínum Heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, Kirstjen Nielsen, hefur unnið drög að tilskipun um að börn verði ekki aðskilin frá foreldrum sínum. 20. júní 2018 16:36