Óvíst hvað verður um börnin Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. júní 2018 11:33 Það er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum. Vísir/AP Forsetatilskipunin sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, undirritaði í gær, sem í felst að Bandaríkjastjórn hverfi frá þeirri stefnu að skilja að börn ólöglegra innflytjenda og foreldra þeirra, hefur vakið upp margar spurningar sem enn er ósvarað. Þá er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum. Embættismenn hafa sagt að unnið sé að því að koma þeim aftur til fjölskyldna sinna eins fljótt og auðið er en hafa ekki veitt nein skýr svör um hvernig það komi til með að gerast. Tilskipunin, sem er fjögurra blaðsíðna plagg, kveður á um að fjölskyldur, sem koma ólöglega til landsins, verða ekki aðskildar við komuna heldur haldið saman í að minnsta kosti tuttugu daga. Stefnan er ennþá hörð og verða ólöglegir innflytjendur áfram hnepptir í varðhald eins og verið hefur síðustu vikur en ekki aðskildir frá börnum sínum.Í gær skrifaði Donald Trump undir forsetatilskipunina.vísir/APStefnubreyting Trumps gerðist með óvæntum hætti og, að því er virðist, félögum hans í Repúblikanaflokknum að óvörum því margir þeirra fréttu af undirritun forsetatilskipunarinnar í gegnum fjölmiðla, nánar tiltekið í frétt AP sem sagði fyrst frá fyrirætlunum hans síðdegis í gær. Peter Schey, lögmaður sem hefur aðstoðað börn ólöglegra innflytjenda, segist fagna stefnubreytingu yfirvalda. Stefnan sem nefnist „ekkert umburðarlyndi“ hafi verið með öllu ómannúðleg. Hann segir aftur á móti að hann hafi miklar áhyggjur af þeim börnum – sem eru fleiri en 2000 talsins – sem hafa þegar verið aðskilin frá foreldrum sínum. Tom Carper, þingmaður Demókrataflokksins, lýsti í dag yfir áhyggjum sínum af stöðu mála. Hann segir að það sé ekki ljóst að foreldrar geti yfir höfuð haft uppi á börnum sínum. Hart hefur verið sótt að Bandaríkjastjórn fyrir hina umdeildu innflytjendastefnu sem skilur börn frá foreldrum sínum.vísir/apFangelsi enginn staður fyrir börnÞá hefur Kay Bellor, varaforseti innflytjendasamtaka sagt: „Börn munu nú ekki verða hrifsuð frá foreldrum sínum í þeim eina tilgangi að hræða innflytjendur en verða þess í stað sett í fangelsi með foreldrum sínum. Fangelsi er aldrei viðeigandi staður fyrir barn.“ Upphaflega lýsti forsetinn því yfir að hann væri algjörlega valdalaus gagnvart ástandinu og vísaði ábyrgðinni á þingið. Það var ekki fyrr en alþjóðasamfélagið lagðist á eitt og fordæmdi meðferðina á börnunum sem Trump brást við og skrifaði undir forsetatilskipunina, sem sýnir auðvitað að hann var sannarlega ekki valdalaus yfir örlögum barnanna eins og hann hafði áður haldið fram.Konurnar á bakvið tjöldinRáðherra heimavarna, Kirstjen Nielsen, varð eins konar andlit stefnu aðskilnaðar út á við eftir harðsnúinn blaðamannafund á mánudaginn þar sem hún varði aðskilnaðinn með kjafti og klóm. Hún sagði staðföst: „Við biðjumst ekki afsökunar á því að vinna vinnuna okkar.“ Eftir fundinn var hart sótt að Nielsen og var meðal annars mótmælt fyrir utan heimili hennar og þá varð mikil uppákoma þegar hún snæddi kvöldverð á mexíkóskum veitingastað skammt frá Hvíta húsinu og hópur fólks hrópaði ókvæðisorð að henni og sagði henni að skammast sín fyrir framgöngu sína. Melania Trump hefur þrýst á Donald Trump að bæta úr ástandinu.Vísir/apÞá rituðu fyrrverandi skólasystkini hennar úr Berkley opið bréf, stílað á Nielsen þar sem meðferðin á innflytjendabörnum var fordæmd. Heimildir AP fréttastofunnar herma að Nielsen hafi í kjölfarið beitt sér fyrir því að Trump mildaði stefnuna til þess að ná tökum á ástandinu. Svo virðist sem Nielsen hafi haft erindi sem erfiði því í gær skrifaði forsetinn undir tilskipunina. Þá hefur komið fram í erlendum fjölmiðlum að Melania Trump, forsetafrú, hafi þrýst á eiginmann sinn „á bak við tjöldin“ að gera allt sem í hans valdi stæði að aftra því að börn verði tekin frá foreldrum sínum. Þetta á einnig við um elstu dóttur Trumps „Eiginkona mín hefur sterkar skoðanir á þessu,“ sagði Trump í Hvíta húsinu við undirritunina. Bandaríkin Tengdar fréttir Gefa lítið fyrir ákvörðun Trump: „Eins og að vilja þakkir fyrir að leysa glæpinn sem þú framdir“ Spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum virðast gefa lítið fyrir ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna aðskilnað barna frá foreldrum sínum á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 21. júní 2018 10:15 Trump bannar aðskilnað barna frá foreldrum sínum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skrifað undir tilskipun sem stöðvar aðskilnað barna frá foreldrum sínum við landamæri landsins. 20. júní 2018 19:37 Trump ætlar að „skrifa undir eitthvað“ varðandi aðskilnað barna frá foreldrum sínum Heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, Kirstjen Nielsen, hefur unnið drög að tilskipun um að börn verði ekki aðskilin frá foreldrum sínum. 20. júní 2018 16:36 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Forsetatilskipunin sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, undirritaði í gær, sem í felst að Bandaríkjastjórn hverfi frá þeirri stefnu að skilja að börn ólöglegra innflytjenda og foreldra þeirra, hefur vakið upp margar spurningar sem enn er ósvarað. Þá er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum. Embættismenn hafa sagt að unnið sé að því að koma þeim aftur til fjölskyldna sinna eins fljótt og auðið er en hafa ekki veitt nein skýr svör um hvernig það komi til með að gerast. Tilskipunin, sem er fjögurra blaðsíðna plagg, kveður á um að fjölskyldur, sem koma ólöglega til landsins, verða ekki aðskildar við komuna heldur haldið saman í að minnsta kosti tuttugu daga. Stefnan er ennþá hörð og verða ólöglegir innflytjendur áfram hnepptir í varðhald eins og verið hefur síðustu vikur en ekki aðskildir frá börnum sínum.Í gær skrifaði Donald Trump undir forsetatilskipunina.vísir/APStefnubreyting Trumps gerðist með óvæntum hætti og, að því er virðist, félögum hans í Repúblikanaflokknum að óvörum því margir þeirra fréttu af undirritun forsetatilskipunarinnar í gegnum fjölmiðla, nánar tiltekið í frétt AP sem sagði fyrst frá fyrirætlunum hans síðdegis í gær. Peter Schey, lögmaður sem hefur aðstoðað börn ólöglegra innflytjenda, segist fagna stefnubreytingu yfirvalda. Stefnan sem nefnist „ekkert umburðarlyndi“ hafi verið með öllu ómannúðleg. Hann segir aftur á móti að hann hafi miklar áhyggjur af þeim börnum – sem eru fleiri en 2000 talsins – sem hafa þegar verið aðskilin frá foreldrum sínum. Tom Carper, þingmaður Demókrataflokksins, lýsti í dag yfir áhyggjum sínum af stöðu mála. Hann segir að það sé ekki ljóst að foreldrar geti yfir höfuð haft uppi á börnum sínum. Hart hefur verið sótt að Bandaríkjastjórn fyrir hina umdeildu innflytjendastefnu sem skilur börn frá foreldrum sínum.vísir/apFangelsi enginn staður fyrir börnÞá hefur Kay Bellor, varaforseti innflytjendasamtaka sagt: „Börn munu nú ekki verða hrifsuð frá foreldrum sínum í þeim eina tilgangi að hræða innflytjendur en verða þess í stað sett í fangelsi með foreldrum sínum. Fangelsi er aldrei viðeigandi staður fyrir barn.“ Upphaflega lýsti forsetinn því yfir að hann væri algjörlega valdalaus gagnvart ástandinu og vísaði ábyrgðinni á þingið. Það var ekki fyrr en alþjóðasamfélagið lagðist á eitt og fordæmdi meðferðina á börnunum sem Trump brást við og skrifaði undir forsetatilskipunina, sem sýnir auðvitað að hann var sannarlega ekki valdalaus yfir örlögum barnanna eins og hann hafði áður haldið fram.Konurnar á bakvið tjöldinRáðherra heimavarna, Kirstjen Nielsen, varð eins konar andlit stefnu aðskilnaðar út á við eftir harðsnúinn blaðamannafund á mánudaginn þar sem hún varði aðskilnaðinn með kjafti og klóm. Hún sagði staðföst: „Við biðjumst ekki afsökunar á því að vinna vinnuna okkar.“ Eftir fundinn var hart sótt að Nielsen og var meðal annars mótmælt fyrir utan heimili hennar og þá varð mikil uppákoma þegar hún snæddi kvöldverð á mexíkóskum veitingastað skammt frá Hvíta húsinu og hópur fólks hrópaði ókvæðisorð að henni og sagði henni að skammast sín fyrir framgöngu sína. Melania Trump hefur þrýst á Donald Trump að bæta úr ástandinu.Vísir/apÞá rituðu fyrrverandi skólasystkini hennar úr Berkley opið bréf, stílað á Nielsen þar sem meðferðin á innflytjendabörnum var fordæmd. Heimildir AP fréttastofunnar herma að Nielsen hafi í kjölfarið beitt sér fyrir því að Trump mildaði stefnuna til þess að ná tökum á ástandinu. Svo virðist sem Nielsen hafi haft erindi sem erfiði því í gær skrifaði forsetinn undir tilskipunina. Þá hefur komið fram í erlendum fjölmiðlum að Melania Trump, forsetafrú, hafi þrýst á eiginmann sinn „á bak við tjöldin“ að gera allt sem í hans valdi stæði að aftra því að börn verði tekin frá foreldrum sínum. Þetta á einnig við um elstu dóttur Trumps „Eiginkona mín hefur sterkar skoðanir á þessu,“ sagði Trump í Hvíta húsinu við undirritunina.
Bandaríkin Tengdar fréttir Gefa lítið fyrir ákvörðun Trump: „Eins og að vilja þakkir fyrir að leysa glæpinn sem þú framdir“ Spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum virðast gefa lítið fyrir ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna aðskilnað barna frá foreldrum sínum á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 21. júní 2018 10:15 Trump bannar aðskilnað barna frá foreldrum sínum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skrifað undir tilskipun sem stöðvar aðskilnað barna frá foreldrum sínum við landamæri landsins. 20. júní 2018 19:37 Trump ætlar að „skrifa undir eitthvað“ varðandi aðskilnað barna frá foreldrum sínum Heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, Kirstjen Nielsen, hefur unnið drög að tilskipun um að börn verði ekki aðskilin frá foreldrum sínum. 20. júní 2018 16:36 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Gefa lítið fyrir ákvörðun Trump: „Eins og að vilja þakkir fyrir að leysa glæpinn sem þú framdir“ Spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum virðast gefa lítið fyrir ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna aðskilnað barna frá foreldrum sínum á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 21. júní 2018 10:15
Trump bannar aðskilnað barna frá foreldrum sínum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skrifað undir tilskipun sem stöðvar aðskilnað barna frá foreldrum sínum við landamæri landsins. 20. júní 2018 19:37
Trump ætlar að „skrifa undir eitthvað“ varðandi aðskilnað barna frá foreldrum sínum Heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, Kirstjen Nielsen, hefur unnið drög að tilskipun um að börn verði ekki aðskilin frá foreldrum sínum. 20. júní 2018 16:36