Matthew Conger starfar sem kennari í heimalandi sínu og er þarna að fara að dæma sinn fyrsta leik á HM.
Conger er fæddur í Texas í Bandaríkjunum en hann dæmir fyrir Nýja-Sjáland. Hann hefur verið með FIFA réttindi frá 2013 eða „aðeins“ í fimm ár. Hann var kosinn dómari ársins í Nýja-Sjálandi í fyrra.
Referee designations FWC 2018 Match 25: #NIG#ISL (22 June):
Referee: Matthew CONGER (NZL)
ASR 1: Simon LOUNT (NZL)
ASR 2: Tevita MAKASINI (TGA)
4th Off. Ricardo MONTERO (CRC)
Res.Ass Hiroshi YAMAUCHI (JPN)@FIFAWorldCuppic.twitter.com/Yy177gKten
— FIFA Media (@fifamedia) June 20, 2018
Conger var síðast að dæma keppnisleiki í HM í undankeppni Eyjaálfu hjá þjóðum eins og Papúa Nýja-Gíneu, Tahítí og Salómonseyjum.
Conger hefur reynslu af stórmóti en hann dæmdi tvo leiki á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 og þar á meðal einn leik hjá landsliði Nígeríu.
Nígeríumenn unnu 1-0 sigur á Svíum í þessum leik sem Matthew Conger dæmdi og kom sigurmarkið sex mínútum fyrir hálfleik.
Conger hefur síðan dæmt á tveimur HM undir 20 ára, bæði árið 2015 og 2017.