Japanir eru mjög kurteis þjóð og þar kunna menn sig. Það bjuggust þó fáir við því að þeir tækju til eftir sig í stúkunni í Saransk en það var einmitt það sem gerðist.
Eftir að hafa fagnað frábærum 2-1 sigri á Kólumbíu og skemmt sér vel allan leikinn þá var kominn tími á að fara heim. Ekki þó fyrr en að japönsku stuðningsmennirnir höfðu hreinsað upp allt ruslið í stúkunni sinni.
Senegal fans praised for cleaning up stadium after #WorldCup victory over Polandhttps://t.co/XyFU9YQ1s1pic.twitter.com/oIefYxbjP9
— Indy Football (@IndyFootball) June 20, 2018
Japönsku stuðningsmennirnir voru reyndar ekki þeir einu sem gerðu þetta. Senegalar sáust líka taka til í sinni stúku eftir sigurleik á móti Póllandi.
#TyCSportsMundial Senegal consiguió un triunfo histórico. Pero sus hinchas en lugar de festejar a minutos de terminado el partido, se encargan de limpiar su sector antes de retirarse. #RESPECT. pic.twitter.com/RiKovpfmoT
— TyC Sports (@TyCSports) June 19, 2018