Tiger Woods spilaði vel á þriðja hring sínum á National mótinu eftir að hafa byrjað mótið illa en hann er eins og er í tíunda sætinu á sjö höggum undir pari.
Á þriðja hringnum náði Woods að næla sér í hvorki meira né minna en sex fugla og sex pör og því aðeins fjóra skolla.
Þetta þýðir að í dag spilaði Woods á samtals tveimur undir pari en vallarparið er 70 en samtals fór hann á 68 höggum. Þetta var hinsvegar ekki besti hringur Woods hingað til á mótinu en á öðrum hring lék hann á fimm höggum undir pari.
Fyrir lokahringinn er Woods fimm höggum á eftir efstu mönnum sem eru Mexíkóinn Abraham Ancer og Ítalinn Francesco Molinari en þeir eru báðir á samtals 13 höggum undir pari.
Fjórði og síðasti hringur mótsins fer fram á morgun.
Tiger Woods á sjö höggum undir pari
Dagur Lárusson skrifar

Mest lesið




Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH
Íslenski boltinn

Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision
Enski boltinn



Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við
Íslenski boltinn

