„Það er náttúrulega grimmilegt að drepa einhvern sem vill ekki deyja“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. júní 2018 13:30 Birkir Steinn Erlingsson formaður Vegan samtakanna vonar að Katrín Jakobsdóttir taki fyrir hvalveiðar. Úr einkasafni/Birkir Steinn Á sunnudaginn ætla Vegan samtökin hér á landi að koma saman fyrir framan Alþingi og mótmæla hvalveiðum. Í fréttatilkynningu frá samtökunum segir að þar verði mótmælt þessum „grimmu og ónauðsynlegu drápum“ á hvölum í íslenskri lögsögu. „Við erum að fara að mótmæla hvalveiðum og ástæðan fyrir því er að það eru hrottalegar aðferðir sem eru notaðar við veiðarnar á þessum hvölum. Það eru margar ástæður sem er hægt að nota til þess að hætta,“ segir Birkir Steinn Erlingsson formaður Vegan samtakanna í samtali við Vísi. „Þessi tegund af hvölum er í útrýmingarhættu víðs vegar í heiminum. Hvalir eru náttúrulega bara tilfinningaverur eins og við. Mér finnst það vera aðalástæðan fyrir því að við ættum ekki að vera að veiða þá því að það er náttúrulega grimmilegt að drepa einhvern sem vill ekki deyja.“Vonar að forsætisráðherra taki málið fyrir Birkir bendir á að í samfélaginu hafi fólk aðra valkosti og hvalveiðar séu því ekki nauðsynlegar. „Við höfum ekkert að gera við þetta. Við höfum aðra valkosti til að borða og þetta er ekki að skapa það mikið af vinnu að samfélagið fari á hausinn við að hætta þessu. Meiriparturinn af heiminum er á móti þessu og það er verið að skrifa greinar um þetta úti um allt, hvað það sé skrítið að við séum að byrja á þessu aftur. Með mótmælunum viljum við standa saman gegn þessu óréttlæti gegn þessum hvölum sem eru dýr eins og við.“ Hann er bjartsýnn á að mótmælin fái athygli og nái til einhvers sem getur haft áhrif á þessi mál. „Við erum að halda þessu máli vakandi og vonumst til þess að Katrín Jakobsdóttir taki þetta fyrir því það er á stefnuskrá Vinstri grænna að hætta hvalveiðum.“Frá eldri mótmælum.Facebook/Stop Whaling in IcelandErfitt að fylgjast með skipunum Mótmælin verða á Austurvelli frá klukkan 11 til 13 en nú þegar hafa margir sýnt viðburðinum áhuga á Facebook. https://www.facebook.com/events/386302151878893/„Verið er að drepa Hrefnur og Langreyðar núna í kringum Ísland. Við biðjum ykkur um að vera með okkur og krefjast fullrar verndar á þessum mögnuðu dýrum sem færa hundruði þúsunda manna gleði og hrifningu á hverju ári. Við þurfum að fagna hvölum en ekki að drepa þá. Endilega takið þátt og hjálpið okkur að búa til framtíð þar sem hvalir geta synt við Íslands strendur í friði,“ segir í tilkynningu um mótmælin. Birkir segir að erfitt sé að skipuleggja mótmæli í Hvalfirði þar sem skipin koma með hvalina. „Þeir slökktu á staðsetningarbúnaðinum sem hægt er að fylgjast með á netinu svo það er ekkert hægt að fylgjast með þeim. Við vitum það bara með klukkutíma fyrirvara, kannski, ef við erum að fylgjast með í firðinum.“ Tengdar fréttir Fyrsta langreiður sumarsins dregin á land Fyrsta langreyður sumarsins var dreginn á land í Hvalfirði seint í gærkvöldi. Það var hvalveiðiskipið Hvalur 8 sem sigldi með skipið í Höfn. 22. júní 2018 19:15 Ráðherra segir ekki rétt að hverfa frá núverandi hvalveiðistefnu Kristján Þór Júlíusson segir stefnuna hafa byggst á að viðhalda rétti til að nýta hvalastofna við landið með sjálfbærum hætti líkt og aðrar lifandi auðlindir hafsins. 28. júní 2018 23:37 Skiptar skoðanir hjá landsmönnum á hvalveiðum Ef marka má könnun MMR á afstöðu Íslendinga til hvalveiða eru skiptar skoðanir á meðal þjóðarinnar hvort að Íslendingar eigi að hefja hvalveiðar á ný. 29. maí 2018 14:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Á sunnudaginn ætla Vegan samtökin hér á landi að koma saman fyrir framan Alþingi og mótmæla hvalveiðum. Í fréttatilkynningu frá samtökunum segir að þar verði mótmælt þessum „grimmu og ónauðsynlegu drápum“ á hvölum í íslenskri lögsögu. „Við erum að fara að mótmæla hvalveiðum og ástæðan fyrir því er að það eru hrottalegar aðferðir sem eru notaðar við veiðarnar á þessum hvölum. Það eru margar ástæður sem er hægt að nota til þess að hætta,“ segir Birkir Steinn Erlingsson formaður Vegan samtakanna í samtali við Vísi. „Þessi tegund af hvölum er í útrýmingarhættu víðs vegar í heiminum. Hvalir eru náttúrulega bara tilfinningaverur eins og við. Mér finnst það vera aðalástæðan fyrir því að við ættum ekki að vera að veiða þá því að það er náttúrulega grimmilegt að drepa einhvern sem vill ekki deyja.“Vonar að forsætisráðherra taki málið fyrir Birkir bendir á að í samfélaginu hafi fólk aðra valkosti og hvalveiðar séu því ekki nauðsynlegar. „Við höfum ekkert að gera við þetta. Við höfum aðra valkosti til að borða og þetta er ekki að skapa það mikið af vinnu að samfélagið fari á hausinn við að hætta þessu. Meiriparturinn af heiminum er á móti þessu og það er verið að skrifa greinar um þetta úti um allt, hvað það sé skrítið að við séum að byrja á þessu aftur. Með mótmælunum viljum við standa saman gegn þessu óréttlæti gegn þessum hvölum sem eru dýr eins og við.“ Hann er bjartsýnn á að mótmælin fái athygli og nái til einhvers sem getur haft áhrif á þessi mál. „Við erum að halda þessu máli vakandi og vonumst til þess að Katrín Jakobsdóttir taki þetta fyrir því það er á stefnuskrá Vinstri grænna að hætta hvalveiðum.“Frá eldri mótmælum.Facebook/Stop Whaling in IcelandErfitt að fylgjast með skipunum Mótmælin verða á Austurvelli frá klukkan 11 til 13 en nú þegar hafa margir sýnt viðburðinum áhuga á Facebook. https://www.facebook.com/events/386302151878893/„Verið er að drepa Hrefnur og Langreyðar núna í kringum Ísland. Við biðjum ykkur um að vera með okkur og krefjast fullrar verndar á þessum mögnuðu dýrum sem færa hundruði þúsunda manna gleði og hrifningu á hverju ári. Við þurfum að fagna hvölum en ekki að drepa þá. Endilega takið þátt og hjálpið okkur að búa til framtíð þar sem hvalir geta synt við Íslands strendur í friði,“ segir í tilkynningu um mótmælin. Birkir segir að erfitt sé að skipuleggja mótmæli í Hvalfirði þar sem skipin koma með hvalina. „Þeir slökktu á staðsetningarbúnaðinum sem hægt er að fylgjast með á netinu svo það er ekkert hægt að fylgjast með þeim. Við vitum það bara með klukkutíma fyrirvara, kannski, ef við erum að fylgjast með í firðinum.“
Tengdar fréttir Fyrsta langreiður sumarsins dregin á land Fyrsta langreyður sumarsins var dreginn á land í Hvalfirði seint í gærkvöldi. Það var hvalveiðiskipið Hvalur 8 sem sigldi með skipið í Höfn. 22. júní 2018 19:15 Ráðherra segir ekki rétt að hverfa frá núverandi hvalveiðistefnu Kristján Þór Júlíusson segir stefnuna hafa byggst á að viðhalda rétti til að nýta hvalastofna við landið með sjálfbærum hætti líkt og aðrar lifandi auðlindir hafsins. 28. júní 2018 23:37 Skiptar skoðanir hjá landsmönnum á hvalveiðum Ef marka má könnun MMR á afstöðu Íslendinga til hvalveiða eru skiptar skoðanir á meðal þjóðarinnar hvort að Íslendingar eigi að hefja hvalveiðar á ný. 29. maí 2018 14:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Fyrsta langreiður sumarsins dregin á land Fyrsta langreyður sumarsins var dreginn á land í Hvalfirði seint í gærkvöldi. Það var hvalveiðiskipið Hvalur 8 sem sigldi með skipið í Höfn. 22. júní 2018 19:15
Ráðherra segir ekki rétt að hverfa frá núverandi hvalveiðistefnu Kristján Þór Júlíusson segir stefnuna hafa byggst á að viðhalda rétti til að nýta hvalastofna við landið með sjálfbærum hætti líkt og aðrar lifandi auðlindir hafsins. 28. júní 2018 23:37
Skiptar skoðanir hjá landsmönnum á hvalveiðum Ef marka má könnun MMR á afstöðu Íslendinga til hvalveiða eru skiptar skoðanir á meðal þjóðarinnar hvort að Íslendingar eigi að hefja hvalveiðar á ný. 29. maí 2018 14:31