Að vera kóngur í einn dag Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. júní 2018 10:00 Hreimur kveðst vera með minnstu aldurskomplexa í heimi. Fréttablaðið/Ernir Þjóðin þekkir hann sem Hreim í Landi og sonum, og þó minna heyrist frá honum en fyrir nokkrum árum þá kveðst hann hafa nóg fyrir stafni. „Ég er mikið bókaður í prívatpartí og spila og syng fyrir fyrirtæki úti um allt. Ég hef líka verið með pub-quiz sem ég bjó til fyrir fyrirtæki og hópa og er gamaldags spurningakeppni. Hef verið með allt frá tíu manna hóp upp í fjögur hundruð í slíkum keppnum.“ Þetta er samt aukavinnan hans Hreims. Hann vinnur líka í fyrirtækinu Hr. Jón sem flytur inn hár- og skeggvörur, Warta rafhlöður, Russell Hobbs heimilistæki og George Foreman heilsugrill. „Það er dagvinnan mín,“ segir hann og kveðst eiga fyrirtækið með Jóni Guðmundssyni, bassaleikara úr hljómsveitunum Landi og sonum og Made in sveitin. „Saman myndum við Hr. Jón,“ bætir hann við til útskýringar. Stóra spurningin er: Ætlar hann að halda upp á afmælisdaginn? „Upphaflega ætluðu Land og synir að efna til tónleika í dag en hljómborðsleikarinn, Njáll Þórðarson, féll frá fyrir viku, eftir erfið veikindi, svo að af þeim verður ekki. Við syrgjum hann en verðum að halda áfram lífinu. Ég var með veislu í gærkveldi (föstudag) fyrir fjölskyldu og vini en afmælið er á morgun, sunnudag, og ég ætla að vera kóngur í einn dag. Byrja á að sofa pínu út, fá mér svo eitthvað gott að borða, fara kannski í smá hlaup, einhverja sjö, átta kílómetra, og taka síðan á móti gestum og gangandi, alveg slakur og að sjálfsögðu í faðmi fjölskyldunnar þar sem mér líður best.“ Konan Hreims er Þorbjörg Sif Þorsteinsdóttir snyrtifræðingur. „Við Þorbjörg erum búin að vera gift í ellefu ár í dag, þægilegt fyrir mig að muna brúðkaupsafmælið, það er degi fyrir afmælið mitt,“ segir hann glaðlega. „Við eigum þrjú börn, eina stelpu sem er að fermast á næsta ári og er brjáluð út í pabba sinn fyrir að vera ekki búinn að bóka sal fyrir veisluna. (Ég geri stundum grín að því að ég eigi ekki eiginkonu og dóttur, heldur tvær eiginkonur sem eru harðar í horn að taka!) Svo eru tveir strákar, sá eldri er fæddur 2008 og hinn verður fjögurra ára í haust. Það er líf og fjör í kringum mig og ég nýt hvers dags. Er með minnstu aldurskomplexa í heimi og reyni ekki að fresta neinu. Ef mér dettur eitthvað skemmtilegt í hug þá geri ég það. Er afskaplega hvatvís en á góða að sem stoppa mig ef ég er á leið í einhverja vitleysu.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Þjóðin þekkir hann sem Hreim í Landi og sonum, og þó minna heyrist frá honum en fyrir nokkrum árum þá kveðst hann hafa nóg fyrir stafni. „Ég er mikið bókaður í prívatpartí og spila og syng fyrir fyrirtæki úti um allt. Ég hef líka verið með pub-quiz sem ég bjó til fyrir fyrirtæki og hópa og er gamaldags spurningakeppni. Hef verið með allt frá tíu manna hóp upp í fjögur hundruð í slíkum keppnum.“ Þetta er samt aukavinnan hans Hreims. Hann vinnur líka í fyrirtækinu Hr. Jón sem flytur inn hár- og skeggvörur, Warta rafhlöður, Russell Hobbs heimilistæki og George Foreman heilsugrill. „Það er dagvinnan mín,“ segir hann og kveðst eiga fyrirtækið með Jóni Guðmundssyni, bassaleikara úr hljómsveitunum Landi og sonum og Made in sveitin. „Saman myndum við Hr. Jón,“ bætir hann við til útskýringar. Stóra spurningin er: Ætlar hann að halda upp á afmælisdaginn? „Upphaflega ætluðu Land og synir að efna til tónleika í dag en hljómborðsleikarinn, Njáll Þórðarson, féll frá fyrir viku, eftir erfið veikindi, svo að af þeim verður ekki. Við syrgjum hann en verðum að halda áfram lífinu. Ég var með veislu í gærkveldi (föstudag) fyrir fjölskyldu og vini en afmælið er á morgun, sunnudag, og ég ætla að vera kóngur í einn dag. Byrja á að sofa pínu út, fá mér svo eitthvað gott að borða, fara kannski í smá hlaup, einhverja sjö, átta kílómetra, og taka síðan á móti gestum og gangandi, alveg slakur og að sjálfsögðu í faðmi fjölskyldunnar þar sem mér líður best.“ Konan Hreims er Þorbjörg Sif Þorsteinsdóttir snyrtifræðingur. „Við Þorbjörg erum búin að vera gift í ellefu ár í dag, þægilegt fyrir mig að muna brúðkaupsafmælið, það er degi fyrir afmælið mitt,“ segir hann glaðlega. „Við eigum þrjú börn, eina stelpu sem er að fermast á næsta ári og er brjáluð út í pabba sinn fyrir að vera ekki búinn að bóka sal fyrir veisluna. (Ég geri stundum grín að því að ég eigi ekki eiginkonu og dóttur, heldur tvær eiginkonur sem eru harðar í horn að taka!) Svo eru tveir strákar, sá eldri er fæddur 2008 og hinn verður fjögurra ára í haust. Það er líf og fjör í kringum mig og ég nýt hvers dags. Er með minnstu aldurskomplexa í heimi og reyni ekki að fresta neinu. Ef mér dettur eitthvað skemmtilegt í hug þá geri ég það. Er afskaplega hvatvís en á góða að sem stoppa mig ef ég er á leið í einhverja vitleysu.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira