Innlent

Lögreglu tilkynnt um hvítabjörn á Melrakkasléttu

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til og mun hún fljúga yfir svæðið.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til og mun hún fljúga yfir svæðið.
Lögreglunni á norðurlandi eystra barst tilkynning um sjöleytið í dag að til hvítabjarnar hafi sést nyrst á Melrakkasléttu eða suður af Hraunhafnarvatni.

Ekki er vitað á þessari stundu hvort um hvítabjörn sé að ræða en lögreglumenn vinna í frekari könnun á þessari tilkynningu. 

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til og mun hún fljúga yfir svæðið í leit að hvítabirni.

Lögreglan biðlar til fólks á svæðinu að hafa tafarlaust samand við neyðarlínuna 112 ef það telur sig hafa séð hvítabjörn. Þá brýnir lögreglan einnig fyrir fólki að reyna ekki að nálgast hvítabjörninn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×