Aðdáendur söngvarans Justins Bieber, sem er nýtrúlofaður fyrirsætunni Hailey Baldwin, eru misánægðir með fréttir af trúlofun kappans og hafa margir látið í sér heyra á samfélagsmiðlum.
Í einhverjum tilvikum hafa aðdáendur söngvarans lýst yfir óánægju með það að Bieber hafi ekki ákveðið að giftast þeim. Þá efast einn Twitter-notandi um tryggð Baldwin við söngvarann og spyr hvort hún þekki yfir höfuð textana við lög hans eða hafi séð kvikmynd Biebers, Never Say Never.
Þó má gera ráð fyrir að Baldwin hafi verið aðdáandi Bieber á einhverjum tímapunkti en myndin hér að neðan er tekin af Baldwin og föður hennar, leikaranum Stephen Baldwin, ásamt Bieber á frumsýningu myndar þess síðastnefnda, Never Say Never, í New York árið 2011. Þannig má einnig ætla að hún hafi vissulega séð myndina.
Þá hafa margir reiðst Bieber á grundvelli þess að hann hafi ekki endað með fyrrverandi kærustu sinni, söngkonunni Selenu Gomez, en þau Bieber hafa ítrekað byrjað og hætt saman í gegnum tíðina. Aðdáendur þeirra notast gjarnan við nafnið „Jelena“, samsuðu beggja nafna, til að tákna parið og ekkert lát hefur orðið á því.
Greint var frá því í gær að hjartaknúsarinn Bieber hafi beðið Baldwin um að giftast sér fyrir framan fjölda fólks í Baker‘s flóa á eyjunni Great Guana Cay í Bahamaeyjaklasanum. Parið hefur enn ekki tjáð sig um trúlofunina.
Aðdáendur í öngum sínum vegna trúlofunar Biebers: „Hverjum í fjandanum á ég núna að giftast?“
Tengdar fréttir
Nektarmyndir af Justin Bieber birtust á Instagram-síðu Selena Gomez
Myndirnar voru teknar þegar Bieber var í fríi á sínum tíma.
Justin Bieber fær 53 milljón króna Lamborghini heimsendan
Heimsfrægi söngvarinn Justin Bieber tók á móti nýrri lúxuskerru um helgina.
Justin Bieber trúlofaður
Kanadíski hjartaknúsarinn Justin Bieber er sagður hafa trúlofast kærustu sinni Hailey Baldwin í fríi þeirra á Bahamaeyjum