Fyrrum markvörður Spánar ráðinn yfirmaður knattspyrnumála Arnar Geir Halldórsson skrifar 9. júlí 2018 16:30 Stokkað upp hjá spænska knattspyrnusambandinu eftir vonbrigðin á HM í Rússlandi vísir/getty Jose Francisco Molina hefur verið ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá spænska knattspyrnusambandinu en þetta var tilkynnt á blaðamannafundi sambandsins í morgun. Molina tekur við starfinu af Fernando Hierro en Hierro sinnti starfinu í aðdraganda HM í Rússlandi en tók svo að sér þjálfarastarf spænska landsliðsins þegar Julen Lopetegui var rekinn, tveimur dögum fyrir fyrsta leik Spánverja í mótinu. Hierro fór með spænska liðið í 16-liða úrslit þar sem það beið lægri hlut fyrir Rússlandi eftir vítaspyrnukeppni. Í kjölfarið ákvað Hierro að segja starfi sínu lausu hjá spænska knattspyrnusambandinu. Molina átti ágætan leikmannaferil í spænska boltanum en hann lék sem markvörður og var lengstum á mála hjá Atletico Madrid og Deportivo La Coruna.Hann spilaði níu landsleiki fyrir Spánverja á árunum 1996-2000. Hann er 47 ára gamall og hefur átt fremur skrautlegan þjálfaraferil. Hans fyrsta aðalþjálfarastarf var hjá Villarreal þar sem hann entist aðeins í fjóra mánuði. Þaðan fór hann til Getafe og stýrði B-liði félagsins. Í kjölfarið yfirgaf Molina heimalandið til að taka við Kitchee í Hong-Kong þar sem hann vann þrefalt á sínu eina tímabili með liðið. Hann tók svo við Atletico Kolkata í Indlandi og gerði liðið að Indlandsmeisturum 2016. Því næst lá leið Molina til Mexíkó þar sem hann tók við stjórnartaumunum hjá Atletico San Luis í B-deildinni. Það gekk vægast sagt illa og var Molina rekinn á miðju tímabili í febrúar síðastliðnum en er nú kominn í flott starf hjá spænska knattspyrnusambandinu. Spænskir fjölmiðlar höfðu áður greint frá því að annar fyrrum landsliðsmaður Spánar, Carlos Marchena, yrði ráðinn sem yfirmaður knattspyrnumála og kemur ráðning Molina því einhverjum á óvart. Molina er vel til vina við Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins, eftir að þeir léku saman með Levante.Allar líkur eru taldar á því að Luis Enrique verði næsti landsliðsþjálfari Spánverja og verður líklega tilkynnt um ráðninguna síðar í dag. Comienza la rueda de prensa de presentación de José Francisco Molina como nuevo director deportivo de la @RFEF. Síguela en directo en https://t.co/bOzaKKwQtR #BienvenidoMolina pic.twitter.com/tV79178TCV— Selección Española de Fútbol (@SeFutbol) July 9, 2018 Spænski boltinn Tengdar fréttir Hierro: Ég sé ekki eftir neinu Fernardo Hierro, þjálfari Spánar, segist ekki sjá eftir því að hafa tekið við Spánverjum aðeins tveimur dögum fyrir mót þrátt fyrir að vera á heimleið. 2. júlí 2018 07:00 Hierro hættir sem þjálfari spænska landsliðsins Spænska knattspyrnusambandið hefur gefið frá sér yfirlýsingu þess efnis að Fernando Hierro muni ekki halda áfram störfum sem þjálfari spænska landsliðsins. 8. júlí 2018 11:30 Enrique líklegastur til að taka við Spáni Spánverjar leita nú að nýjum landsliðsþjálfara eftir að ljóst var að Fernando Hierro verður ekki áfram. 9. júlí 2018 08:00 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Í beinni: Man. Utd - Real Sociedad | Fyrirliði Íslands á Old Trafford Í beinni: Fiorentina - Panathinaikos | Íslendingar kljást í Flórens Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar Sjá meira
Jose Francisco Molina hefur verið ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá spænska knattspyrnusambandinu en þetta var tilkynnt á blaðamannafundi sambandsins í morgun. Molina tekur við starfinu af Fernando Hierro en Hierro sinnti starfinu í aðdraganda HM í Rússlandi en tók svo að sér þjálfarastarf spænska landsliðsins þegar Julen Lopetegui var rekinn, tveimur dögum fyrir fyrsta leik Spánverja í mótinu. Hierro fór með spænska liðið í 16-liða úrslit þar sem það beið lægri hlut fyrir Rússlandi eftir vítaspyrnukeppni. Í kjölfarið ákvað Hierro að segja starfi sínu lausu hjá spænska knattspyrnusambandinu. Molina átti ágætan leikmannaferil í spænska boltanum en hann lék sem markvörður og var lengstum á mála hjá Atletico Madrid og Deportivo La Coruna.Hann spilaði níu landsleiki fyrir Spánverja á árunum 1996-2000. Hann er 47 ára gamall og hefur átt fremur skrautlegan þjálfaraferil. Hans fyrsta aðalþjálfarastarf var hjá Villarreal þar sem hann entist aðeins í fjóra mánuði. Þaðan fór hann til Getafe og stýrði B-liði félagsins. Í kjölfarið yfirgaf Molina heimalandið til að taka við Kitchee í Hong-Kong þar sem hann vann þrefalt á sínu eina tímabili með liðið. Hann tók svo við Atletico Kolkata í Indlandi og gerði liðið að Indlandsmeisturum 2016. Því næst lá leið Molina til Mexíkó þar sem hann tók við stjórnartaumunum hjá Atletico San Luis í B-deildinni. Það gekk vægast sagt illa og var Molina rekinn á miðju tímabili í febrúar síðastliðnum en er nú kominn í flott starf hjá spænska knattspyrnusambandinu. Spænskir fjölmiðlar höfðu áður greint frá því að annar fyrrum landsliðsmaður Spánar, Carlos Marchena, yrði ráðinn sem yfirmaður knattspyrnumála og kemur ráðning Molina því einhverjum á óvart. Molina er vel til vina við Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins, eftir að þeir léku saman með Levante.Allar líkur eru taldar á því að Luis Enrique verði næsti landsliðsþjálfari Spánverja og verður líklega tilkynnt um ráðninguna síðar í dag. Comienza la rueda de prensa de presentación de José Francisco Molina como nuevo director deportivo de la @RFEF. Síguela en directo en https://t.co/bOzaKKwQtR #BienvenidoMolina pic.twitter.com/tV79178TCV— Selección Española de Fútbol (@SeFutbol) July 9, 2018
Spænski boltinn Tengdar fréttir Hierro: Ég sé ekki eftir neinu Fernardo Hierro, þjálfari Spánar, segist ekki sjá eftir því að hafa tekið við Spánverjum aðeins tveimur dögum fyrir mót þrátt fyrir að vera á heimleið. 2. júlí 2018 07:00 Hierro hættir sem þjálfari spænska landsliðsins Spænska knattspyrnusambandið hefur gefið frá sér yfirlýsingu þess efnis að Fernando Hierro muni ekki halda áfram störfum sem þjálfari spænska landsliðsins. 8. júlí 2018 11:30 Enrique líklegastur til að taka við Spáni Spánverjar leita nú að nýjum landsliðsþjálfara eftir að ljóst var að Fernando Hierro verður ekki áfram. 9. júlí 2018 08:00 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Í beinni: Man. Utd - Real Sociedad | Fyrirliði Íslands á Old Trafford Í beinni: Fiorentina - Panathinaikos | Íslendingar kljást í Flórens Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar Sjá meira
Hierro: Ég sé ekki eftir neinu Fernardo Hierro, þjálfari Spánar, segist ekki sjá eftir því að hafa tekið við Spánverjum aðeins tveimur dögum fyrir mót þrátt fyrir að vera á heimleið. 2. júlí 2018 07:00
Hierro hættir sem þjálfari spænska landsliðsins Spænska knattspyrnusambandið hefur gefið frá sér yfirlýsingu þess efnis að Fernando Hierro muni ekki halda áfram störfum sem þjálfari spænska landsliðsins. 8. júlí 2018 11:30
Enrique líklegastur til að taka við Spáni Spánverjar leita nú að nýjum landsliðsþjálfara eftir að ljóst var að Fernando Hierro verður ekki áfram. 9. júlí 2018 08:00