Lífið

Julie Bowen flúði hitann í LA upp á Fellsjökul

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Julie Bowen er þekktust fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttaröðinni Modern Family.
Julie Bowen er þekktust fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttaröðinni Modern Family. Vísir/Getty
Bandaríska leikkonan Julie Bowen er stödd hér á landi ef marka má mynd sem hún birti á Instagram-reikningi sínum í gær.

Um er að ræða sjálfu sem Bowen tók af sér og syni sínum með snæviþakta hlíð í baksýn. Í texta undir myndinni biður Bowen að heilsa heim til Los Angeles.

„Kveðjur frá Fellsjökli, Íslandi !! (Mér þykir það leitt með hitann, L.A.),“ skrifar Bowen en kuldinn á jöklinum hefur líklega verið henni og fjölskyldunni kærkominn. Hitabylgja hefur geisað í Los Angeles, og víðar í Bandaríkjunum, yfir helgina en hiti hefur víða farið yfir fjörutíu gráður.

 
Greetings from Fellsjökull Glacier, Iceland !! (Sorry about the heat, L.A.)

A post shared by Julie Bowen (@itsjuliebowen) on Jul 8, 2018 at 5:12am PDT

Bowen er 48 ára gömul og þekktust fyrir hlutverk sitt sem Claire Dumphy í sjónvarpsþáttaröðinni vinsælu Modern Family. Hún á þrjá syni með fyrrverandi eiginmanni sínum, Scott Phillips, en þau skildu í febrúar síðastliðnum. Þá er ekki vitað hversu lengi Bowen hefur dvalið eða mun dvelja áfram hér á landi.

Uppfært klukkan 10:36:

Við nánari athugun virðist Fellsjökull vissulega til, öfugt við það sem áður var haldið fram, en Bowen hefur að öllum líkindum lagt leið sína á austasta hluta Breiðamerkurjökuls, sem ber einmitt heitið Fellsjökull.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.