Að minnsta kosti 10 létust og yfir 70 eru særðir eftir að tyrknesk lest fór út af sporinu í Tekirdag héraði í norðvestur hluta Tyrklands í dag. AP greinir frá.
Lestin sem var á leiðinni til Istanbúl frá bænum Edirne við landamæri Tyrklands og Grikklands samanstóð af 6 vögnum og fóru 5 þeirra af sporinu og ultu. 362 farþegar og 6 áhafnarmeðlimir voru í lestinni.
Samgönguráðuneyti Tyrklands hefur gefið út að vegna mikill rigninga í Tekirdag héraði hafi jarðvegur undir lestarteinunum sigið og það hafi ollið slysinu.
Lestarslys í Tyrklandi
Andri Eysteinsson skrifar
