Áhyggjufullir foreldrar bíða eftir fregnum við hellinn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. júlí 2018 17:27 Móðir eins þeirra sem sagður er hafa verið bjargað úr hellinum í Chiang Rai í Taílandi fyrr í dag segist ekki hafa fengið staðfestingu á því að sonur hennar hafi verið einn þeirra fjögurra sem komst út. Hún, ásamt foreldrum, hafa sofið við hellinn undanfarna daga. Fjórum drengjum var bjargað úr hellinum fyrr í dag í aðgerð sem heppnaðist betur en bjartsýnustu menn þorðu að vona en aðeins átta tíma tók að koma þeim út. Þeir voru fluttir strax á sjúkrahús í Chiang Rai borg. Yfirvöld hafa ekki gefið út nöfn þeirra sem bjargað var úr hellinum en á samfélagsmiðlum og í taílenskum fjölmiðlum hefur meðal annars verið greint frá því að einn þeirra hafi verið hinn fjórtán ára gamli Mongkhol Boonpiam. Móðir hans segist hafa frétt af í gegnum samfélagsmiðla að sonur hennar kunni að vera kominn út. „Ég heyrði nafnið hans, Mongkhol, og ég varð hamingjusöm,“ sagði Namhom Boonpiam, móðir drengsins í samtali við Guardian.Drengjunum var ekið í burtu um leið í sjúkrabílum.Vísir/GettyKafararnir föðmuðu drengina um leið og ljóst var að þeir væru hólpnir Hún hefur undanfarna daga dvalið við hellinn dag og nótt og beðið fregna, líkt og margir aðrir foreldrar þeirra sem fastir eru í hellinum. Hún hefur þó ekki ákveðið hvað sé það fyrsta sem hún muni segja við hann þegar þau hittast á nýjan leik. „Ég verð að hitta hann fyrst,“ sagði Namhom. Talið er að Mongkhol hafi verið fyrstur drengjanna til þess að komast út úr hellinum með hjálp kafara, sem föðmuðu strákanna fjóra um leið og ljóst var að þeir væru lausir úr prísundinni. „Þetta tókst meistaralega vel,“ sagði Narongsak Osatanakorn, sem stýrir björgunaraðgerðunum. Átta drengir og þjálfari þeirra eru þó enn í sömu sporum inn í hellinum. Hlé hefur verið gert á björgunaraðgerðum en búist er við að þær muni hefjast aftur klukkan átta á morgun að staðartíma, eða klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Hlé gert á björguninni yfir nótt, fjórir komnir upp Vísir fylgist með björgunaraðgerðunum á Taílandi í beinni textalýsingu. 8. júlí 2018 14:45 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Móðir eins þeirra sem sagður er hafa verið bjargað úr hellinum í Chiang Rai í Taílandi fyrr í dag segist ekki hafa fengið staðfestingu á því að sonur hennar hafi verið einn þeirra fjögurra sem komst út. Hún, ásamt foreldrum, hafa sofið við hellinn undanfarna daga. Fjórum drengjum var bjargað úr hellinum fyrr í dag í aðgerð sem heppnaðist betur en bjartsýnustu menn þorðu að vona en aðeins átta tíma tók að koma þeim út. Þeir voru fluttir strax á sjúkrahús í Chiang Rai borg. Yfirvöld hafa ekki gefið út nöfn þeirra sem bjargað var úr hellinum en á samfélagsmiðlum og í taílenskum fjölmiðlum hefur meðal annars verið greint frá því að einn þeirra hafi verið hinn fjórtán ára gamli Mongkhol Boonpiam. Móðir hans segist hafa frétt af í gegnum samfélagsmiðla að sonur hennar kunni að vera kominn út. „Ég heyrði nafnið hans, Mongkhol, og ég varð hamingjusöm,“ sagði Namhom Boonpiam, móðir drengsins í samtali við Guardian.Drengjunum var ekið í burtu um leið í sjúkrabílum.Vísir/GettyKafararnir föðmuðu drengina um leið og ljóst var að þeir væru hólpnir Hún hefur undanfarna daga dvalið við hellinn dag og nótt og beðið fregna, líkt og margir aðrir foreldrar þeirra sem fastir eru í hellinum. Hún hefur þó ekki ákveðið hvað sé það fyrsta sem hún muni segja við hann þegar þau hittast á nýjan leik. „Ég verð að hitta hann fyrst,“ sagði Namhom. Talið er að Mongkhol hafi verið fyrstur drengjanna til þess að komast út úr hellinum með hjálp kafara, sem föðmuðu strákanna fjóra um leið og ljóst var að þeir væru lausir úr prísundinni. „Þetta tókst meistaralega vel,“ sagði Narongsak Osatanakorn, sem stýrir björgunaraðgerðunum. Átta drengir og þjálfari þeirra eru þó enn í sömu sporum inn í hellinum. Hlé hefur verið gert á björgunaraðgerðum en búist er við að þær muni hefjast aftur klukkan átta á morgun að staðartíma, eða klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma.
Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Hlé gert á björguninni yfir nótt, fjórir komnir upp Vísir fylgist með björgunaraðgerðunum á Taílandi í beinni textalýsingu. 8. júlí 2018 14:45 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Hlé gert á björguninni yfir nótt, fjórir komnir upp Vísir fylgist með björgunaraðgerðunum á Taílandi í beinni textalýsingu. 8. júlí 2018 14:45