Staðurinn sem er í eigu þremenninganna Linneu Hellström, Krumma Björgvinssonar og Arnar Tönsberg mun bjóða upp á vegan matseðil sem er þó ekki ætlað að vera hollur.
Tilkynnt var um fyrirhugaða opnun staðarins sumarið 2017 og hófst þá söfnun á vefsíðunni Karolina Fund til að gera þremenningum kleift að opna staðinn. Veganæs sem er staðsettur inn á Gauknum á Tryggvagötu opnaði eldhús sitt fyrir gestum á hátíðinn Reykjavík Fringe Festival í síðustu viku en nú getur hver sem er gætt sér á kræsingunum sem Veganæs býður upp á.
Á söfnunarsíðu Veganæs segir: „ Aðaláherslan er á að matreiða og bera fram Vegan-fæði sem stendur jöfnum fæti á við „venjulegan” mat, og þar með skella hurðinni framan í stærstu mótrökin gegn Vegan-mat, t.d. um bragð, áferð eða beikon, og við viljum gera svo með bros á vör. Fókusinn er á þægindamat sem hentar bæði rokkbar og Veganæs-rokkurum: Safaríkur, kryddaður og sósuríkur.“