Hítará hefur fundið sér nýjan farveg Elísabet Inga Sigurðardóttir og Kjartan Kjartansson skrifar 8. júlí 2018 11:47 Skriðan rann yfir farveg Hítarár sem stíflaðist. Jón G. Guðbrandsson Íbúi í Hítardal segir að Hítará hafi fundið sér nýjan farveg fram hjá skriðunni miklu sem féll úr Fagraskógarfjalli í gær. Ofanflóðasérfræðingur Veðurstofunnar segir starfsmenn hennar að störfum í dalnum í dag við mælingar á skriðunni og lóninu sem hefur myndast fyrir ofan hana. Erla Dögg Ármannsdóttir á bænum Hítardal í samnefndum dal segir lónið líta svipað út og í gærkvöldi. Í það minnsta hafi ekki lækkað í því. Skriðan rann yfir farveg Hítarár og stíflaði hana. „Áin hefur fundiðst sér farveg fram hjá skriðunni og kannski þann farveg sem við vorum að vonum að hún myndi finna sér,“ segir hún. Vatnið leitar nú í Tálma, hliðará Hítarár. Erla Dögg segir að vatnið í Tálma sér nú farið að aukast. Leiddar hafa verið líkur að því að vætutíðin undanfarið hafi komið skriðunni af stað. Þannig sagði Finnbogi Rögnvaldsson, jarðfræðingur, að rigningarvatn hefði safnast upp í gömlum jarðskjálftasprungum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Þrýstingur af völdum vatnsins hefði valdið því að stór spilda féll úr fjallinu í gærmorgun. Magni Hreinn Jónsson, ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að rúmlega 200 millímetrar regns hafi mælst í Fíflholti, nærri Hítardal, frá 1. apríl. Úrkoman hafi verið nokkuð jöfn á tímabilinu og engar stórrigningar. Hann segir sérfræðinga að störfum á skriðusvæðinu í dag. Þeir ætli að mæla skriðuna, upptök hennar og úthlaupið. Vatnasérfræðingur fylgist einnig með vatnssöfnun fyrir ofan stífluna og rennsli Hítarár. Skriðufall í Hítardal Tengdar fréttir Mikil grjótskriða úr Fagraskógarfjalli: „Stórt fjall í ánni“ Skriðan er sögð gríðarstór en hún féll snemma í morgun. Hítardalsá stíflaðist og hefur stórt lón myndast fyrir aftan skriðuna. 7. júlí 2018 11:32 Almannavarnir meta ástandið í Hítardal Almannavarnir eru að meta ástandið í Hítardal eftir skriðufall. 7. júlí 2018 14:37 „Þetta er bein afleiðing af þessum miklu rigningum“ Stór skriða féll úr Fagraskógafjalli í Hítardal snemma í morgun. Jarðfræðingur segir fall skriðunnar vera afleiðing mikils rigningarsumars. 7. júlí 2018 18:45 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Íbúi í Hítardal segir að Hítará hafi fundið sér nýjan farveg fram hjá skriðunni miklu sem féll úr Fagraskógarfjalli í gær. Ofanflóðasérfræðingur Veðurstofunnar segir starfsmenn hennar að störfum í dalnum í dag við mælingar á skriðunni og lóninu sem hefur myndast fyrir ofan hana. Erla Dögg Ármannsdóttir á bænum Hítardal í samnefndum dal segir lónið líta svipað út og í gærkvöldi. Í það minnsta hafi ekki lækkað í því. Skriðan rann yfir farveg Hítarár og stíflaði hana. „Áin hefur fundiðst sér farveg fram hjá skriðunni og kannski þann farveg sem við vorum að vonum að hún myndi finna sér,“ segir hún. Vatnið leitar nú í Tálma, hliðará Hítarár. Erla Dögg segir að vatnið í Tálma sér nú farið að aukast. Leiddar hafa verið líkur að því að vætutíðin undanfarið hafi komið skriðunni af stað. Þannig sagði Finnbogi Rögnvaldsson, jarðfræðingur, að rigningarvatn hefði safnast upp í gömlum jarðskjálftasprungum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Þrýstingur af völdum vatnsins hefði valdið því að stór spilda féll úr fjallinu í gærmorgun. Magni Hreinn Jónsson, ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að rúmlega 200 millímetrar regns hafi mælst í Fíflholti, nærri Hítardal, frá 1. apríl. Úrkoman hafi verið nokkuð jöfn á tímabilinu og engar stórrigningar. Hann segir sérfræðinga að störfum á skriðusvæðinu í dag. Þeir ætli að mæla skriðuna, upptök hennar og úthlaupið. Vatnasérfræðingur fylgist einnig með vatnssöfnun fyrir ofan stífluna og rennsli Hítarár.
Skriðufall í Hítardal Tengdar fréttir Mikil grjótskriða úr Fagraskógarfjalli: „Stórt fjall í ánni“ Skriðan er sögð gríðarstór en hún féll snemma í morgun. Hítardalsá stíflaðist og hefur stórt lón myndast fyrir aftan skriðuna. 7. júlí 2018 11:32 Almannavarnir meta ástandið í Hítardal Almannavarnir eru að meta ástandið í Hítardal eftir skriðufall. 7. júlí 2018 14:37 „Þetta er bein afleiðing af þessum miklu rigningum“ Stór skriða féll úr Fagraskógafjalli í Hítardal snemma í morgun. Jarðfræðingur segir fall skriðunnar vera afleiðing mikils rigningarsumars. 7. júlí 2018 18:45 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Mikil grjótskriða úr Fagraskógarfjalli: „Stórt fjall í ánni“ Skriðan er sögð gríðarstór en hún féll snemma í morgun. Hítardalsá stíflaðist og hefur stórt lón myndast fyrir aftan skriðuna. 7. júlí 2018 11:32
Almannavarnir meta ástandið í Hítardal Almannavarnir eru að meta ástandið í Hítardal eftir skriðufall. 7. júlí 2018 14:37
„Þetta er bein afleiðing af þessum miklu rigningum“ Stór skriða féll úr Fagraskógafjalli í Hítardal snemma í morgun. Jarðfræðingur segir fall skriðunnar vera afleiðing mikils rigningarsumars. 7. júlí 2018 18:45