Björgunarmenn segjast í stríði við tímann og vatnið Kjartan Kjartansson skrifar 7. júlí 2018 11:09 Eina leiðin til að komast að drengjunum er með því að kafa í gegnum hellakerfið hættulega leið. Vísir/EPA Kafarar sem undirbúa björgun drengjanna sem sitja fastir í neðanjarðarhelli í Taílandi segja næstu daga besta tímann til að reyna að ná þeim út áður en meira rignir á svæðinu. Björgunarmenn segjast í kappi við „vatn og tíma“. Narongsak Osottanakorn, yfirmaður björgunaraðgerðanna, sagði fréttamönnum í dag að næstu þrír til fjórir dagar væru heppilegasti tíminn til að reyna að bjarga drengjunum og þjálfara þeirra sem hafa hýrst í hellinum í tvær vikur. Flóð af völdum úrhellisrigninga festi þá inni í hellakerfinu. „Núverandi aðstæður, varðandi stöðu lofts og vatns og heilsu drengjanna, er sú besta til þessa. Við erum í enn í kapphlaupi við vatn og tíma,“ hefur Reuters eftir Ossotanakorn. Reynt hefur verið að kenna drengjunum að kafa en eina leiðin út er sérstaklega erfið og aðeins á færi reyndustu kafara. Taílenskur kafari sem vann við undirbúning björgunaraðgerða drukknaði í lok vikunnar. Þá hafa drengirnir verið taldir of veikburða fram að þessu til að láta þá reyna að kafa út. Á sama tíma hefur verið reynt að dæla vatni upp úr hellunum og er vatnshæðin í þeim sögð hafa lækkað nokkuð. Þá hefur verið reynt að bora holur niður í hellinn þar sem drengirnar eru en án árangurs fram að þessu. Erlend ríki eins og Ástralía, Bretland, Kína Japan, og Bandaríkin hafa lagt aðgerðunum lið. Sendiherra Ísraels heimsótti staðinn í gær til að kynna sér aðstæður og kanna hvaða aðstoð þarlend stjórnvöld gætu veitt. Fastir í helli í Taílandi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Kafarar sem undirbúa björgun drengjanna sem sitja fastir í neðanjarðarhelli í Taílandi segja næstu daga besta tímann til að reyna að ná þeim út áður en meira rignir á svæðinu. Björgunarmenn segjast í kappi við „vatn og tíma“. Narongsak Osottanakorn, yfirmaður björgunaraðgerðanna, sagði fréttamönnum í dag að næstu þrír til fjórir dagar væru heppilegasti tíminn til að reyna að bjarga drengjunum og þjálfara þeirra sem hafa hýrst í hellinum í tvær vikur. Flóð af völdum úrhellisrigninga festi þá inni í hellakerfinu. „Núverandi aðstæður, varðandi stöðu lofts og vatns og heilsu drengjanna, er sú besta til þessa. Við erum í enn í kapphlaupi við vatn og tíma,“ hefur Reuters eftir Ossotanakorn. Reynt hefur verið að kenna drengjunum að kafa en eina leiðin út er sérstaklega erfið og aðeins á færi reyndustu kafara. Taílenskur kafari sem vann við undirbúning björgunaraðgerða drukknaði í lok vikunnar. Þá hafa drengirnir verið taldir of veikburða fram að þessu til að láta þá reyna að kafa út. Á sama tíma hefur verið reynt að dæla vatni upp úr hellunum og er vatnshæðin í þeim sögð hafa lækkað nokkuð. Þá hefur verið reynt að bora holur niður í hellinn þar sem drengirnar eru en án árangurs fram að þessu. Erlend ríki eins og Ástralía, Bretland, Kína Japan, og Bandaríkin hafa lagt aðgerðunum lið. Sendiherra Ísraels heimsótti staðinn í gær til að kynna sér aðstæður og kanna hvaða aðstoð þarlend stjórnvöld gætu veitt.
Fastir í helli í Taílandi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira