Þekktur leiðtogi hvítra þjóðernissinna segist hafa verið stöðvaður á Keflavíkurflugvelli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. júlí 2018 20:43 Richard Spencer er kallaður faðir „alt-right“-hreyfingarinnar í Bandaríkjunum. vísir/getty Richard Spencer, þekktur leiðtogi hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum, var í vikunni stöðvaður á Keflavíkurflugvelli þar sem hann millilenti á leið sinni til Svíþjóðar. Spencer segir frá þessu í viðtali við AP-fréttastofunni og greinir frá því að honum hafi verið haldið á Keflavíkurflugvelli í ríflega þrjá klukkutíma áður en honum var gert að snúa aftur til Bandaríkjanna á miðvikudag. Hann komst því aldrei til Svíþjóðar þar sem hann átti að tala á ráðstefnu. Að sögn Spencer var honum sagt af yfirvöldum hér að þau hefðu stöðvað för hans samkvæmt tilmælum frá pólskum yfirvöldum. Í nóvember síðastliðnum var greint frá því í pólskum fjölmiðlum að stjórnvöld í Póllandi hefðu bannað Spencer að koma til þeirra 26 landa sem eru innan Schengen-svæðisins næstu fimm árin. „Þetta er algjörlega fáránlegt. Ég er ekki að reyna að fremja nokkurn glæp,“ er haft eftir Spencer á vef AP. Sjá einnig: Hitt hægrið á sviðið í Bandaríkjunum Talsmaður lögreglunnar í Póllandi hafði ekki heyrt af neinu máli tengdu Spencer þegar AP leitaði eftir viðbrögðum lögreglu vegna málsins og þá hafði fréttastofunni ekki borist svar frá leyniþjónustu landsins við fyrirspurn sinni um Spencer. Árið 2014 var Spencer meinað að koma inn á Schengen-svæðið næstu þrjú árin eftir að hann var handtekinn í Ungverjalandi þar sem hann var að skipuleggja ráðstefnu. Spencer er kallaður faðir „alt-right“-hreyfingarinnar í Bandaríkjunum sem á íslensku gæti útlagst sem hitt hægrið. Kjarni hugmyndafræði hreyfingarinnar er afneitun á fjölmenningu og leiðandi öflum íhaldsmanna. Tengdar fréttir Þrír rasistar ákærðir fyrir að skjóta á mótmælendur Mennirnir þrír keyrðu upp að hópi mótmælenda og rifust við þau. Rifrildið endaði svo með því að einn þeirra skaut einu skoti að mótmælendunum og flúðu þeir. 20. október 2017 21:22 Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Fánar gömlu Suðurríkjanna voru áberandi í hópi hvítra þjóðernissinna sem fylktu liði í Charlottesville í Bandaríkjunum í gær. Þeir hrópuðu rasísk slagorð og sumir heilsuðu að nasistasið og báru fána með hakakrossinum. 13. ágúst 2017 11:43 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Sjá meira
Richard Spencer, þekktur leiðtogi hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum, var í vikunni stöðvaður á Keflavíkurflugvelli þar sem hann millilenti á leið sinni til Svíþjóðar. Spencer segir frá þessu í viðtali við AP-fréttastofunni og greinir frá því að honum hafi verið haldið á Keflavíkurflugvelli í ríflega þrjá klukkutíma áður en honum var gert að snúa aftur til Bandaríkjanna á miðvikudag. Hann komst því aldrei til Svíþjóðar þar sem hann átti að tala á ráðstefnu. Að sögn Spencer var honum sagt af yfirvöldum hér að þau hefðu stöðvað för hans samkvæmt tilmælum frá pólskum yfirvöldum. Í nóvember síðastliðnum var greint frá því í pólskum fjölmiðlum að stjórnvöld í Póllandi hefðu bannað Spencer að koma til þeirra 26 landa sem eru innan Schengen-svæðisins næstu fimm árin. „Þetta er algjörlega fáránlegt. Ég er ekki að reyna að fremja nokkurn glæp,“ er haft eftir Spencer á vef AP. Sjá einnig: Hitt hægrið á sviðið í Bandaríkjunum Talsmaður lögreglunnar í Póllandi hafði ekki heyrt af neinu máli tengdu Spencer þegar AP leitaði eftir viðbrögðum lögreglu vegna málsins og þá hafði fréttastofunni ekki borist svar frá leyniþjónustu landsins við fyrirspurn sinni um Spencer. Árið 2014 var Spencer meinað að koma inn á Schengen-svæðið næstu þrjú árin eftir að hann var handtekinn í Ungverjalandi þar sem hann var að skipuleggja ráðstefnu. Spencer er kallaður faðir „alt-right“-hreyfingarinnar í Bandaríkjunum sem á íslensku gæti útlagst sem hitt hægrið. Kjarni hugmyndafræði hreyfingarinnar er afneitun á fjölmenningu og leiðandi öflum íhaldsmanna.
Tengdar fréttir Þrír rasistar ákærðir fyrir að skjóta á mótmælendur Mennirnir þrír keyrðu upp að hópi mótmælenda og rifust við þau. Rifrildið endaði svo með því að einn þeirra skaut einu skoti að mótmælendunum og flúðu þeir. 20. október 2017 21:22 Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Fánar gömlu Suðurríkjanna voru áberandi í hópi hvítra þjóðernissinna sem fylktu liði í Charlottesville í Bandaríkjunum í gær. Þeir hrópuðu rasísk slagorð og sumir heilsuðu að nasistasið og báru fána með hakakrossinum. 13. ágúst 2017 11:43 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Sjá meira
Þrír rasistar ákærðir fyrir að skjóta á mótmælendur Mennirnir þrír keyrðu upp að hópi mótmælenda og rifust við þau. Rifrildið endaði svo með því að einn þeirra skaut einu skoti að mótmælendunum og flúðu þeir. 20. október 2017 21:22
Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Fánar gömlu Suðurríkjanna voru áberandi í hópi hvítra þjóðernissinna sem fylktu liði í Charlottesville í Bandaríkjunum í gær. Þeir hrópuðu rasísk slagorð og sumir heilsuðu að nasistasið og báru fána með hakakrossinum. 13. ágúst 2017 11:43