Innlent

Í­búar í Vík sýndu ljós­mæðrum stuðning í kjara­bar­áttunni

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Íbúar í Vík sýndu ljósmæðrum stuðning í dag.
Íbúar í Vík sýndu ljósmæðrum stuðning í dag. Þórir N. Kjartansson
Íbúar í Vík í Mýrdal komu saman á Guðlaugsbletti klukkan 17 í dag til þess að sýna ljósmæðrum stuðning í kjarabaráttu þeirra. Það var Ólöf Lilja Steinþórsdóttir, 25 ára gömul móðir í bænum, sem stóð fyrir viðburðinum og boðaði til hans með stuttum fyrirvara.

„Kjarabarátta ljósmæðra er mér hjartans mál og sem foreldri langaði mig til að sýna þeim stuðning,“ segir Ólöf Lilja. Hún gerði skilti sem á stóð „Við styðjum ljósmæður“ og segir að sig langi til að hengja það upp einhvers staðar í bænum en hún þurfi að ræða við bæjaryfirvöld varðandi það.

Ólöf Lilja hvetur fólk út um allt land til að gera slíkt hið sama og íbúar í Vík gerðu í dag; að sýna ljósmæðrum stuðning með svipuðu viðburði og hún stóð fyrir í dag.

„Margt smátt gerir eitt stórt,“ segir Ólöf Lilja.

Enn er ósamið við ljósmæður en síðasti fundur í deilunni var hjá ríkissáttasemjara í gær. Næsti fundur hefur verið boðaður á miðvikudaginn í næstu viku.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×