Ég kann alveg á blautarann Þórlindur Kjartansson skrifar 6. júlí 2018 07:00 Næstum því öll börn eiga það eflaust sammerkt að þau misskilja fyrst á ævinni hvað felst í því að keyra bíl. Þegar þau setjast sjálf undir stýri, eða herma eftir akstri í leik, þá hamast þau á stýrinu og rykkja því af offorsi fram og til baka. Ef þau eru alin upp við beinskipta bíla þá djöflast þau líka á gírstönginni. Allir vita að eftir því sem maður keyrir hraðar, þeim mun meiri tilþrif þarf við að snúa stýrinu. Auðvitað veit fullorðna fólkið að þessi krúttlega sannfæring barnanna er reist á sandi rétt eins og sannfæring miðaldra karlmanna um að þeir gætu léttilega skrúfað aukaspyrnur upp í samskeytin þegar þeir horfa á Gylfa, Messi og Ronaldo gera það í sjónvarpinu.Sjálfstraust, hroki, heimska Einn ókosturinn við að eldast og þroskast er að það fjarar smám saman undan þessu óraunhæfa og sandbyggða sjálfstrausti. Það tekur þó mismikinn tíma. Ég og skólafélagar mínir áttum til dæmis nóg eftir af þess lags innihaldslitlu sjálfsöryggi langt fram eftir þrítugsaldrinum. Auðvitað heitir það ekki lengur sjálfstraust þegar fullorðið fólk þykist geta allt—það heitir ýmist hroki eða heimska. En það er samt sem áður hægt að njóta þess að vera heimskur og hrokafullur þegar maður er ungur. Vinir mínir og ég stofnuðum til að mynda fyrirtæki sem hafði engan tilgang, engar vörur, enga fjármögnun og engar áætlanir—heldur var einvörðungu stofnað af þeirri sannfæringu að við félagarnir gætum allt; og flest betur en nokkur annar. Við vorum uppfullir af alls konar stórum hugmyndum, þó einkum um sjálfa okkur. En sem betur fer reyndumst við vera þeir einu sem trúðu þessum órum, og engum datt í hug að treysta okkur fyrir neins konar ábyrgð. Fljótlega komumst við að því að þegar maður kafar ofan í hitt og þetta sem á yfirborðinu virðist fáránlegt eða vitlaust þá kemst maður að því að að baki liggja góðar ákvarðanir gáfaðs fólks sem skilur hlutina hundrað sinnum betur en hrokafull ungmenni. Það er svo þroski sem flestir taka út með tíð og tíma, að ná að bera virðingu fyrir því að flest fólk er býsna klárt í því sem það tekur sér fyrir hendur, og leggur metnað og stolt í að gera hlutina vel. Það sem á yfirborðinu gæti virkað einfalt, eins og að snúa stýrinu í bíl hratt, er oftast miklu flóknara en maður gerði sér í hugarlund. Miðdepillinn Í vikunni vakti þingmaðurinn Brynjar Níelsson athygli fyrir að lýsa því yfir að íslenskir fjölmiðlar væru „í ruslflokki“—að minnsta kosti allir nema hinn eini sanni fjölmiðill þar sem réttar skoðanir eru varðar af aðdáunarverðum heiðarleika. Það er svo sannarlega ekki ný saga á Íslandi eða annars staðar að stjórnmálamönnum finnist fjölmiðlamenn vera villtir bjánar, og að fjölmiðlafólki finnist stjórnmálamenn vera spilltir kjánar. Ætli hvorri stéttinni sýnist ekki á yfirborðinu að fremur lítið komi til starfa hinnar. Blaðamenn gætu auðveldlega séð sig standa í pontu á þingi og stjórnmálamenn telja sig eflaust geta skrifað betri og gáfulegri fréttir og leiðara heldur en blaðasnáparnir. Blaðamenn og stjórnmálamenn eiga það reyndar að einhverju leyti sammerkt að þeir halda lengi í þá hugmynd um sjálfa sig að þeir geti auðveldlega dembt sér inn í umræðu um hvaða sérhæfða og flókna viðfangsefni sem er og vitað svörin betur en nokkur annar. Það er reyndar nauðsynlegt fyrir báðar stéttir að geta sett sig hratt og vel inn í ýmiss konar málefni, en það er hollt að temja sér að setja hæfilegan fyrirvara við eigin getu til þess að segja fólki fyrir verkum eða til syndanna fyrir að kunna ekki sitt fag. Það er fáránlegt hjá Brynjari Níelssyni að gefa sér að blaðamenn séu meira og minna allir að reka erindi sín eða hugsjónir í störfum sínum. Þótt enginn skilji persónuleika sinn, metnað eða lífsviðhorf eftir heima þegar þeir mæta í vinnuna þá held ég að langflestir blaðamenn séu einfaldlega að hugsa um að skrifa og segja góðar, áhugaverðar og sannar fréttir. Vitleysa Brynjars á líklega rætur sínar í þeirri rótföstu hugmynd stjórnmálamanna að samfélagið snúist fyrst og fremst um þá sjálfa og það sem þeir eru að gera. Sorrí, það er misskilningur. Blautarinn Ein lítil stúlka sem hafði lært svo óskaplega vel á heimilistækin var ekki bara með það á hreinu hvernig ætti að setja þurrkarann í gang. Hún kunni líka á tækið sem stendur við hliðina á þurrkaranum og hefur það hlutverk í tilverunni að gera fötin blaut svo það sé hægt að þurrka þau—sem sagt, blautarann. Stundum getur það nefnilega hent mann að misskilja ekki bara hvernig hlutirnir virka, heldur vaða líka í eintómri villu um raunverulegan tilgang þeirra og eðli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Næstum því öll börn eiga það eflaust sammerkt að þau misskilja fyrst á ævinni hvað felst í því að keyra bíl. Þegar þau setjast sjálf undir stýri, eða herma eftir akstri í leik, þá hamast þau á stýrinu og rykkja því af offorsi fram og til baka. Ef þau eru alin upp við beinskipta bíla þá djöflast þau líka á gírstönginni. Allir vita að eftir því sem maður keyrir hraðar, þeim mun meiri tilþrif þarf við að snúa stýrinu. Auðvitað veit fullorðna fólkið að þessi krúttlega sannfæring barnanna er reist á sandi rétt eins og sannfæring miðaldra karlmanna um að þeir gætu léttilega skrúfað aukaspyrnur upp í samskeytin þegar þeir horfa á Gylfa, Messi og Ronaldo gera það í sjónvarpinu.Sjálfstraust, hroki, heimska Einn ókosturinn við að eldast og þroskast er að það fjarar smám saman undan þessu óraunhæfa og sandbyggða sjálfstrausti. Það tekur þó mismikinn tíma. Ég og skólafélagar mínir áttum til dæmis nóg eftir af þess lags innihaldslitlu sjálfsöryggi langt fram eftir þrítugsaldrinum. Auðvitað heitir það ekki lengur sjálfstraust þegar fullorðið fólk þykist geta allt—það heitir ýmist hroki eða heimska. En það er samt sem áður hægt að njóta þess að vera heimskur og hrokafullur þegar maður er ungur. Vinir mínir og ég stofnuðum til að mynda fyrirtæki sem hafði engan tilgang, engar vörur, enga fjármögnun og engar áætlanir—heldur var einvörðungu stofnað af þeirri sannfæringu að við félagarnir gætum allt; og flest betur en nokkur annar. Við vorum uppfullir af alls konar stórum hugmyndum, þó einkum um sjálfa okkur. En sem betur fer reyndumst við vera þeir einu sem trúðu þessum órum, og engum datt í hug að treysta okkur fyrir neins konar ábyrgð. Fljótlega komumst við að því að þegar maður kafar ofan í hitt og þetta sem á yfirborðinu virðist fáránlegt eða vitlaust þá kemst maður að því að að baki liggja góðar ákvarðanir gáfaðs fólks sem skilur hlutina hundrað sinnum betur en hrokafull ungmenni. Það er svo þroski sem flestir taka út með tíð og tíma, að ná að bera virðingu fyrir því að flest fólk er býsna klárt í því sem það tekur sér fyrir hendur, og leggur metnað og stolt í að gera hlutina vel. Það sem á yfirborðinu gæti virkað einfalt, eins og að snúa stýrinu í bíl hratt, er oftast miklu flóknara en maður gerði sér í hugarlund. Miðdepillinn Í vikunni vakti þingmaðurinn Brynjar Níelsson athygli fyrir að lýsa því yfir að íslenskir fjölmiðlar væru „í ruslflokki“—að minnsta kosti allir nema hinn eini sanni fjölmiðill þar sem réttar skoðanir eru varðar af aðdáunarverðum heiðarleika. Það er svo sannarlega ekki ný saga á Íslandi eða annars staðar að stjórnmálamönnum finnist fjölmiðlamenn vera villtir bjánar, og að fjölmiðlafólki finnist stjórnmálamenn vera spilltir kjánar. Ætli hvorri stéttinni sýnist ekki á yfirborðinu að fremur lítið komi til starfa hinnar. Blaðamenn gætu auðveldlega séð sig standa í pontu á þingi og stjórnmálamenn telja sig eflaust geta skrifað betri og gáfulegri fréttir og leiðara heldur en blaðasnáparnir. Blaðamenn og stjórnmálamenn eiga það reyndar að einhverju leyti sammerkt að þeir halda lengi í þá hugmynd um sjálfa sig að þeir geti auðveldlega dembt sér inn í umræðu um hvaða sérhæfða og flókna viðfangsefni sem er og vitað svörin betur en nokkur annar. Það er reyndar nauðsynlegt fyrir báðar stéttir að geta sett sig hratt og vel inn í ýmiss konar málefni, en það er hollt að temja sér að setja hæfilegan fyrirvara við eigin getu til þess að segja fólki fyrir verkum eða til syndanna fyrir að kunna ekki sitt fag. Það er fáránlegt hjá Brynjari Níelssyni að gefa sér að blaðamenn séu meira og minna allir að reka erindi sín eða hugsjónir í störfum sínum. Þótt enginn skilji persónuleika sinn, metnað eða lífsviðhorf eftir heima þegar þeir mæta í vinnuna þá held ég að langflestir blaðamenn séu einfaldlega að hugsa um að skrifa og segja góðar, áhugaverðar og sannar fréttir. Vitleysa Brynjars á líklega rætur sínar í þeirri rótföstu hugmynd stjórnmálamanna að samfélagið snúist fyrst og fremst um þá sjálfa og það sem þeir eru að gera. Sorrí, það er misskilningur. Blautarinn Ein lítil stúlka sem hafði lært svo óskaplega vel á heimilistækin var ekki bara með það á hreinu hvernig ætti að setja þurrkarann í gang. Hún kunni líka á tækið sem stendur við hliðina á þurrkaranum og hefur það hlutverk í tilverunni að gera fötin blaut svo það sé hægt að þurrka þau—sem sagt, blautarann. Stundum getur það nefnilega hent mann að misskilja ekki bara hvernig hlutirnir virka, heldur vaða líka í eintómri villu um raunverulegan tilgang þeirra og eðli.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun