Ökumaður á ferð við Kúagerði á Reykjanesbraut áleiðis til Keflavíkur í vikunni brá í brún þegar dekk kom rúllandi úr gagnstæðri átt og lenti á framstuðara bifreiðar hans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum.
Dekkið hafði losnað undan bifreið á sömu slóðum, sem ekið var í átt til Reykjavíkur, skoppað yfir á hinn vegarhelminginn og hafnað á fyrrnefndu bifreiðinni. Enginn slasaðist í óhappinu en fjarlægja þurfti aðra bifreiðina með dráttarbifreið.
Þá hafa fleiri umferðaróhöpp orðið í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum undanfarna daga en engin þeirra meiriháttar.
Mætti rúllandi dekki á Reykjanesbraut
Kristín Ólafsdóttir skrifar
