Ætla að reyna að koma strákunum út næsta sólarhringinn Atli Ísleifsson skrifar 5. júlí 2018 10:25 Unnið er að því að dæla vatni upp úr helliskerfinu. Vísir/EPA Vonast er til að hægt verði að ná taílensku strákunum tólf og þjálfara þeirra út úr Tham Luang-hellakerfinu í héraðinu Chuang Rai í dag eða á morgun. Aðstæður til björgunar hafa verið mjög erfiðar vegna yfirstandandi rigningatímabils og vonast björgunarlið til að hægt verði að hafa hraðar hendur og ná þeim út áður en bætir í rigningu á morgun. „Markmiðið er að ná strákunum út í dag eða á morgun“ segir Sanpon Kaeeri hjá taílenska björgunarliðinu í samtali fréttamann NRK sem er á staðnum. Hann segir mjög marga nú vinna að því að dæla vatni upp úr hellakerfinu. Drengirnir tólf og þjálfari þeirra hafa verið fastir í hellinum í tólf daga, en þeir fundust á mánudag eftir níu daga leit. Um þúsund manns vinna nú að því að ná drengjunum út, meðal annars hermenn, björgunarsveitir og munkar.NRK greinir frá því að við núverandi aðstæður myndi taka ellefu tíma að ná hverjum og einum dreng út. Bæti í rigningu myndi sá tímarammi breytast. Héraðsstjórinn Narongsak Osatanakorn segist hafa mestar áhyggjur af veðrinu. Hann hefur beðið yfirmann sjóhersins, sem ábyrgð ber á björgunaraðgerðum, að leggja mat á hvort mögulegt sé að bjarga drengjunum í dag. „Þeir munu ákvarða það hvort við getum tekið þá áhættu,“ segir Osatanakorn, sem áður hefur sagt að ekki yrði reynt að koma drengjunum út ef áhættan er talin of mikil. Drengirnir eru á aldrinum ellefu til sextán ára. Þeir héldu inn í hellinn 23. júní þegar hann var þurr en festust þegar skyndilega skall á með mikilli rigningu sem lokaði útgönguleiðum. Breskir kafarar fundu svo drengina um fjórum kílómetrum frá hellismunnanum á mánudaginn.Uppfært kl 11:28:NRK greinir frá því nú klukkan 11 hafi verið byrjað að flytja björgunarvesti inn í hellinn til strákanna. Fyrst eigi að koma yngsta drengnum út, en sá er ellefu ára að aldri. Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Sviðsstjóri köfunar hjá Gæslunni: Ekki aðstæður sem vanir kafarar færu alla jafna í nema með sérþjálfun Jónas Karl Þorvaldsson, sviðsstjóri köfunar hjá Landhelgisgæslunni, segir að aðstæðurnar í hellinum í Taílandi þar sem fótboltastrákarnir tólf og þjálfarinn þeirra sitja fastir séu erfiðar. 4. júlí 2018 19:30 Ný leið til strákanna í hellinum mögulega fundin Ríkisstjóri Chiang Rai-héraðs í Taílandi segir nú að búið að sé að finna nýtt hellisop sem kunni að leiða til staðarins þar sem drengirnir hafa nú verið fastir í ellefu daga. 4. júlí 2018 11:47 Nýtt myndband sýnir drengina við hestaheilsu Sérsveit tælenska sjóhersins sendi í nótt frá sér nýtt myndband af fótboltadrengjunum tólf, sem fastir eru í helli í norðurhluta landsins. 4. júlí 2018 06:18 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Sjá meira
Vonast er til að hægt verði að ná taílensku strákunum tólf og þjálfara þeirra út úr Tham Luang-hellakerfinu í héraðinu Chuang Rai í dag eða á morgun. Aðstæður til björgunar hafa verið mjög erfiðar vegna yfirstandandi rigningatímabils og vonast björgunarlið til að hægt verði að hafa hraðar hendur og ná þeim út áður en bætir í rigningu á morgun. „Markmiðið er að ná strákunum út í dag eða á morgun“ segir Sanpon Kaeeri hjá taílenska björgunarliðinu í samtali fréttamann NRK sem er á staðnum. Hann segir mjög marga nú vinna að því að dæla vatni upp úr hellakerfinu. Drengirnir tólf og þjálfari þeirra hafa verið fastir í hellinum í tólf daga, en þeir fundust á mánudag eftir níu daga leit. Um þúsund manns vinna nú að því að ná drengjunum út, meðal annars hermenn, björgunarsveitir og munkar.NRK greinir frá því að við núverandi aðstæður myndi taka ellefu tíma að ná hverjum og einum dreng út. Bæti í rigningu myndi sá tímarammi breytast. Héraðsstjórinn Narongsak Osatanakorn segist hafa mestar áhyggjur af veðrinu. Hann hefur beðið yfirmann sjóhersins, sem ábyrgð ber á björgunaraðgerðum, að leggja mat á hvort mögulegt sé að bjarga drengjunum í dag. „Þeir munu ákvarða það hvort við getum tekið þá áhættu,“ segir Osatanakorn, sem áður hefur sagt að ekki yrði reynt að koma drengjunum út ef áhættan er talin of mikil. Drengirnir eru á aldrinum ellefu til sextán ára. Þeir héldu inn í hellinn 23. júní þegar hann var þurr en festust þegar skyndilega skall á með mikilli rigningu sem lokaði útgönguleiðum. Breskir kafarar fundu svo drengina um fjórum kílómetrum frá hellismunnanum á mánudaginn.Uppfært kl 11:28:NRK greinir frá því nú klukkan 11 hafi verið byrjað að flytja björgunarvesti inn í hellinn til strákanna. Fyrst eigi að koma yngsta drengnum út, en sá er ellefu ára að aldri.
Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Sviðsstjóri köfunar hjá Gæslunni: Ekki aðstæður sem vanir kafarar færu alla jafna í nema með sérþjálfun Jónas Karl Þorvaldsson, sviðsstjóri köfunar hjá Landhelgisgæslunni, segir að aðstæðurnar í hellinum í Taílandi þar sem fótboltastrákarnir tólf og þjálfarinn þeirra sitja fastir séu erfiðar. 4. júlí 2018 19:30 Ný leið til strákanna í hellinum mögulega fundin Ríkisstjóri Chiang Rai-héraðs í Taílandi segir nú að búið að sé að finna nýtt hellisop sem kunni að leiða til staðarins þar sem drengirnir hafa nú verið fastir í ellefu daga. 4. júlí 2018 11:47 Nýtt myndband sýnir drengina við hestaheilsu Sérsveit tælenska sjóhersins sendi í nótt frá sér nýtt myndband af fótboltadrengjunum tólf, sem fastir eru í helli í norðurhluta landsins. 4. júlí 2018 06:18 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Sjá meira
Sviðsstjóri köfunar hjá Gæslunni: Ekki aðstæður sem vanir kafarar færu alla jafna í nema með sérþjálfun Jónas Karl Þorvaldsson, sviðsstjóri köfunar hjá Landhelgisgæslunni, segir að aðstæðurnar í hellinum í Taílandi þar sem fótboltastrákarnir tólf og þjálfarinn þeirra sitja fastir séu erfiðar. 4. júlí 2018 19:30
Ný leið til strákanna í hellinum mögulega fundin Ríkisstjóri Chiang Rai-héraðs í Taílandi segir nú að búið að sé að finna nýtt hellisop sem kunni að leiða til staðarins þar sem drengirnir hafa nú verið fastir í ellefu daga. 4. júlí 2018 11:47
Nýtt myndband sýnir drengina við hestaheilsu Sérsveit tælenska sjóhersins sendi í nótt frá sér nýtt myndband af fótboltadrengjunum tólf, sem fastir eru í helli í norðurhluta landsins. 4. júlí 2018 06:18