Neymar búinn að liggja í grasinu í fjórtán mínútur á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2018 09:00 Algeng sjón á HM. Leikurinn stopp og Neymar engist um af sársauka. Vísir/Getty Brasilíumaðurinn Neymar er vissulega sá sem oftast hefur verið brotið á í leikjum heimsmeistaramótsins í fótbolta en hann hefur hinsvegar jafnframt fengið á sig mikla gagnrýndi fyrir leikaraskap. Nú er komin fram ný tölfræði um Brassann sem minnkar ekkert þá gagnrýni. Fólkið á svissnesku sjónvarpsstöðinni RTS Sport fékk að kynnast þessu í leik Brasilíu og Sviss í riðlakeppninni og þau ákváðu í framhaldinu að taka saman hversu mikið Neymar hefur legið vælandi í grasinu á þessu heimsmeistaramóti. Þeirra mæling sýnir að Neymar er búinn að liggja í næstum því fjórtán mínútur í grasinu á HM í Rússlandi. 23 sinnum hefur verið dæmd aukaspyrna eftir brot á brasilíska framherjanum.#Neymar has spent 13 mins 50 of the #WorldCup rolling around injured, including 5 mins 30 vs #MEX alone, according to Swiss channel RTS. pic.twitter.com/v8clphw0Mq — Robin Bairner (@RBairner) July 4, 2018 Neymar hefur legið samtals í 13 mínútur og 50 sekúndur í grasinu og mest lá hann í grasinu á móti Mexíkó í 16 liða úrslitunum eða í 5 mínútur og 29 sekúndur. Framkoma Neymar hefur pirrað marga á mótinu en það var þó einkum ein viðbrögð hans úr síðasta leik á móti Mexíkó sem hneykslaði marga. Áhorfendur sáu hann þá veltast um í grasinu í tvær mínútur. Neymar engdist þá um eftir að Mexíkómaðurinn Miguel Layun steig á hann fyrir utan völlinn. Viðbrögð Neymar voru svo ýkt að Miguel Layun slapp við alla gagnrýni þótt að hann hefði átt að öllu eðlilegu að fá rautt spjald. Miguel Layun var í fullu jafnvægi þegar hann gekk að Neymar og steig á veika ökklann hans. Miguel Layun fékk ekki einu sinni spjald fyrir hvað þá rautt. Kannski var ástæðan að það leit út fyrir að Neymar væri hreinlega í lífshættu á grasinu svo mikil voru öskrin og lætin í honum. Það fóru allir að pæla í öfga viðbrögðum Neymar og allir gleymdu Layun. Neymar hefur skorað í tveimur síðustu leikjum og átt þátt í marki í þremur undanförum leikjum. Hann er með tvö mörk og tvær stoðsendingar í fjórum leikjum Brasilíu á HM 2018. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Sjá meira
Brasilíumaðurinn Neymar er vissulega sá sem oftast hefur verið brotið á í leikjum heimsmeistaramótsins í fótbolta en hann hefur hinsvegar jafnframt fengið á sig mikla gagnrýndi fyrir leikaraskap. Nú er komin fram ný tölfræði um Brassann sem minnkar ekkert þá gagnrýni. Fólkið á svissnesku sjónvarpsstöðinni RTS Sport fékk að kynnast þessu í leik Brasilíu og Sviss í riðlakeppninni og þau ákváðu í framhaldinu að taka saman hversu mikið Neymar hefur legið vælandi í grasinu á þessu heimsmeistaramóti. Þeirra mæling sýnir að Neymar er búinn að liggja í næstum því fjórtán mínútur í grasinu á HM í Rússlandi. 23 sinnum hefur verið dæmd aukaspyrna eftir brot á brasilíska framherjanum.#Neymar has spent 13 mins 50 of the #WorldCup rolling around injured, including 5 mins 30 vs #MEX alone, according to Swiss channel RTS. pic.twitter.com/v8clphw0Mq — Robin Bairner (@RBairner) July 4, 2018 Neymar hefur legið samtals í 13 mínútur og 50 sekúndur í grasinu og mest lá hann í grasinu á móti Mexíkó í 16 liða úrslitunum eða í 5 mínútur og 29 sekúndur. Framkoma Neymar hefur pirrað marga á mótinu en það var þó einkum ein viðbrögð hans úr síðasta leik á móti Mexíkó sem hneykslaði marga. Áhorfendur sáu hann þá veltast um í grasinu í tvær mínútur. Neymar engdist þá um eftir að Mexíkómaðurinn Miguel Layun steig á hann fyrir utan völlinn. Viðbrögð Neymar voru svo ýkt að Miguel Layun slapp við alla gagnrýni þótt að hann hefði átt að öllu eðlilegu að fá rautt spjald. Miguel Layun var í fullu jafnvægi þegar hann gekk að Neymar og steig á veika ökklann hans. Miguel Layun fékk ekki einu sinni spjald fyrir hvað þá rautt. Kannski var ástæðan að það leit út fyrir að Neymar væri hreinlega í lífshættu á grasinu svo mikil voru öskrin og lætin í honum. Það fóru allir að pæla í öfga viðbrögðum Neymar og allir gleymdu Layun. Neymar hefur skorað í tveimur síðustu leikjum og átt þátt í marki í þremur undanförum leikjum. Hann er með tvö mörk og tvær stoðsendingar í fjórum leikjum Brasilíu á HM 2018.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Sjá meira