Segir launahækkanir forstjóra ríkisstofnana ekki koma á óvart Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. júlí 2018 21:00 Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir þær launahækkanir sem forstjórar ríkisstofnana hafa fengið undanfarið ekki koma á óvart. Um sé að ræða framhald á þróun sem hófst með ákvörðun kjararáðs á kjördag í október 2016 þegar laun ráðherra og annarra ráðamanna voru hækkuð um tugi prósenta. „Og svo þessar áframhaldandi hækkanir toppanna í samfélaginu, langt umfram almenna launaþróun, langt umfram það sem landsmenn hafa verið að reyna að stilla í hófið til að halda stöðugleika. Þannig að þetta kemur ekkert á óvart. Þetta er bara stefna og hefur verið í gangi,“ sagði Jón Þór í viðtali við Sunnu Sæmundsdóttur, fréttamann, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Spurður út í þessar hækkanir og hvað honum þætti um þær í ljósi þess að kjarasamningar eru lausir sagði hann grundvöllinn fyrir ró á vinnumarkaði sátt og sanngirni en sanngirni væri ekki eitthvað sem menn væru að sjá. „Þetta er náttúrulega bara hræðilegt. Þú grundvallar ekki ró á vinnumarkaði og þar af leiðandi efnahagsstöðugleika nema með sátt og sanngirni. Sanngirni er grundvöllurinn að þessu og það er ekki það sem við erum að sjá. Það þýðir þá náttúrulega bara það að það er engin tilviljun að það er búið að skipta um forystu í Eflingu og í VR,“ sagði Jón Þór. Hann telur að ýmislegt sé hægt að gera í stöðunni. „Það er ýmislegt hægt að gera. Til dæmis getur Alþingi með góðu fordæmi leiðrétt sín laun til lækkunar eins og við Píratar höfum verið að leggja ítrekað fram, núna síðast bara fyrir svona þremur vikum síðan. Það myndi strax sýna eitthvað en það sem vantar er náttúrulega það að ef menn ætla að gera þetta þá verða þeir að setjast niður og tala opinskátt það hvað á að gera. Þetta verður að vera einhvers konar allsherjar nálgun þar sem ráðherrarnir stíga fram og sýna fordæmi.“ Kjaramál Tengdar fréttir Allt að helmingur af launum ríkisforstjóra í formi yfirvinnu Umtalsverður munur er á því hversu margar yfirvinnueiningar er gert ráð fyrir í launum ríkisforstjóra samkvæmt nýjum úrskurði Kjararáðs. 4. júlí 2018 16:29 Síðasta verkið var um 10,8% hækkun Síðasta verk kjararáðs var að hækka laun ýmissa forstöðumanna ríkisstofnanna. 4. júlí 2018 09:46 Vill festa laun æðstu stjórnenda við almenna launaþróun Þingmaður Vinstri grænna telur að setja eigi ríkisfyrirtækjum starfskjarareglur þar sem kveðið yrði á um að laun stjórnenda fylgi almennri launaþróun í landinu. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir tugprósenta launahækkanir forstjóra ríkisfyrirtækja grafalvarlegt mál og slæmt innlegg í kjaraviðræður. 4. júlí 2018 20:00 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir þær launahækkanir sem forstjórar ríkisstofnana hafa fengið undanfarið ekki koma á óvart. Um sé að ræða framhald á þróun sem hófst með ákvörðun kjararáðs á kjördag í október 2016 þegar laun ráðherra og annarra ráðamanna voru hækkuð um tugi prósenta. „Og svo þessar áframhaldandi hækkanir toppanna í samfélaginu, langt umfram almenna launaþróun, langt umfram það sem landsmenn hafa verið að reyna að stilla í hófið til að halda stöðugleika. Þannig að þetta kemur ekkert á óvart. Þetta er bara stefna og hefur verið í gangi,“ sagði Jón Þór í viðtali við Sunnu Sæmundsdóttur, fréttamann, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Spurður út í þessar hækkanir og hvað honum þætti um þær í ljósi þess að kjarasamningar eru lausir sagði hann grundvöllinn fyrir ró á vinnumarkaði sátt og sanngirni en sanngirni væri ekki eitthvað sem menn væru að sjá. „Þetta er náttúrulega bara hræðilegt. Þú grundvallar ekki ró á vinnumarkaði og þar af leiðandi efnahagsstöðugleika nema með sátt og sanngirni. Sanngirni er grundvöllurinn að þessu og það er ekki það sem við erum að sjá. Það þýðir þá náttúrulega bara það að það er engin tilviljun að það er búið að skipta um forystu í Eflingu og í VR,“ sagði Jón Þór. Hann telur að ýmislegt sé hægt að gera í stöðunni. „Það er ýmislegt hægt að gera. Til dæmis getur Alþingi með góðu fordæmi leiðrétt sín laun til lækkunar eins og við Píratar höfum verið að leggja ítrekað fram, núna síðast bara fyrir svona þremur vikum síðan. Það myndi strax sýna eitthvað en það sem vantar er náttúrulega það að ef menn ætla að gera þetta þá verða þeir að setjast niður og tala opinskátt það hvað á að gera. Þetta verður að vera einhvers konar allsherjar nálgun þar sem ráðherrarnir stíga fram og sýna fordæmi.“
Kjaramál Tengdar fréttir Allt að helmingur af launum ríkisforstjóra í formi yfirvinnu Umtalsverður munur er á því hversu margar yfirvinnueiningar er gert ráð fyrir í launum ríkisforstjóra samkvæmt nýjum úrskurði Kjararáðs. 4. júlí 2018 16:29 Síðasta verkið var um 10,8% hækkun Síðasta verk kjararáðs var að hækka laun ýmissa forstöðumanna ríkisstofnanna. 4. júlí 2018 09:46 Vill festa laun æðstu stjórnenda við almenna launaþróun Þingmaður Vinstri grænna telur að setja eigi ríkisfyrirtækjum starfskjarareglur þar sem kveðið yrði á um að laun stjórnenda fylgi almennri launaþróun í landinu. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir tugprósenta launahækkanir forstjóra ríkisfyrirtækja grafalvarlegt mál og slæmt innlegg í kjaraviðræður. 4. júlí 2018 20:00 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Allt að helmingur af launum ríkisforstjóra í formi yfirvinnu Umtalsverður munur er á því hversu margar yfirvinnueiningar er gert ráð fyrir í launum ríkisforstjóra samkvæmt nýjum úrskurði Kjararáðs. 4. júlí 2018 16:29
Síðasta verkið var um 10,8% hækkun Síðasta verk kjararáðs var að hækka laun ýmissa forstöðumanna ríkisstofnanna. 4. júlí 2018 09:46
Vill festa laun æðstu stjórnenda við almenna launaþróun Þingmaður Vinstri grænna telur að setja eigi ríkisfyrirtækjum starfskjarareglur þar sem kveðið yrði á um að laun stjórnenda fylgi almennri launaþróun í landinu. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir tugprósenta launahækkanir forstjóra ríkisfyrirtækja grafalvarlegt mál og slæmt innlegg í kjaraviðræður. 4. júlí 2018 20:00