Samninganefnd ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um skítkast Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. júlí 2018 18:45 Ljósmæðrum bauðst átta prósenta hækkun á dagvinnulaun og um sjö prósenta hækkun á vaktavinnulaun í nýfelldum kjarasamningi. Samninganefnd ljósmæðra segir kjaraupplýsingar á vef Fjármálaráðuneytisins villandi. Formaður nefndarinnar sakar fjármálaráðherra um skítkast og að fara með rangt mál. Fulltrúar samninganefndar ljósmæðra eru ævareiðir yfir því sem þeir segja villandi upplýsingar um kjör stéttarinnar á vef Fjármálaráðuneytisins. Þar kemur meðal annars fram að ljósmæður séu með næst hæst laun af 20 öðrum félögum í BHM. Þetta hrekur nefndin í yfirlýsingu í dag þar sem kemur meðal annars fram: „Það er ekki sérstaklega faglegt að bera saman heildarlaun annara BHM félaga og ljósmæðra þar sem ljósmæður vinna kvöld, nætur, helgar og alla rauða daga 365 daga á ári.“ Á vef Fjármálaráðuneytisins kemur fram að ljósmæður hafi fengið 16 prósenta hækkun árið 2008 og eftir það sambærilegar hækkanir og aðrar stéttir BHM. Þetta segja þær rangt: „Samkvæmt heimildum þá lítur út fyrir að ljósmæður hafa tapað niður meintri leiðréttingu frá 2008. Samkvæmt öllu virðist hafa verið 15 punkta munur á ljósmæðrum og hjúkrunarfræðingum annarsvegar og BHM hinsvegar þá, í fyrra var þessi munur 4-7 punktar.“Sakar fjármálaráðherra um að fara með fleipur Í hádegisfréttum sakaði fjármálaráðherra samninganefndina um að hafa ekki stutt kjarasamning sem þær höfðu undirritað við samninganefnd ríkisins í sumarbyrjun. Þetta segja þær vera rangt. „Þetta eru mjög harðar ásakanir og þær eru vissulega rangar,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir formaður samninganefndarinnar. Samninganefndin segir að í þeim kjarasamningi sem hafi verið felldur hafi eftirfarandi verið í boði: „Hækkunin til dagvinnukvenna yrði 8% og 6,9% til vaktavinnukvenna. Það voru þarna 60 milljónir sem koma frá Velferðarráðuneytinu sem áttu að dreifast á stofnanir sem er í raun ekki hluti af kjarasamningum,“ segir Katrín Sif. Þær eru ósáttar við framgöngu ráðherrans í fjölmiðlum í þessu máli. „Mér finnst viðbrögð hans í fjölmiðlum pínu sorgleg, mér hefði þótt eðlilegra að hann hefði stigið niður og átt samtal við okkur en ekki svona skítkast opinberlega,“ segir Katrín Sif. Kjaramál Tengdar fréttir Læknaráð Landspítalans lýsir áhyggjum af ljósmæðradeilu Í ályktun leggur ráðið áherslu á að öryggi sjúklinga þurfi að vera í forgrunni. 4. júlí 2018 14:26 Ljósmæður felldu tólf prósenta hækkun Heimildir Fréttablaðsins herma að formaður samninganefndar ljósmæðra hafi talað gegn samningi félagsins við ríkið á kynningarfundi. Samningurinn var felldur af félagsmönnum en óttast var að hann gæti skapað usla annars staðar. 4. júlí 2018 06:00 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Ljósmæðrum bauðst átta prósenta hækkun á dagvinnulaun og um sjö prósenta hækkun á vaktavinnulaun í nýfelldum kjarasamningi. Samninganefnd ljósmæðra segir kjaraupplýsingar á vef Fjármálaráðuneytisins villandi. Formaður nefndarinnar sakar fjármálaráðherra um skítkast og að fara með rangt mál. Fulltrúar samninganefndar ljósmæðra eru ævareiðir yfir því sem þeir segja villandi upplýsingar um kjör stéttarinnar á vef Fjármálaráðuneytisins. Þar kemur meðal annars fram að ljósmæður séu með næst hæst laun af 20 öðrum félögum í BHM. Þetta hrekur nefndin í yfirlýsingu í dag þar sem kemur meðal annars fram: „Það er ekki sérstaklega faglegt að bera saman heildarlaun annara BHM félaga og ljósmæðra þar sem ljósmæður vinna kvöld, nætur, helgar og alla rauða daga 365 daga á ári.“ Á vef Fjármálaráðuneytisins kemur fram að ljósmæður hafi fengið 16 prósenta hækkun árið 2008 og eftir það sambærilegar hækkanir og aðrar stéttir BHM. Þetta segja þær rangt: „Samkvæmt heimildum þá lítur út fyrir að ljósmæður hafa tapað niður meintri leiðréttingu frá 2008. Samkvæmt öllu virðist hafa verið 15 punkta munur á ljósmæðrum og hjúkrunarfræðingum annarsvegar og BHM hinsvegar þá, í fyrra var þessi munur 4-7 punktar.“Sakar fjármálaráðherra um að fara með fleipur Í hádegisfréttum sakaði fjármálaráðherra samninganefndina um að hafa ekki stutt kjarasamning sem þær höfðu undirritað við samninganefnd ríkisins í sumarbyrjun. Þetta segja þær vera rangt. „Þetta eru mjög harðar ásakanir og þær eru vissulega rangar,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir formaður samninganefndarinnar. Samninganefndin segir að í þeim kjarasamningi sem hafi verið felldur hafi eftirfarandi verið í boði: „Hækkunin til dagvinnukvenna yrði 8% og 6,9% til vaktavinnukvenna. Það voru þarna 60 milljónir sem koma frá Velferðarráðuneytinu sem áttu að dreifast á stofnanir sem er í raun ekki hluti af kjarasamningum,“ segir Katrín Sif. Þær eru ósáttar við framgöngu ráðherrans í fjölmiðlum í þessu máli. „Mér finnst viðbrögð hans í fjölmiðlum pínu sorgleg, mér hefði þótt eðlilegra að hann hefði stigið niður og átt samtal við okkur en ekki svona skítkast opinberlega,“ segir Katrín Sif.
Kjaramál Tengdar fréttir Læknaráð Landspítalans lýsir áhyggjum af ljósmæðradeilu Í ályktun leggur ráðið áherslu á að öryggi sjúklinga þurfi að vera í forgrunni. 4. júlí 2018 14:26 Ljósmæður felldu tólf prósenta hækkun Heimildir Fréttablaðsins herma að formaður samninganefndar ljósmæðra hafi talað gegn samningi félagsins við ríkið á kynningarfundi. Samningurinn var felldur af félagsmönnum en óttast var að hann gæti skapað usla annars staðar. 4. júlí 2018 06:00 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Læknaráð Landspítalans lýsir áhyggjum af ljósmæðradeilu Í ályktun leggur ráðið áherslu á að öryggi sjúklinga þurfi að vera í forgrunni. 4. júlí 2018 14:26
Ljósmæður felldu tólf prósenta hækkun Heimildir Fréttablaðsins herma að formaður samninganefndar ljósmæðra hafi talað gegn samningi félagsins við ríkið á kynningarfundi. Samningurinn var felldur af félagsmönnum en óttast var að hann gæti skapað usla annars staðar. 4. júlí 2018 06:00