Innlent

Unglingar grunaðir um innbrot

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Lögreglan leitar að innbrotsþjófum
Lögreglan leitar að innbrotsþjófum Vísir/eyþór
Brotist var inn í tvo skóla á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Í skeyti lögreglunnar kemur fram að um sé að ræða Setbergsskóla og leiksskóla við Maríubaug í Grafarholti.

Í báðum tilfellum er talið að um unga innbrotsþjófa hafi verið að ræða. Í það minnsta eru vitni sögð hafa séð til unglingahóps hlaupa frá Setbergsskóla á tíunda tímanum og þrjá unga drengi hlaupa úr leikskólanum um klukkan 23.

Ekki er vitað á þessari stundu hverju var stolið úr skólunum en drengirnir sem hlupu frá leikskólanum við Maríubaug eru sagðir hafa kastað frá sér slökkvitæki á hlaupunum. Hvort málin séu til rannsóknar fylgir heldur ekki sögunni.

Þá var vímuefnaakstur nokkuð fyrirferðamikill á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Að sama skapi var karlmaður í annarlegu ástandi handtekinn við Vitastíg á tólta tímanum. Hann er sagður hafa barið á hurðir og áreitt fólk. Meðan verið var að flytja hann í fangaklefa á Hverfisgötu eru lögreglumenn sagðir hafa fundið ætluð fíkniefni á manninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×