Nýtt myndband sýnir drengina við hestaheilsu Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. júlí 2018 06:18 Drengirnir heilsa myndavélinni að tælenskum sið. Vísir/afp Sérsveit tælenska sjóhersins sendi í nótt frá sér nýtt myndband af fótboltadrengjunum tólf, sem fastir eru í helli í norðurhluta landsins. Í myndbandinu, sem sjá má hér að neðan, kynna drengirnir sig með nafni. Þá segjast þeir vera við hestaheilsu, þrátt fyrir skrámur, og ef marka má hlátur þeirra og bros eru þeir líka nokkuð brattir miðað við aðstæður. Á myndbandi sjóhersins má sjá drengina heilsa myndavélinni að tælenskum sið. Þá má einnig sjá hvernig þeir hafa skrifað nafn fótboltaliðs síns á grjót í hellinum, sem og nafn köfunardeildarinnar sem kom fyrst að þeim. Tveir meðlimir sérsveitarinnar munu framvegis veita drengjunum félagsskap öllum stundum. Sérsveitarmennirnir munu jafnframt nýta tímann ofan í hellinum til að þétta sprungur svo að tryggja megi að vatnshæðin í hvelfingunni, þar sem drengirnir dvelja, hækki ekki of mikið. Strákarnir komu í leitirnir á mánudag eftir um 9 daga leit. Búið er að flytja vistir niður til drengjanna, sem gætu þurft að hírast eitthvað áfram í hellinum. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hvernig þeim verður að endingu bjargað en leiðin aftur upp á yfirborðið er erfið yfirferðar.Sjá einnig: Vill „pakka“ fótboltadrengjunum innHér má sjá hluta fótboltaliðsins, sem og þjálfara þess.FacebookÁ blaðamannafundi í morgun sögðu talsmenn björgunarsveitanna að ekki verði reynt að bjarga drengjunum úr hellinum í dag. Engu að síður væru aðstæður fullkomnar fyrir æfingar og mun heilbrigðisstarfsfólk því nýta daginn til að teikna upp hvernig tekið verður á móti strákunum, ef og þegar þeim verður bjargað úr hellinum. Þá verður vatni áfram dælt úr hellinum og eru björgunarsveitirnar vongóðar um að þeim muni takast að minnka vatnsmagnið. Engu að síður gera veðurspár ráð fyrir hellidembu í lok vikunnar sem gæti gert dælingartilraunir dagsins að engu. Þar að auki óttast björgunarsveitirnir að rigningin muni torvelda flutning á vistum ofan í hellinn. Áfram verður reynt að koma símasnúru til drengjanna svo þeir geti rætt við foreldra sína, en tilraunir til þess að leggja snúruna í gær mistókust. Umrætt myndband má sjá hér að neðan. Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Vill „pakka“ fótboltadrengjunum inn Varaformaður breska hellabjörgunarsambandsins efast um að hægt verði að kenna tælensku fótboltadrengjunum að kafa. 3. júlí 2018 11:02 Taka enga áhættu við björgun fótboltastrákanna úr hellinum Björgunarsveitir í Tælandi munu ekki taka neina áhættu við að bjarga fótboltastrákunum tólf og þjálfara þeirra úr hellinum þar sem þeir hafa setið fastir undanfarna tíu daga 3. júlí 2018 23:30 Gætu þurft að vera mánuði í hellinum Óttast er að taílensku fótboltastrákarnir, sem fundust í gær við mikinn fögnuð heimsbyggðarinnar, gætu þurft að dvelja í hellinum í nokkra mánuði í viðbót. 3. júlí 2018 05:23 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Sérsveit tælenska sjóhersins sendi í nótt frá sér nýtt myndband af fótboltadrengjunum tólf, sem fastir eru í helli í norðurhluta landsins. Í myndbandinu, sem sjá má hér að neðan, kynna drengirnir sig með nafni. Þá segjast þeir vera við hestaheilsu, þrátt fyrir skrámur, og ef marka má hlátur þeirra og bros eru þeir líka nokkuð brattir miðað við aðstæður. Á myndbandi sjóhersins má sjá drengina heilsa myndavélinni að tælenskum sið. Þá má einnig sjá hvernig þeir hafa skrifað nafn fótboltaliðs síns á grjót í hellinum, sem og nafn köfunardeildarinnar sem kom fyrst að þeim. Tveir meðlimir sérsveitarinnar munu framvegis veita drengjunum félagsskap öllum stundum. Sérsveitarmennirnir munu jafnframt nýta tímann ofan í hellinum til að þétta sprungur svo að tryggja megi að vatnshæðin í hvelfingunni, þar sem drengirnir dvelja, hækki ekki of mikið. Strákarnir komu í leitirnir á mánudag eftir um 9 daga leit. Búið er að flytja vistir niður til drengjanna, sem gætu þurft að hírast eitthvað áfram í hellinum. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hvernig þeim verður að endingu bjargað en leiðin aftur upp á yfirborðið er erfið yfirferðar.Sjá einnig: Vill „pakka“ fótboltadrengjunum innHér má sjá hluta fótboltaliðsins, sem og þjálfara þess.FacebookÁ blaðamannafundi í morgun sögðu talsmenn björgunarsveitanna að ekki verði reynt að bjarga drengjunum úr hellinum í dag. Engu að síður væru aðstæður fullkomnar fyrir æfingar og mun heilbrigðisstarfsfólk því nýta daginn til að teikna upp hvernig tekið verður á móti strákunum, ef og þegar þeim verður bjargað úr hellinum. Þá verður vatni áfram dælt úr hellinum og eru björgunarsveitirnar vongóðar um að þeim muni takast að minnka vatnsmagnið. Engu að síður gera veðurspár ráð fyrir hellidembu í lok vikunnar sem gæti gert dælingartilraunir dagsins að engu. Þar að auki óttast björgunarsveitirnir að rigningin muni torvelda flutning á vistum ofan í hellinn. Áfram verður reynt að koma símasnúru til drengjanna svo þeir geti rætt við foreldra sína, en tilraunir til þess að leggja snúruna í gær mistókust. Umrætt myndband má sjá hér að neðan.
Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Vill „pakka“ fótboltadrengjunum inn Varaformaður breska hellabjörgunarsambandsins efast um að hægt verði að kenna tælensku fótboltadrengjunum að kafa. 3. júlí 2018 11:02 Taka enga áhættu við björgun fótboltastrákanna úr hellinum Björgunarsveitir í Tælandi munu ekki taka neina áhættu við að bjarga fótboltastrákunum tólf og þjálfara þeirra úr hellinum þar sem þeir hafa setið fastir undanfarna tíu daga 3. júlí 2018 23:30 Gætu þurft að vera mánuði í hellinum Óttast er að taílensku fótboltastrákarnir, sem fundust í gær við mikinn fögnuð heimsbyggðarinnar, gætu þurft að dvelja í hellinum í nokkra mánuði í viðbót. 3. júlí 2018 05:23 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Vill „pakka“ fótboltadrengjunum inn Varaformaður breska hellabjörgunarsambandsins efast um að hægt verði að kenna tælensku fótboltadrengjunum að kafa. 3. júlí 2018 11:02
Taka enga áhættu við björgun fótboltastrákanna úr hellinum Björgunarsveitir í Tælandi munu ekki taka neina áhættu við að bjarga fótboltastrákunum tólf og þjálfara þeirra úr hellinum þar sem þeir hafa setið fastir undanfarna tíu daga 3. júlí 2018 23:30
Gætu þurft að vera mánuði í hellinum Óttast er að taílensku fótboltastrákarnir, sem fundust í gær við mikinn fögnuð heimsbyggðarinnar, gætu þurft að dvelja í hellinum í nokkra mánuði í viðbót. 3. júlí 2018 05:23