Síminn segir ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar vonbrigði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. júlí 2018 22:15 Orri Hauksson er forstjóri Símans. Fréttablaðið/Vilhelm Síminn telur ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar um að fyrirtækið hafi gerst brotlegt við fjölmiðlalög vonbrigði, skaðlega fyrir samkeppni á markaði og að hún vinni gegn nýsköpun í íslenskri sjónvarpsframleiðslu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Símanum en greint var frá ákvörðun Póst-og fjarskiptastofnunar í dag. Komst stofnunin að þeirri niðurstöðu að Síminn hefði brotið fjölmiðlalög með því að beina viðskiptum Sjónvarps Símans að dótturfélagi sínu Mílu. Stofnunin sektaði Símann um níu milljónir króna vegna brotsins. Í tilkynningu Símans segir að í málinu sé deilt um skilgreiningu á grundvallaratriði í fjölmiðlalögum og „það markmið Alþingis að hvetja til nýbreytni í íslenskri sjónvarpsþjónustu.“ „Markaðsráðandi efnisdreifingarfyrirtæki á Íslandi (Vodafone) og opinbert innviðafyrirtæki (Gagnaveita Reykjavíkur innan samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur) hafa með málinu reynt að fá að taka upp og miðla í hagnaðarskyni en án áhættu sjónvarpsefni sem Síminn hefur fjárfest í og framleitt. Hafa félögin einatt átt stuðning PFS vísan í þeirri viðleitni sinni, sem aftur hamlar gerð innlends sjónvarpsefnis. Síminn hefur árum saman óskað eftir sams konar opna aðgangi að hinum opinberum innviðum Gagnaveitu Reykjavíkur og önnur sveitarfélaganet á landinu veita, til að sinna öllum íslenskum neytendum óháð undirliggjandi fjarskiptanetum. Þeim óskum hefur ávallt verið hafnað af hálfu hinna opinberu aðila, Gagnaveitu Reykjavíkur og Póst- og fjarskiptastofnunar,“ segir einnig í tilkynningu Símans þar sem jafnframt er minnst á þá samkeppni sem fyrirtækið á í á markaði fyrir ólínulegt efni við veitur á borð við Apple, Netflix og Google. „Væri nær að íslensk stjórnvöld leyfðu íslenskum fyrirtækjum að gera það sem þau geta til að taka þátt í þeirri samkeppni í stað þess að sníða íslenskum fyrirtækjum þrengri stakk í alþjóðlegri samkeppni.“Vísir er í eigu Sýnar hf. sem einnig á Vodafone. Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Sjá meira
Síminn telur ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar um að fyrirtækið hafi gerst brotlegt við fjölmiðlalög vonbrigði, skaðlega fyrir samkeppni á markaði og að hún vinni gegn nýsköpun í íslenskri sjónvarpsframleiðslu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Símanum en greint var frá ákvörðun Póst-og fjarskiptastofnunar í dag. Komst stofnunin að þeirri niðurstöðu að Síminn hefði brotið fjölmiðlalög með því að beina viðskiptum Sjónvarps Símans að dótturfélagi sínu Mílu. Stofnunin sektaði Símann um níu milljónir króna vegna brotsins. Í tilkynningu Símans segir að í málinu sé deilt um skilgreiningu á grundvallaratriði í fjölmiðlalögum og „það markmið Alþingis að hvetja til nýbreytni í íslenskri sjónvarpsþjónustu.“ „Markaðsráðandi efnisdreifingarfyrirtæki á Íslandi (Vodafone) og opinbert innviðafyrirtæki (Gagnaveita Reykjavíkur innan samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur) hafa með málinu reynt að fá að taka upp og miðla í hagnaðarskyni en án áhættu sjónvarpsefni sem Síminn hefur fjárfest í og framleitt. Hafa félögin einatt átt stuðning PFS vísan í þeirri viðleitni sinni, sem aftur hamlar gerð innlends sjónvarpsefnis. Síminn hefur árum saman óskað eftir sams konar opna aðgangi að hinum opinberum innviðum Gagnaveitu Reykjavíkur og önnur sveitarfélaganet á landinu veita, til að sinna öllum íslenskum neytendum óháð undirliggjandi fjarskiptanetum. Þeim óskum hefur ávallt verið hafnað af hálfu hinna opinberu aðila, Gagnaveitu Reykjavíkur og Póst- og fjarskiptastofnunar,“ segir einnig í tilkynningu Símans þar sem jafnframt er minnst á þá samkeppni sem fyrirtækið á í á markaði fyrir ólínulegt efni við veitur á borð við Apple, Netflix og Google. „Væri nær að íslensk stjórnvöld leyfðu íslenskum fyrirtækjum að gera það sem þau geta til að taka þátt í þeirri samkeppni í stað þess að sníða íslenskum fyrirtækjum þrengri stakk í alþjóðlegri samkeppni.“Vísir er í eigu Sýnar hf. sem einnig á Vodafone.
Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Sjá meira