Reyndi að sofa stressið af sér Kristinn Páll Teitsson skrifar 4. júlí 2018 09:00 Haraldur Franklín Magnús. Vísir/Getty Tiger Woods, Jordan Spieth, Phil Mickelson, Rory McIlroy, Dustin Johnson og Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr GR. Allir eiga þeir það sameiginlegt að þeir verða meðal þátttakenda á Opna breska meistaramótinu í golfi sem fer fram á Carnoustie-vellinum í Skotlandi eftir rétt rúmar tvær vikur. Varð Haraldur Franklín í gær fyrsti íslenski karlkyns kylfingurinn sem kemst inn á eitt af risamótunum fjórum í golfi þegar hann lenti í öðru sæti í úrtökumóti á The Prince's vellinum í Kent. Ásamt honum komust Tom Lewis og Retief Goosen sem vann á sínum tíma Opna bandaríska meistaramótið tvívegis áfram úr úrtökumótinu. Lauk hann mótinu á tveimur höggum undir pari en leiknar voru 36 holur á einum degi og þrír kylfingar af 72 fengu þátttökurétt á Opna breska meistaramótinu. Allir golfáhugamenn þekkja þetta sögufræga mót, elsta golfmót heims, það þriðja á árinu af risamótunum og það stærsta af risamótunum fjórum. Er þetta í áttunda skiptið sem mótið fer fram á Carnoustie-vellinum og í 147. skiptið sem þetta sögufræga mót fer fram en það fór fyrst fram árið 1860. Allir þekktustu kylfingar heims verða á staðnum, þar á meðal einn þekktasti kylfingur heims, Tiger Woods, sem gerir atlögu að fjórða meistaratitli sínum á Opna breska meistaramótinu.Vísir/GettyTaugarnar þndar Haraldur var meðal fyrstu kylfinga í klúbbhúsið og í efsta sæti en hann þurfti því að fylgjast með á meðan aðrir kylfingar luku leik. Hann segir að það hefði verið afar taugatrekkjandi og hann hafi ákveðið að leggja sig þegar hann er spurður hvað hann hafi gert á meðan. „Ég hafði ekki taugar í að fylgjast með. Ég fór bara inn í búningsherbergi, stillti vekjaraklukku og ætlaði að reyna að sofa aðeins. Síðan vaknaði ég til að hita upp ef ég myndi enda í umspili en þess gerðist ekki þörf, “ segir Haraldur sem kvartar ekki undan veðrinu, það var mikill vindur sem hentaði íslenska kylfingnum vel. „Það var hávaðarok þarna. Það voru úrtökumót víðsvegar um England og þar voru menn að koma í hús á mun betra skori. Ég hugsa að þau hefðu verið það hjá okkur líka ef veðrið hefði verið öðruvísi en veðrið hjálpaði mér í dag.“ Heilt yfir lék hann vel, fékk sex fugla og aðeins fjóra skolla á hringjunum tveimur. „Ég var að spila mjög vel og mér leið vel inni á vellinum. Ég reyndi að halda mig fjarri þeim sem sýna stöðuna á mótinu. Ég leit aðeins á þá þegar níu holur voru eftir og sá að ég þyrfti kannski aðeins að gefa í og það gekk upp.“Vísir/GettyLítið um fagnaðarlæti Haraldur segist hafa lítinn tíma til að fagna þessum árangri en hann var að fara í flug til Svíþjóðar þar sem hann leikur í Nordic League-mótaröðinni um helgina. Er hann á öðru ári sínu á mótaröðinni en hann var valinn nýliði ársins í fyrra. „Markmiðið var einfaldlega að gera allt sem ég gæti til að komast áfram og inn á Opna breska meistaramótið. Ég hef lítinn tíma til að fagna þessu, ég flýg til Svíþjóðar í nótt fyrir mót sem hefst þar á fimmtudaginn. Ætli maður kíki ekki í bað til að mýkja bakið aðeins,“ segir Haraldur sem ætlar að æfa stíft fram að móti. „Ég kem til Skotlands þremur dögum fyrir mót en ég verð meira og minna á golfvellinum allt fram að mótinu,“ sagði Haraldur glaðbeittur.Vísir/Getty Golf Tengdar fréttir Haraldur Franklín fyrstur karla á risamót Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur, varð í dag fyrsti íslenski karlinn til þess að tryggja sér þáttöku á risamóti í golfi. Hann varð í öðru sæti á úrtökumóti fyrir Opna breska meistaramótið eftir frábæra spilamennsku. 3. júlí 2018 18:00 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tiger Woods, Jordan Spieth, Phil Mickelson, Rory McIlroy, Dustin Johnson og Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr GR. Allir eiga þeir það sameiginlegt að þeir verða meðal þátttakenda á Opna breska meistaramótinu í golfi sem fer fram á Carnoustie-vellinum í Skotlandi eftir rétt rúmar tvær vikur. Varð Haraldur Franklín í gær fyrsti íslenski karlkyns kylfingurinn sem kemst inn á eitt af risamótunum fjórum í golfi þegar hann lenti í öðru sæti í úrtökumóti á The Prince's vellinum í Kent. Ásamt honum komust Tom Lewis og Retief Goosen sem vann á sínum tíma Opna bandaríska meistaramótið tvívegis áfram úr úrtökumótinu. Lauk hann mótinu á tveimur höggum undir pari en leiknar voru 36 holur á einum degi og þrír kylfingar af 72 fengu þátttökurétt á Opna breska meistaramótinu. Allir golfáhugamenn þekkja þetta sögufræga mót, elsta golfmót heims, það þriðja á árinu af risamótunum og það stærsta af risamótunum fjórum. Er þetta í áttunda skiptið sem mótið fer fram á Carnoustie-vellinum og í 147. skiptið sem þetta sögufræga mót fer fram en það fór fyrst fram árið 1860. Allir þekktustu kylfingar heims verða á staðnum, þar á meðal einn þekktasti kylfingur heims, Tiger Woods, sem gerir atlögu að fjórða meistaratitli sínum á Opna breska meistaramótinu.Vísir/GettyTaugarnar þndar Haraldur var meðal fyrstu kylfinga í klúbbhúsið og í efsta sæti en hann þurfti því að fylgjast með á meðan aðrir kylfingar luku leik. Hann segir að það hefði verið afar taugatrekkjandi og hann hafi ákveðið að leggja sig þegar hann er spurður hvað hann hafi gert á meðan. „Ég hafði ekki taugar í að fylgjast með. Ég fór bara inn í búningsherbergi, stillti vekjaraklukku og ætlaði að reyna að sofa aðeins. Síðan vaknaði ég til að hita upp ef ég myndi enda í umspili en þess gerðist ekki þörf, “ segir Haraldur sem kvartar ekki undan veðrinu, það var mikill vindur sem hentaði íslenska kylfingnum vel. „Það var hávaðarok þarna. Það voru úrtökumót víðsvegar um England og þar voru menn að koma í hús á mun betra skori. Ég hugsa að þau hefðu verið það hjá okkur líka ef veðrið hefði verið öðruvísi en veðrið hjálpaði mér í dag.“ Heilt yfir lék hann vel, fékk sex fugla og aðeins fjóra skolla á hringjunum tveimur. „Ég var að spila mjög vel og mér leið vel inni á vellinum. Ég reyndi að halda mig fjarri þeim sem sýna stöðuna á mótinu. Ég leit aðeins á þá þegar níu holur voru eftir og sá að ég þyrfti kannski aðeins að gefa í og það gekk upp.“Vísir/GettyLítið um fagnaðarlæti Haraldur segist hafa lítinn tíma til að fagna þessum árangri en hann var að fara í flug til Svíþjóðar þar sem hann leikur í Nordic League-mótaröðinni um helgina. Er hann á öðru ári sínu á mótaröðinni en hann var valinn nýliði ársins í fyrra. „Markmiðið var einfaldlega að gera allt sem ég gæti til að komast áfram og inn á Opna breska meistaramótið. Ég hef lítinn tíma til að fagna þessu, ég flýg til Svíþjóðar í nótt fyrir mót sem hefst þar á fimmtudaginn. Ætli maður kíki ekki í bað til að mýkja bakið aðeins,“ segir Haraldur sem ætlar að æfa stíft fram að móti. „Ég kem til Skotlands þremur dögum fyrir mót en ég verð meira og minna á golfvellinum allt fram að mótinu,“ sagði Haraldur glaðbeittur.Vísir/Getty
Golf Tengdar fréttir Haraldur Franklín fyrstur karla á risamót Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur, varð í dag fyrsti íslenski karlinn til þess að tryggja sér þáttöku á risamóti í golfi. Hann varð í öðru sæti á úrtökumóti fyrir Opna breska meistaramótið eftir frábæra spilamennsku. 3. júlí 2018 18:00 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Haraldur Franklín fyrstur karla á risamót Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur, varð í dag fyrsti íslenski karlinn til þess að tryggja sér þáttöku á risamóti í golfi. Hann varð í öðru sæti á úrtökumóti fyrir Opna breska meistaramótið eftir frábæra spilamennsku. 3. júlí 2018 18:00