Eins og eitthvað úr bíómynd að fá fréttirnar um að fótboltastrákarnir væru á lífi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. júlí 2018 20:31 Myndin sýnir þegar björgunarlið fór inn í hellinn þar sem drengirnir og þjálfari þeirra fundust. vísir/ap Jessica Tait, foringi í bandaríska flughernum, segir að það hafi verið eins og eitthvað úr bíómynd að fá fréttirnar um að taílensku fótboltastrákarnir hefðu fundist á lífi í hellinum Tham Luang Nang Non. Tait er ein af fjölmörgum í alþjóðlegu leitarteymi sem leitað hafði að drengjunum áður en þeir fundust í gær en þeir höfðu þá verið í hellinum í níu daga. Þar eru þeir enn við erfiðar aðstæður og alls óvíst hvenær þeim verður bjargað úr hellinum en alls eru drengirnir tólf á aldrinum ellefu til sextán ára og eru þeir í hellinum með þjálfara sínum. Rætt er við Tait á vef Gurdian en hún ásamt öðrum leitarliðinu, sem nú er orðið björgunarlið, er með bækistöð við rætur fjallsins Nang Non. Hún lýsir andrúmsloftinu í bækistöðvum hópsins, sem eru í raun nokkurs konar björgunarbúðir, sem góðu en auk hermanna eru þar kafarar, heilbrigðisstarfsmenn, björgunarsveitarmenn og aðrir sjálfboðaliðar.Hellirinn er í norðurhluta Taílands og voru drengirnir í skoðunarferð um hann með þjálfara sínum þegar þeir lokuðust þar inni vegna úrhellisrigningar.vísir/graphic news„Við höfum öll verið hér sem ein fjölskylda, við höfum unnið saman, og ég hef aldrei fundið á neinum að hann sé að missa móðinn. Í raun fann ég fyrir mikilli von,“ segir Tait en hún ásamt öðrum í leitar-og björgunarliðinu var send á staðinn í síðustu viku að beiðni taílensku ríkisstjórnarinnar. „Þetta var eins og eitthvað úr bíómynd þegar við fengum góðu fréttirnar. Ég fæ gæsahúð þegar ég hugsa um þetta augnablik og að svona mikil vinna hafi skilað einhverju jákvæðu því það gerist ekki alltaf,“ segir Tait. En þrátt fyrir jákvæðni og von er óvissan líka til staðar því enn er óljóst hvað gerist næst; hvenær drengjunum verður bjargað og hvernig. Taíland Tengdar fréttir Vill „pakka“ fótboltadrengjunum inn Varaformaður breska hellabjörgunarsambandsins efast um að hægt verði að kenna tælensku fótboltadrengjunum að kafa. 3. júlí 2018 11:02 Gætu þurft að vera mánuði í hellinum Óttast er að taílensku fótboltastrákarnir, sem fundust í gær við mikinn fögnuð heimsbyggðarinnar, gætu þurft að dvelja í hellinum í nokkra mánuði í viðbót. 3. júlí 2018 05:23 Bjóðast til að verða eftir hjá drengjunum í hellinum Tveir læknar úr taílenska hernum hafa boðist til að verða eftir í helli þar sem 12 fótboltastrákar hafa setið fastir ásamt þjálfara sínum í tíu daga. Þeir eru þrekaðir og vannærðir. 3. júlí 2018 13:35 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Jessica Tait, foringi í bandaríska flughernum, segir að það hafi verið eins og eitthvað úr bíómynd að fá fréttirnar um að taílensku fótboltastrákarnir hefðu fundist á lífi í hellinum Tham Luang Nang Non. Tait er ein af fjölmörgum í alþjóðlegu leitarteymi sem leitað hafði að drengjunum áður en þeir fundust í gær en þeir höfðu þá verið í hellinum í níu daga. Þar eru þeir enn við erfiðar aðstæður og alls óvíst hvenær þeim verður bjargað úr hellinum en alls eru drengirnir tólf á aldrinum ellefu til sextán ára og eru þeir í hellinum með þjálfara sínum. Rætt er við Tait á vef Gurdian en hún ásamt öðrum leitarliðinu, sem nú er orðið björgunarlið, er með bækistöð við rætur fjallsins Nang Non. Hún lýsir andrúmsloftinu í bækistöðvum hópsins, sem eru í raun nokkurs konar björgunarbúðir, sem góðu en auk hermanna eru þar kafarar, heilbrigðisstarfsmenn, björgunarsveitarmenn og aðrir sjálfboðaliðar.Hellirinn er í norðurhluta Taílands og voru drengirnir í skoðunarferð um hann með þjálfara sínum þegar þeir lokuðust þar inni vegna úrhellisrigningar.vísir/graphic news„Við höfum öll verið hér sem ein fjölskylda, við höfum unnið saman, og ég hef aldrei fundið á neinum að hann sé að missa móðinn. Í raun fann ég fyrir mikilli von,“ segir Tait en hún ásamt öðrum í leitar-og björgunarliðinu var send á staðinn í síðustu viku að beiðni taílensku ríkisstjórnarinnar. „Þetta var eins og eitthvað úr bíómynd þegar við fengum góðu fréttirnar. Ég fæ gæsahúð þegar ég hugsa um þetta augnablik og að svona mikil vinna hafi skilað einhverju jákvæðu því það gerist ekki alltaf,“ segir Tait. En þrátt fyrir jákvæðni og von er óvissan líka til staðar því enn er óljóst hvað gerist næst; hvenær drengjunum verður bjargað og hvernig.
Taíland Tengdar fréttir Vill „pakka“ fótboltadrengjunum inn Varaformaður breska hellabjörgunarsambandsins efast um að hægt verði að kenna tælensku fótboltadrengjunum að kafa. 3. júlí 2018 11:02 Gætu þurft að vera mánuði í hellinum Óttast er að taílensku fótboltastrákarnir, sem fundust í gær við mikinn fögnuð heimsbyggðarinnar, gætu þurft að dvelja í hellinum í nokkra mánuði í viðbót. 3. júlí 2018 05:23 Bjóðast til að verða eftir hjá drengjunum í hellinum Tveir læknar úr taílenska hernum hafa boðist til að verða eftir í helli þar sem 12 fótboltastrákar hafa setið fastir ásamt þjálfara sínum í tíu daga. Þeir eru þrekaðir og vannærðir. 3. júlí 2018 13:35 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Vill „pakka“ fótboltadrengjunum inn Varaformaður breska hellabjörgunarsambandsins efast um að hægt verði að kenna tælensku fótboltadrengjunum að kafa. 3. júlí 2018 11:02
Gætu þurft að vera mánuði í hellinum Óttast er að taílensku fótboltastrákarnir, sem fundust í gær við mikinn fögnuð heimsbyggðarinnar, gætu þurft að dvelja í hellinum í nokkra mánuði í viðbót. 3. júlí 2018 05:23
Bjóðast til að verða eftir hjá drengjunum í hellinum Tveir læknar úr taílenska hernum hafa boðist til að verða eftir í helli þar sem 12 fótboltastrákar hafa setið fastir ásamt þjálfara sínum í tíu daga. Þeir eru þrekaðir og vannærðir. 3. júlí 2018 13:35