Síminn braut fjölmiðlalög með því að takmarka dreifingu Sjónvarps Símans Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2018 16:26 Síminn var sektaður um níu milljónir króna vegna brotsins. Vísir/Vilhelm Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur komist að þeirri niðurstöðu að Síminn hafi brotið fjölmiðlalög með því að beina viðskiptum Sjónvarps Símans að dótturfélagi sínu Mílu. Stofnunin sektaði Símann um níu milljónir króna vegna brotsins. Forsaga málsins er sú að Síminn stöðvaði dreifingu á ólínulegu efni Sjónvarps Símans yfir kerfi Vodafone 1. október árið 2015. Í ákvörðun PFS er rakið að þeir sem vildu kaupa aðgang að ólínulegu sjónvarpsefni Símans, svonefndu Sjónvarpi Símans Premium, hafa því síðan þurft að vera með myndlykil frá Símanum. Áskrift að efninu varð þar með eingöngu í boði í gegnum dreifikerfi Símans og nær eingöngu á neti Mílu. Sýn hf., eigandi Vodafone, og Gagnaveita Reykjavíkur kvörtuðu yfir þessu til PFS. Síminn og Míla mótmæltu því að hafa brotið af sér. PFS átelur Símann fyrir skort á samningsvilja gagnvart Vodafone til að semja um lausn á dreifingu efnisins frá því að fyrirtækið stöðvaði hana fyrir tæpum þremur árum. Síminn hefði að einhverju leyti getað takmarkað skaðleg áhrif á Gagnaveituna í samkeppni við Mílu með því að ná samningi um aðgang að ljósleiðaraneti hennar áður en Síminn réðst í breytingarnar. Síminn hafi ekki komið fram með sanngjarna og eðlilega aðgangsbeiðni að neti Gagnaveitunnar. Með því að takmarka dreifingu sjónvarpsefnisins við tengt fjarskiptafyrirtæki taldi PFS að Síminn hefði brotið gegn bannákvæði 45. greinar fjölmiðlalaga. Ákvæðinu væri ætlað að gera notendum kleift að velja bæði myndefni og fjarskiptafyrirtæki án þess að binda sig í viðskiptum við eitt tiltekið fjarskiptafyrirtæki með því að koma í veg fyrir að fyrirtæki sem hafa bæði yfir að ráða myndefni og fjarskiptanetum misnoti þá aðstöðu sína. Þá væri markmiðið að brjóta upp slíkt lóðrétt eignarhald á efni og dreifingu, þar sem hvati gæti verið fyrir einstaka fjölmiðlaþjónustuveitendur að reyna að beina viðskiptavinum sínum að tengdu fjarskiptafyrirtæki.Aðeins deilt um ólínulegt efni Í ákvörðun PFS kemur fram að aðeins hafi verið deilt um ólínulega myndmiðlun; tímaflakk, frelsi og leigu á myndefni. Línulegt sjónvarp Símans nái til allra sjónvarpsdreifikerfa og er tiltækt á fjarskiptanetum allra fjarskiptafyrirtækja á Íslandi. Síminn taldi að bannið við því að beina viðskiptum að tengdu fjarskiptafyrirtæki ætti aðeins við um línulega miðlun en PFS hafnaði þeirri túlkun. PFS taldi jafnframt að þó að Síminn hefði flutt þjónustu sína yfir net Gagnaveitunnar hefði það eitt og sér hefði ekki komið í veg fyrir brotið, því ólínulega myndefnið, Sjónvarp Símans Premium, væri enn einungis dreift yfir IPTV-kerfi og myndlykla Símans. Þar hefði með nokkrum hætti brot Símans verið yfirfært á net Gagnaveitunnar. Níu milljón króna stjórnvaldssektin rennur í ríkissjóðs. Hámarks sektarheimild vegna brotins er tíu milljónir króna.Vísir er í eigu Sýnar hf. sem einnig á Vodafone. Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur komist að þeirri niðurstöðu að Síminn hafi brotið fjölmiðlalög með því að beina viðskiptum Sjónvarps Símans að dótturfélagi sínu Mílu. Stofnunin sektaði Símann um níu milljónir króna vegna brotsins. Forsaga málsins er sú að Síminn stöðvaði dreifingu á ólínulegu efni Sjónvarps Símans yfir kerfi Vodafone 1. október árið 2015. Í ákvörðun PFS er rakið að þeir sem vildu kaupa aðgang að ólínulegu sjónvarpsefni Símans, svonefndu Sjónvarpi Símans Premium, hafa því síðan þurft að vera með myndlykil frá Símanum. Áskrift að efninu varð þar með eingöngu í boði í gegnum dreifikerfi Símans og nær eingöngu á neti Mílu. Sýn hf., eigandi Vodafone, og Gagnaveita Reykjavíkur kvörtuðu yfir þessu til PFS. Síminn og Míla mótmæltu því að hafa brotið af sér. PFS átelur Símann fyrir skort á samningsvilja gagnvart Vodafone til að semja um lausn á dreifingu efnisins frá því að fyrirtækið stöðvaði hana fyrir tæpum þremur árum. Síminn hefði að einhverju leyti getað takmarkað skaðleg áhrif á Gagnaveituna í samkeppni við Mílu með því að ná samningi um aðgang að ljósleiðaraneti hennar áður en Síminn réðst í breytingarnar. Síminn hafi ekki komið fram með sanngjarna og eðlilega aðgangsbeiðni að neti Gagnaveitunnar. Með því að takmarka dreifingu sjónvarpsefnisins við tengt fjarskiptafyrirtæki taldi PFS að Síminn hefði brotið gegn bannákvæði 45. greinar fjölmiðlalaga. Ákvæðinu væri ætlað að gera notendum kleift að velja bæði myndefni og fjarskiptafyrirtæki án þess að binda sig í viðskiptum við eitt tiltekið fjarskiptafyrirtæki með því að koma í veg fyrir að fyrirtæki sem hafa bæði yfir að ráða myndefni og fjarskiptanetum misnoti þá aðstöðu sína. Þá væri markmiðið að brjóta upp slíkt lóðrétt eignarhald á efni og dreifingu, þar sem hvati gæti verið fyrir einstaka fjölmiðlaþjónustuveitendur að reyna að beina viðskiptavinum sínum að tengdu fjarskiptafyrirtæki.Aðeins deilt um ólínulegt efni Í ákvörðun PFS kemur fram að aðeins hafi verið deilt um ólínulega myndmiðlun; tímaflakk, frelsi og leigu á myndefni. Línulegt sjónvarp Símans nái til allra sjónvarpsdreifikerfa og er tiltækt á fjarskiptanetum allra fjarskiptafyrirtækja á Íslandi. Síminn taldi að bannið við því að beina viðskiptum að tengdu fjarskiptafyrirtæki ætti aðeins við um línulega miðlun en PFS hafnaði þeirri túlkun. PFS taldi jafnframt að þó að Síminn hefði flutt þjónustu sína yfir net Gagnaveitunnar hefði það eitt og sér hefði ekki komið í veg fyrir brotið, því ólínulega myndefnið, Sjónvarp Símans Premium, væri enn einungis dreift yfir IPTV-kerfi og myndlykla Símans. Þar hefði með nokkrum hætti brot Símans verið yfirfært á net Gagnaveitunnar. Níu milljón króna stjórnvaldssektin rennur í ríkissjóðs. Hámarks sektarheimild vegna brotins er tíu milljónir króna.Vísir er í eigu Sýnar hf. sem einnig á Vodafone.
Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira