Í samtali við breska ríkisútvarpið segir Whitehouse að honum þyki líklegast að drengjunum verði „pakkað inn,“ eins og hann orðar það, og þannig fylgt út úr hellinum.
Eins og Vísir greindi frá í morgun er talið að fótboltastrákarnir gæti þurft að dvelja í hellinum í nokkra mánuði til viðbótar. Hellirinn er erfiður yfirferðar, nær ómögulegt er að grafa sig til þeirra og þar að auki eru drengirnir ósyndir.
Sjá einnig: Gætu þurft að vera mánuði í hellinum
Það sé raunhæfari möguleiki að drengjunum verði pakkað inn: „Með öðrum orðum þá látum við þá köfunarbúnað; heila köfunargrímu í stað munnstykkja sem flestir kafarar eru með,“ segir Whitehouse. Sérfræðingar segja að auðveldara sé að missa slík munnstykki út úr sér. Óvönum köfurum eigi til að bregða þegar þeir finna að þeir fá ekki lengur neitt súrefni og bregðist því oft órökrétt við aðstæðunum. Ekki bæti aðstæðurnar í hellinum heldur úr skák, hann sé þröngur og myrkrið algjört. Því yrði enginn hægðarleikur að finna týnt munnstykki.
Whitehouse bætir við: „Svo pökkum við þeim inn; hengjum á þá réttu lóðin þannig að þeir fljóti alveg fullkomlega. Þannig komust við hjá því að þeir festist aftur. Þetta hefur verið gert áður,“ segir Whitehouse.
Greint var frá því í morgun að björgunarsveitirnir hefðu auglýst eftir 15 litlum köfunargrímum, ætlaðar drengjunum. Það bendir til þess að björgunarfólk muni styðjast við aðferðafræðina sem Whitehouse lýsir.

Hann hefur litla trú á því að hægt verði að dæla nægu vatni úr hellinum til þess að komast hjá köfun. Um tíu þúsund lítrum hefur verið dælt á hverri klukkustund, sem hefur orðið til þess að lækka vatnsyfirborðið um nokkra sentímetra. Þar að auki er búist við því að það muni bæta í rigninguna á næstu dögum.
Sky fréttastofan greindi að sama skapi frá því í morgun að tælenska lögreglan íhugaði nú að ákæra þjálfarann fyrir að fara með drengina ofan í hellinn. Engin ákvörðun verði þó tekin um það fyrr en búið verður að koma öllum úr hellinum.
Næstu daga verða heilbrigðisstarfsmenn sendir til drengjanna til að meta líkamlegt og andlegt þrek þeirra. Síðari þátturinn er talinn sérstaklega mikilvægur enda þurfi þeir að geta verið fullkomlega rólegir í þeim óhuganlegu aðstæðum sem hellirinn býður upp á.
Police in Thailand say they will look into whether the 25-year-old coach of a youth football team could face legal action for leading them into a cave complex where they were stranded for 10 days
— Sky News Breaking (@SkyNewsBreak) July 3, 2018