Fótbolti

Hinn íslenski Neville lánaður í hollensku úrvalsdeildina

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Mikael Neville Anderson.
Mikael Neville Anderson. Mynd/KSÍ
Mikael Neville Anderson hefur verið lánaður til hollenska úrvalsdeildarliðsins Excelsior og mun leika með liðinu á komandi leiktíð en Mikael er samningsbundinn danska úrvalsdeildarliðinu Midtjylland.

Mikael var á láni hjá Vendsyssel í dönsku B-deildinni á síðustu leiktíð og hjálpaði liðinu að vinna sér sæti í dönsku úrvalsdeildinni.

Hann er 20 ára gamall miðjumaður og á einn A-landsleik að baki fyrir Ísland. Mikael fæddist á Íslandi en ólst upp í Danmörku.

Annar Íslendingur var á mála hjá Excelsior á síðustu leiktíð, það er markvörðurinn Ögmundur Kristinsson en framtíð hans er í óvissu þar sem hann var að klára samning sinn hjá hollenska liðinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×