Gætu þurft að vera mánuði í hellinum Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. júlí 2018 05:23 Björgunaraðgerðum er ekki nærri því lokið. Vísir/EPA Óttast er að taílensku fótboltastrákarnir, sem fundust í gær við mikinn fögnuð heimsbyggðarinnar, gætu þurft að dvelja í hellinum í nokkra mánuði í viðbót. Hellirinn er á kafi í vatni og hafa björgunarsveitir reynt árangurslítið að dæla vatni úr hellinum. Því sé aðeins tvennt í stöðunni; annað hvort að bíða eftir því að vatnið hverfi af sjálfsdáðum eða kenna drengjunum tólf og þjálfaranum þeirra að kafa svo þeir geti synt út úr hellinum. Sem stendur eru þeir allir ósyndir. Síðari valmöguleikinn er talinn einkar hættulegur enda sé niðamyrkur í hellinum, sem er á köflum gríðarlega þröngur. Það segi sýna sögu að það hafi tekið þrautþjálfaða alþjóðlega sveit kafara næstum 9 daga að komast til drengjanna. Sama hvor valmöguleikinn verður ofan á gera sérfræðingar ráð fyrir því drengirnir muni þurfa að vera í hellinum í einhverja mánuði í viðbót.Sjá einnig: Fótboltastrákarnir í hellinum fundnir heilir á húfiUnnið er að því að ferja fjögurra mánaða birgðir af mat og súrefni ofan í hellinn handa drengjunum og þjálfaranum. Að sama skapi verða sérþjálfaðir læknar sendir til þeirra til að kanna líkamlegt og andlegt ástand. Þá vinna tælensk yfirvöld að því að koma símalínu niður til hópsins, svo að þeir geti rætt við foreldra sína sem ekkert hafa heyrt frá þeim í níu sólarhringa. Á meðan munu aðrir hópar björgunarsveitarmanna leita að öðrum útgönguleiðum. Þá hafa verið viðraðar hugmyndir um að bora sig niður til hópsins. Sú leið er þó talin hættuleg enda liggi ekki fyrir hversu traustur hellirinn er og kynni hann því að hrynja ef ítrustu varúðar er ekki gætt.Hér að neðan má sjá myndband frá björguninni Tengdar fréttir Fótboltastrákarnir í hellinum fundnir heilir á húfi Björgunarsveitir í Tælandi hafa fundið fótboltastrákana tólf og þjálfara þeirra sem leitað hefur verið að í helli í norðurhluta landsins. Þeir eru allir heilir á húfi. 2. júlí 2018 15:52 Náði myndbandi af augnablikinu þegar fótboltastrákarnir fundust Breskur kafari náði ansi mögnuðu myndbandi. 2. júlí 2018 20:42 Guðni leggur til að fótboltastrákarnir í Taílandi fái að leiða liðin inn á í úrslitaleik HM "Væri ekki flott að þeir sem ráða byðu þeim að leiða liðin inn á völlinn í úrslitaleik HM? Fótbolti er frábær en margt er mikilvægara í lífinu, framar öllu lífið sjálft.“ 2. júlí 2018 22:46 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Sjá meira
Óttast er að taílensku fótboltastrákarnir, sem fundust í gær við mikinn fögnuð heimsbyggðarinnar, gætu þurft að dvelja í hellinum í nokkra mánuði í viðbót. Hellirinn er á kafi í vatni og hafa björgunarsveitir reynt árangurslítið að dæla vatni úr hellinum. Því sé aðeins tvennt í stöðunni; annað hvort að bíða eftir því að vatnið hverfi af sjálfsdáðum eða kenna drengjunum tólf og þjálfaranum þeirra að kafa svo þeir geti synt út úr hellinum. Sem stendur eru þeir allir ósyndir. Síðari valmöguleikinn er talinn einkar hættulegur enda sé niðamyrkur í hellinum, sem er á köflum gríðarlega þröngur. Það segi sýna sögu að það hafi tekið þrautþjálfaða alþjóðlega sveit kafara næstum 9 daga að komast til drengjanna. Sama hvor valmöguleikinn verður ofan á gera sérfræðingar ráð fyrir því drengirnir muni þurfa að vera í hellinum í einhverja mánuði í viðbót.Sjá einnig: Fótboltastrákarnir í hellinum fundnir heilir á húfiUnnið er að því að ferja fjögurra mánaða birgðir af mat og súrefni ofan í hellinn handa drengjunum og þjálfaranum. Að sama skapi verða sérþjálfaðir læknar sendir til þeirra til að kanna líkamlegt og andlegt ástand. Þá vinna tælensk yfirvöld að því að koma símalínu niður til hópsins, svo að þeir geti rætt við foreldra sína sem ekkert hafa heyrt frá þeim í níu sólarhringa. Á meðan munu aðrir hópar björgunarsveitarmanna leita að öðrum útgönguleiðum. Þá hafa verið viðraðar hugmyndir um að bora sig niður til hópsins. Sú leið er þó talin hættuleg enda liggi ekki fyrir hversu traustur hellirinn er og kynni hann því að hrynja ef ítrustu varúðar er ekki gætt.Hér að neðan má sjá myndband frá björguninni
Tengdar fréttir Fótboltastrákarnir í hellinum fundnir heilir á húfi Björgunarsveitir í Tælandi hafa fundið fótboltastrákana tólf og þjálfara þeirra sem leitað hefur verið að í helli í norðurhluta landsins. Þeir eru allir heilir á húfi. 2. júlí 2018 15:52 Náði myndbandi af augnablikinu þegar fótboltastrákarnir fundust Breskur kafari náði ansi mögnuðu myndbandi. 2. júlí 2018 20:42 Guðni leggur til að fótboltastrákarnir í Taílandi fái að leiða liðin inn á í úrslitaleik HM "Væri ekki flott að þeir sem ráða byðu þeim að leiða liðin inn á völlinn í úrslitaleik HM? Fótbolti er frábær en margt er mikilvægara í lífinu, framar öllu lífið sjálft.“ 2. júlí 2018 22:46 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Sjá meira
Fótboltastrákarnir í hellinum fundnir heilir á húfi Björgunarsveitir í Tælandi hafa fundið fótboltastrákana tólf og þjálfara þeirra sem leitað hefur verið að í helli í norðurhluta landsins. Þeir eru allir heilir á húfi. 2. júlí 2018 15:52
Náði myndbandi af augnablikinu þegar fótboltastrákarnir fundust Breskur kafari náði ansi mögnuðu myndbandi. 2. júlí 2018 20:42
Guðni leggur til að fótboltastrákarnir í Taílandi fái að leiða liðin inn á í úrslitaleik HM "Væri ekki flott að þeir sem ráða byðu þeim að leiða liðin inn á völlinn í úrslitaleik HM? Fótbolti er frábær en margt er mikilvægara í lífinu, framar öllu lífið sjálft.“ 2. júlí 2018 22:46