Gætu þurft að vera mánuði í hellinum Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. júlí 2018 05:23 Björgunaraðgerðum er ekki nærri því lokið. Vísir/EPA Óttast er að taílensku fótboltastrákarnir, sem fundust í gær við mikinn fögnuð heimsbyggðarinnar, gætu þurft að dvelja í hellinum í nokkra mánuði í viðbót. Hellirinn er á kafi í vatni og hafa björgunarsveitir reynt árangurslítið að dæla vatni úr hellinum. Því sé aðeins tvennt í stöðunni; annað hvort að bíða eftir því að vatnið hverfi af sjálfsdáðum eða kenna drengjunum tólf og þjálfaranum þeirra að kafa svo þeir geti synt út úr hellinum. Sem stendur eru þeir allir ósyndir. Síðari valmöguleikinn er talinn einkar hættulegur enda sé niðamyrkur í hellinum, sem er á köflum gríðarlega þröngur. Það segi sýna sögu að það hafi tekið þrautþjálfaða alþjóðlega sveit kafara næstum 9 daga að komast til drengjanna. Sama hvor valmöguleikinn verður ofan á gera sérfræðingar ráð fyrir því drengirnir muni þurfa að vera í hellinum í einhverja mánuði í viðbót.Sjá einnig: Fótboltastrákarnir í hellinum fundnir heilir á húfiUnnið er að því að ferja fjögurra mánaða birgðir af mat og súrefni ofan í hellinn handa drengjunum og þjálfaranum. Að sama skapi verða sérþjálfaðir læknar sendir til þeirra til að kanna líkamlegt og andlegt ástand. Þá vinna tælensk yfirvöld að því að koma símalínu niður til hópsins, svo að þeir geti rætt við foreldra sína sem ekkert hafa heyrt frá þeim í níu sólarhringa. Á meðan munu aðrir hópar björgunarsveitarmanna leita að öðrum útgönguleiðum. Þá hafa verið viðraðar hugmyndir um að bora sig niður til hópsins. Sú leið er þó talin hættuleg enda liggi ekki fyrir hversu traustur hellirinn er og kynni hann því að hrynja ef ítrustu varúðar er ekki gætt.Hér að neðan má sjá myndband frá björguninni Tengdar fréttir Fótboltastrákarnir í hellinum fundnir heilir á húfi Björgunarsveitir í Tælandi hafa fundið fótboltastrákana tólf og þjálfara þeirra sem leitað hefur verið að í helli í norðurhluta landsins. Þeir eru allir heilir á húfi. 2. júlí 2018 15:52 Náði myndbandi af augnablikinu þegar fótboltastrákarnir fundust Breskur kafari náði ansi mögnuðu myndbandi. 2. júlí 2018 20:42 Guðni leggur til að fótboltastrákarnir í Taílandi fái að leiða liðin inn á í úrslitaleik HM "Væri ekki flott að þeir sem ráða byðu þeim að leiða liðin inn á völlinn í úrslitaleik HM? Fótbolti er frábær en margt er mikilvægara í lífinu, framar öllu lífið sjálft.“ 2. júlí 2018 22:46 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Eldur á Álfhólsvegi Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Áslaug hafi þennan „x-factor“ Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Fleiri fréttir Svíar leggja hald á skip vegna skemmda á sæstreng Senda Trump skilaboð og auka viðbúnað við Grænland Þjóðaröryggisráðgjafi skildi gögnin sín ítrekað eftir á glámbekk Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Sjá meira
Óttast er að taílensku fótboltastrákarnir, sem fundust í gær við mikinn fögnuð heimsbyggðarinnar, gætu þurft að dvelja í hellinum í nokkra mánuði í viðbót. Hellirinn er á kafi í vatni og hafa björgunarsveitir reynt árangurslítið að dæla vatni úr hellinum. Því sé aðeins tvennt í stöðunni; annað hvort að bíða eftir því að vatnið hverfi af sjálfsdáðum eða kenna drengjunum tólf og þjálfaranum þeirra að kafa svo þeir geti synt út úr hellinum. Sem stendur eru þeir allir ósyndir. Síðari valmöguleikinn er talinn einkar hættulegur enda sé niðamyrkur í hellinum, sem er á köflum gríðarlega þröngur. Það segi sýna sögu að það hafi tekið þrautþjálfaða alþjóðlega sveit kafara næstum 9 daga að komast til drengjanna. Sama hvor valmöguleikinn verður ofan á gera sérfræðingar ráð fyrir því drengirnir muni þurfa að vera í hellinum í einhverja mánuði í viðbót.Sjá einnig: Fótboltastrákarnir í hellinum fundnir heilir á húfiUnnið er að því að ferja fjögurra mánaða birgðir af mat og súrefni ofan í hellinn handa drengjunum og þjálfaranum. Að sama skapi verða sérþjálfaðir læknar sendir til þeirra til að kanna líkamlegt og andlegt ástand. Þá vinna tælensk yfirvöld að því að koma símalínu niður til hópsins, svo að þeir geti rætt við foreldra sína sem ekkert hafa heyrt frá þeim í níu sólarhringa. Á meðan munu aðrir hópar björgunarsveitarmanna leita að öðrum útgönguleiðum. Þá hafa verið viðraðar hugmyndir um að bora sig niður til hópsins. Sú leið er þó talin hættuleg enda liggi ekki fyrir hversu traustur hellirinn er og kynni hann því að hrynja ef ítrustu varúðar er ekki gætt.Hér að neðan má sjá myndband frá björguninni
Tengdar fréttir Fótboltastrákarnir í hellinum fundnir heilir á húfi Björgunarsveitir í Tælandi hafa fundið fótboltastrákana tólf og þjálfara þeirra sem leitað hefur verið að í helli í norðurhluta landsins. Þeir eru allir heilir á húfi. 2. júlí 2018 15:52 Náði myndbandi af augnablikinu þegar fótboltastrákarnir fundust Breskur kafari náði ansi mögnuðu myndbandi. 2. júlí 2018 20:42 Guðni leggur til að fótboltastrákarnir í Taílandi fái að leiða liðin inn á í úrslitaleik HM "Væri ekki flott að þeir sem ráða byðu þeim að leiða liðin inn á völlinn í úrslitaleik HM? Fótbolti er frábær en margt er mikilvægara í lífinu, framar öllu lífið sjálft.“ 2. júlí 2018 22:46 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Eldur á Álfhólsvegi Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Áslaug hafi þennan „x-factor“ Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Fleiri fréttir Svíar leggja hald á skip vegna skemmda á sæstreng Senda Trump skilaboð og auka viðbúnað við Grænland Þjóðaröryggisráðgjafi skildi gögnin sín ítrekað eftir á glámbekk Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Sjá meira
Fótboltastrákarnir í hellinum fundnir heilir á húfi Björgunarsveitir í Tælandi hafa fundið fótboltastrákana tólf og þjálfara þeirra sem leitað hefur verið að í helli í norðurhluta landsins. Þeir eru allir heilir á húfi. 2. júlí 2018 15:52
Náði myndbandi af augnablikinu þegar fótboltastrákarnir fundust Breskur kafari náði ansi mögnuðu myndbandi. 2. júlí 2018 20:42
Guðni leggur til að fótboltastrákarnir í Taílandi fái að leiða liðin inn á í úrslitaleik HM "Væri ekki flott að þeir sem ráða byðu þeim að leiða liðin inn á völlinn í úrslitaleik HM? Fótbolti er frábær en margt er mikilvægara í lífinu, framar öllu lífið sjálft.“ 2. júlí 2018 22:46
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent