Fótbolti

Martinez: Japan spilaði fullkominn leik en þetta snýst um að vinna

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Martinez fagnaði duglega í leikslok
Martinez fagnaði duglega í leikslok víris/getty
Eftir að hafa lent 2-0 undir unnu Belgar Japan í 16-liða úrslitunum á HM í Rússlandi. Nacer Chadli skoraði sigurmarkið á síðustu mínútu uppbótartímans.

Roberto Martinez, landsliðsþjálfari Belga, getur verið ánægður með skiptingarnar sem hann gerði í leiknum því varamennirnir Chadli og Marouane Fellaini skoruðu tvö af þremur mörkum Belga.

„Í leikjum þá er ýtt á þig. Það þarf að óska Japan til hamingju, þeir spiluðu leiknn fullkomlega. Þeir voru beinskeittir í skyndisóknum og mjög þéttir í vörninni,“ sagði Martinez við BBC í leikslok.

„Þetta var próf á karakterinn okkar og varamennirnir okkar sem komu inn ætluðu að vinna leikinn. Það segir allt um þennan leikmannahóp.“

„Ég hef ekkert neikvætt um þennan leik að segja. Þetta snérist allt um það að komast áfram og nú er tíminn í að vera stoltur af leikmönnunum og halda áfram að trúa á Belgíu. Í svona móti viltu spila fullkomlega en þetta snýst um að komast áfram, um að vinna,“ sagði Roberto Martinez.

Belgar mæta Brasilíu í 8-liða úrslitunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×