Erlent

„Köngulóarmaðurinn “ orðinn að slökkviliðsmanni

Bergþór Másson skrifar
Mamoudou Gassama hefur verið kallaður Le Spiderman eftir ótrúlegt björgunarafrek sitt.
Mamoudou Gassama hefur verið kallaður Le Spiderman eftir ótrúlegt björgunarafrek sitt. Vísir/AFP
Malímaðurinn Mamoudo Gassama, sem hylltur hefur verið hetja í Frakklandi eftir frækilega björgun á fjögurra ára gömlu barni, hóf störf hjá slökkviliði Parísar á dögunum.

Myndband af björguninni vakti mikla athygli en á því má sjá hvernig hinn 22 ára gamli Gassama klifrar upp fjórar hæðir til þess að koma dreng til bjargar sem hékk fram af svölum í París. 

Eftir björgunina fékk hann viðurnefnið „köngulóarmaðurinn.“

Vinsældir myndbandsins leiddu til þess að Gassama var boðið á fund Emmanuel Macrons, forseta Frakklands, þar sem honum var boðinn franskur ríkisborgararéttur.

Í kjölfar ríkisborgararéttsins var Massama boðið starf hjá slökkviliði Parísar, þar sem hann hefur nú hafið störf.

Hér má sjá Twitter færslu slökkviliðs Parísar þar sem Massama er boðinn velkominn til starfa.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×