Segist ekkert hafa rætt við Sigurð Inga um skipan vegamálastjóra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. júlí 2018 14:05 Lillja segist hafa lagt mikla áherslu á gegnsæi við skipunarferlið. Vísir/Stefán Bergþóra Þorkelsdóttir, nýskipaður Vegamálastjóri, var bæði metin hæfust í embættið af þriggja manna hæfisnefnd og settum samgönguráðherra, Lilju Alfreðsdóttur. Lilja segist ekkert hafa rætt málið við Sigurð Inga Jóhannsson, samgönguráðherra, skólabróður og vin Bergþóru. Þriggja manna hæfisnefnd var skipuð til að leggja mat á umsækjendur. Ekki gekk áfallalaust fyrir sig að auglýsa embættið en fyrst var umsóknarferlinu frestað um viku og síðar um tvær vikur eftir að í ljós kom að gleymst hafði að auglýsa það í Lögbirtingablaðinu. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitamálaráðherra, sagði sig frá málinu þar sem þeim Bergþóru er vel til vina eftir að hafa numið dýralæknafræði saman í Kaupmannahöfn. Sigurður Ingi er einn rúmlega 300 vina Bergþóru á Facebook og taldi hann sig ekki hæfan til að skipa vegamálastjóra í ljósi þess að Bergþóra sótti um embættið.Bergþóra Þorkelsdóttir er menntaður dýralæknir en hefur sinnt stjórnunarstöðum síðustu tuttugu ár.vísir/gvaRæddu ekkert saman í ferlinu Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður flokksins og mennta- og menningarmálaráðherra, segir Sigurð Inga hafa komið að máli við sig en þar með hafi samskiptum þeirra vegna málsins lokið. „Við höfum ekkert rætt þetta. Ég veit ekki einu sinni hvernig þessi tvö tengjast. Hann spurði mig hvort ég gæti tekið þetta að mér, því hann væri vanhæfur. Við ræddum ekkert saman í þessu ferli.“ Hæfnisnefndin mat fjóra aðila hæfasta að sögn Lilju en nefndin skilaði Lilju skýrslu. Lilja tók þessi fjögur í viðtal á fimmtudaginn í síðustu viku. „Ég rankaði þau eftir viðtölin, eftir að hafa farið yfir ferilskrána og það vill þannig til að röðunin er sú sama,“ segir Lilja. Þannig hafi nefndin og Lilja verið sammála um röðun þeirra fjögurra sem komust í viðtal.Sigurður Ingi Jóhannsson sagði sig frá skipuninni vegna vinskapar við Bergþóru.Ekki krafist reynslu eða menntunar á sviði verkfræði „Ég er auðvitað líka mjög ánægð að sjá að hæfasta manneskjan er kona. Þetta er í fyrsta skipti sem kona er skipuð vegamálastjóri,“ segir Lilja. Hún bætir við að 80 prósent starfsmanna Vegagerðarinnar séu karlmenn. Athygli vakti að ekki var krafist reynslu af menntun á sviði verkfræði eða reynslu af verklegum framkvæmdum þegar embættið var auglýst, líkt og gert var árið 2008 þegar Hreinn Haraldsson var skipaður vegamálastjóri. Lilja segist ekki hafa komið að skipuninni fyrr en á seinni stigum og vísaði á Ara Kristinn Jónsson, formann hæfisnefndarinnar og rektor Háskólans í Reykjavík, vegna þess. Ekki náðist í Ara Kristinn við vinnslu fréttarinnar.Fréttastofa hefur óskað eftir gögnum frá vinnu hæfisnefndarinnar og skýrslunni sem nefndin skilaði Lilju fyrir viðtölin. Lilja segir mikilvægt að allt sé uppi á borðum og þessi gögn verði aðgengileg fjölmiðlum. Tengdar fréttir Bergþóra skipuð forstjóri Vegagerðarinnar Bergþóra Þorkelsdóttir dýralæknir hefur verið skipuð forstjóri Vegagerðarinnar. 1. júlí 2018 14:17 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Bergþóra Þorkelsdóttir, nýskipaður Vegamálastjóri, var bæði metin hæfust í embættið af þriggja manna hæfisnefnd og settum samgönguráðherra, Lilju Alfreðsdóttur. Lilja segist ekkert hafa rætt málið við Sigurð Inga Jóhannsson, samgönguráðherra, skólabróður og vin Bergþóru. Þriggja manna hæfisnefnd var skipuð til að leggja mat á umsækjendur. Ekki gekk áfallalaust fyrir sig að auglýsa embættið en fyrst var umsóknarferlinu frestað um viku og síðar um tvær vikur eftir að í ljós kom að gleymst hafði að auglýsa það í Lögbirtingablaðinu. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitamálaráðherra, sagði sig frá málinu þar sem þeim Bergþóru er vel til vina eftir að hafa numið dýralæknafræði saman í Kaupmannahöfn. Sigurður Ingi er einn rúmlega 300 vina Bergþóru á Facebook og taldi hann sig ekki hæfan til að skipa vegamálastjóra í ljósi þess að Bergþóra sótti um embættið.Bergþóra Þorkelsdóttir er menntaður dýralæknir en hefur sinnt stjórnunarstöðum síðustu tuttugu ár.vísir/gvaRæddu ekkert saman í ferlinu Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður flokksins og mennta- og menningarmálaráðherra, segir Sigurð Inga hafa komið að máli við sig en þar með hafi samskiptum þeirra vegna málsins lokið. „Við höfum ekkert rætt þetta. Ég veit ekki einu sinni hvernig þessi tvö tengjast. Hann spurði mig hvort ég gæti tekið þetta að mér, því hann væri vanhæfur. Við ræddum ekkert saman í þessu ferli.“ Hæfnisnefndin mat fjóra aðila hæfasta að sögn Lilju en nefndin skilaði Lilju skýrslu. Lilja tók þessi fjögur í viðtal á fimmtudaginn í síðustu viku. „Ég rankaði þau eftir viðtölin, eftir að hafa farið yfir ferilskrána og það vill þannig til að röðunin er sú sama,“ segir Lilja. Þannig hafi nefndin og Lilja verið sammála um röðun þeirra fjögurra sem komust í viðtal.Sigurður Ingi Jóhannsson sagði sig frá skipuninni vegna vinskapar við Bergþóru.Ekki krafist reynslu eða menntunar á sviði verkfræði „Ég er auðvitað líka mjög ánægð að sjá að hæfasta manneskjan er kona. Þetta er í fyrsta skipti sem kona er skipuð vegamálastjóri,“ segir Lilja. Hún bætir við að 80 prósent starfsmanna Vegagerðarinnar séu karlmenn. Athygli vakti að ekki var krafist reynslu af menntun á sviði verkfræði eða reynslu af verklegum framkvæmdum þegar embættið var auglýst, líkt og gert var árið 2008 þegar Hreinn Haraldsson var skipaður vegamálastjóri. Lilja segist ekki hafa komið að skipuninni fyrr en á seinni stigum og vísaði á Ara Kristinn Jónsson, formann hæfisnefndarinnar og rektor Háskólans í Reykjavík, vegna þess. Ekki náðist í Ara Kristinn við vinnslu fréttarinnar.Fréttastofa hefur óskað eftir gögnum frá vinnu hæfisnefndarinnar og skýrslunni sem nefndin skilaði Lilju fyrir viðtölin. Lilja segir mikilvægt að allt sé uppi á borðum og þessi gögn verði aðgengileg fjölmiðlum.
Tengdar fréttir Bergþóra skipuð forstjóri Vegagerðarinnar Bergþóra Þorkelsdóttir dýralæknir hefur verið skipuð forstjóri Vegagerðarinnar. 1. júlí 2018 14:17 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Bergþóra skipuð forstjóri Vegagerðarinnar Bergþóra Þorkelsdóttir dýralæknir hefur verið skipuð forstjóri Vegagerðarinnar. 1. júlí 2018 14:17